Ritmennt - 01.01.2002, Síða 163
RITMENNT
ILMANSKÓGAR BETRI LANDA
hún væri níð um Canada." (92) Síðan segir hann að áheyrendur
hafi haft aðrar skoðanir á málinu, þeirra á meðal vinur sinn
Guttormur skáld Guttormsson, og fengið því til leiðar komið að
hann læsi söguna til enda. í Inngángsorðum að Syrpu segir Hall-
dór enn frá tildrögum Nýja íslands og gamla manninum á dyra-
pallinum, en bætir því við fyrri frásögn að yfirleitt hafi menn
verið stirðir í svörum þegar hann spurði þá um liðna daga úr ný-
lcndunni, og hafi mörgum nýlendubændum íslenskum þótt „lít-
il þörf á því að rifja upp fátækt sína algjöra á fyrstu árum búsetu
sinnar í fyrirheitna landinu".36 Hann segir ennfremur frá því að
hann hafi aldrei getað haft uppi á gamla manninum sem sagði
honum söguna og það hafi verið eins og enginn kannaðist við
hann. „Margir héldu síðar að ég hefði logið upp sögunni til að
narrast að vesturíslendíngum. Þegar ég reyndi að lesa hana upp í
íslendíngabygðum var bæði reynt að æpa mig niður og toga mig
ofanaf pallinum." (78) Skýringuna á þessum breyttu viðhorfum
Halldórs er ef til vill að finna í frásögn hans í Skáldatíma (1963)
þar sem hann setur Nýja ísland í samband við kæru Vestur-ís-
lendings að nafni G.T. Athelstan á hendur honum í Kaliforníu
vorið 1929. Þessi maður sem „var ekki einu sinni bandaríkja-
maður" (82), heldur „meindýraeyðir að atvinnu" kærði Halldór
fyrir innflytjendayfirvöldum í Los Angeles vegna lofsamlegra
ummæla um bandaríska rithöfundinn Upton Sinclair, m.a. í af-
mælisgrein um hann í Heimskringlu 30. janúar 1929, en þau
taldi hann níð um Bandaríkin.37 Halldór var kallaður fyrir rétt og
sviptur vegabréfi sínu um stund. I Skáldatíma telur Halldór að
þessi íslenski Kanadamaður hafi í raun verið að kæra sig fyrir
söguna Nýja ísland, og segir:
Þegar ég las upp söguna Nýa ísland, nýsamda, í því bygðarlagi sem hún
gerist, sveitaþorpinu Riverton, var þar staddur matvörukaupmaður
staðarins veldrukkinn, rnikill djíngóisti sem oft hendir matvörukaup-
menn í sveit. Hann varð svo æstur útaf sögunni að menn urðu að halda
honum meðan á stóð lestrinum svo hann færi ekki uppí ræðustólinn til
36 Halldór Laxness, Inngángsorð að Syrpu, Seiseijú, mikil ósköp (1977), bls. 77.
37 Grein Halldórs, Upton Sinclair fimtugur, birtist fyrst í Alþýðublaðinu 27. des-
ember 1928 og síðar í Heimskringlu 30. janúar 1929. í kjölfar hennar fylgdu
hatrammar ritdeilur í vestur-íslensku blöðunum. Sjá Halldór Kiljan Laxness,
Af vestur-íslenzku menningarástandi, Alþýðublaðið 29. júní, 2. og 6. júlí
1929. Endurpr. í Af menníngarástandi. Sjá einnig Skáldatíma, bls. 79 o.áfr.
159