Vera - 01.04.1999, Side 8

Vera - 01.04.1999, Side 8
Viðtal: Auður Aðalsteinsdóttir Ihugunarefni hvers vegna natkun geðd eyíðarlyfja hefur aukist svona mikið Halldóra Ólafsdóttir geðlæknir á Landspítala íslands hélt fyrirlestur um geðheilsu kvenna á málþingi Kvenréttindafélags íslands um heilsu kvenna í janúar árið 1998. Þennan fyrirlestur er að finna í riti sem nefnist Heilsufar kvenna og vargefið út af heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytinu. í þeirri grein kemur fram að helmingi fleiri konur þjást afþunglyndi en karlar á Vesturlöndum. Vera ræddi við Halldóru um þessa staðreynd og einnig þá staðreynd að neysla íslendinga á geðdeyfðarlyfjum hefur aukist gífurlega undanfarin ár. / Igrein Halldóru Ólafsdóttur, sem nefnist Þunglyndi hjá konum, kemur fram að víðast á Vesturlöndum fá um það bil 10% karla en 20% kvenna veruleg þunglyndiseinkenni einhvern tíma á ævinni. Þar af fær helmingurinn alvarlegt þunglyndiskast. Halldóra segir að faraldsfræðirannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi bendi til þess að kynjahlutfall þunglyndis hér á landi sé svipað. Hún bendir þó á að þótt þunglyndi sé algengara hjá konum sé heildartíðni geðrask- ana nokkuð jöfn milli kynjanna. Aðspurð segir Halldóra að ekki sé vit- að með vissu hvað valdi en nefnir þó þrjár aðalkenningar til að skýra þennan kynjamun: Arfgengur / líffræðilegur munur. Það er smávægilegur líffræðilegur munur á uppbyggingu heilans milli kynjanna, t.d. eru fleiri tengingar milli heilahvela hjá konum en körlum. Einnig er hugsanlegt að mun- ur sé á taugaboðefnakerfum milli kynja. Enn er ekki vitað hvort þetta hefur einhverja þýðingu varðandi þunglyndi kvenna. 'Hormónabúskapur kvenna. Kvenhormónin hafa áhrif á heilann og talið er að sumar tegundir af fæðingarþunglyndi og fyrirtíðaspenna tengist sveiflum á kvenhormónum. Fyrir 11 ára aldur er enginn mun- ur á tíðni þunglyndis milli kynja en þegar við 15 ára aldur eru stúlkur orðnar mun líklegri til að verða þunglyndar en strákar. Kynjamunur- inn á tíðni þunglyndis helst síðan svipaður vel fram yfir tíðahvörf. Sumar erlendar athuganir hafa bent til að kynjamunurinn jafnist síð- („Nú er vitað að konur sem veikjast í fyrsta sinn af þung- A lyndi eru oftast á aldrinum 20-45 ára; á þeim aldri sem þær eru að fæða börnin og ala þau upp auk annarra starfa.” Úr grein Halldóru Ólafsdóttur geðlæknis í ritinu Heilsufar kvenna. an út í hárri elli. Rannsóknir Hallgríms Magnússonar geðlæknis, sem gerðar voru hér á landi, benda hins vegar til að svo sé ekki heldur að aldraðar konur séu enn mikið líklegri til að verða þunglyndar en karl- ar á sama aldri. * Mótun, þjóðfélagslegir þættir og uppeldi. Að kynjamunurinn teng- ist fyrst og fremst félagslegum þáttum, mótun og uppeldi. Nú nefnirþú mótun, þjóðfélagslega þætti og uppeldi sem eina af kenningunum um ástæður þunglyndis. Hafa þá verri atvinnu-

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.