Ritmennt - 01.01.2002, Side 171
RITMENNT
ILMANSKÓGAR BETRI LANDA
Pasadena (73).51 Sinclair svaraði strax og bauð Halldóri í lunch. í
bréfum til vina sinna vitnar Halldór mikið til Sinclairs og sam-
tala sinna við hann.52 í bréfi til Erlends frá Los Angeles 8. sept-
ember fjallar hann um amerísku kvikmyndina sem hann segir að
sé „hopeless case" og ekki fyrir sig að eiga neitt við meir. „Leik-
ritinu, sem ég stakk upp á við Metro Goldwyn Mayer-félagið, og
gerast skyldi á íslandi, þótti þeim mjög þnteresting', - ef þeir
mættu snúa því upp á Kentuclcy." Segir hann að Sinclair hafi
hlegið milcið að þessu og ætlað að nota í bólc.
Eftir að kvilcmyndagerðin hafði brugðist reyndi Halldór að
koma Vefaranum mikla á marlcað í Ameríku og eyddi miklum
tíma í að þýða hann á ensku ásamt vini sínum Magnúsi Á. Árna-
syni, sem þá átti heima í San Francisco.53 Vorið 1929 sendi hann
Upton Sinclair fyrstu lcaflana til umsagnar og fékk bréf til baka,
dagsett á Long Beach 4. maí 1929, þar sem Sinclair segist hafa
lesið handrit hans af miklum áhuga, þýðingin sé að vísu gölluð,
51 Áhuga Halldórs á Upton Sinclair má ef til vill rekja til áhrifa frá Einari H.
Kvaran, til grcinar hans Upton Sinclair og auðvaldið í Bandaríkjunum, sem
birtist í Slurni 1927, sama haust og Halldór fer til Kaliforníu. Þá þýddi son-
ur Einars, Ragnar E. Kvaran, sem Halldór umgekkst mikið í Winnipeg, skáld-
sögu Sinclairs, They Call me Carpenter (192.2), og skrifaði að henni eftir-
mála. Sbr. Smiður er ég nefndut, Reykjavík: Alþýðuprentsmiðjan, 1926.
52 Þá ritaði Halldór langa grein um Sinclair, Nokkrar línur með ljósmynd
Upton Sinclairs, Iðunn 4/1929. Sjá einnig Upton Sinclair leikur á fiðlu, Al-
þýðublaðið 12. nóvember 1929. Greinin er dagsett í Los Angeles að kvöldi
29. september og lýsir hrifningu Halldórs sem hefur orðið vitni að fiðluleik
Sinclairs á stjórnmálafundi hjá Open Forum. „Ég fyrir mitt leyti hefði aldrei
getað ímyndað mér, að einn af frægustu rithöfundum veraldarinnar léki þó
svona vel á fiðlu." Síðar minnist Halldór Sinclairs ýtarlega í kaflanum Af
Upton Sinclair, Skáldatími (1963), bls. 73-78.
53 í minningargrein um Magnús rifjar Halldór upp þýðingarstarfið sem fór að
mestu fram í San Francisco: „þar höfðum við Magnús af að þýða Vefarann á
ensku í frumdrögum - andvana fædd hugmynd, og mætti segja mér að hand-
ritið sem við kláruðum af bókinni hafi nú hlotið þá frægð sem vert er, því
það liggur einhverstaðar númererað í horni á Landsbókasafni íslands." Sjá
Magnús Á. Árnason, Liðnir dagar, Við heygarðshornið (1981), bls. 125. Sjá
einnig merkilega frásögn Magnúsar af samstarfi þeirra Halldórs í San
Francisco, Kiljan í ICaliforníu, Gamanþættir af vinum mínum (1967). Á bls.
56-57 segist hann þykjast hafa átt sinn „litla þátt í því, að Halldór hélt áfram
að skrifa á íslenzku [...] Ég veit að hann hugleiddi möguleika á því að fara að
slcrifa á ensku [...] Hann bar málið undir mig [...] Ég hélt því fram, að hann
hefði þá þegar tamið sér svo sterkan stíl og svo samtvinnaðan móðurmálinu,
að það mundi taka hann tíu ár að ná sömu tökum á öðru máli. Auk þess sá
ég fram á hvaða gildi það hefði fyrir alla þjóðina, að þessi snillingur skrifaði
á íslenzku."
167