Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 8

Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 8
Viðtal: Auður Aðalsteinsdóttir Ihugunarefni hvers vegna natkun geðd eyíðarlyfja hefur aukist svona mikið Halldóra Ólafsdóttir geðlæknir á Landspítala íslands hélt fyrirlestur um geðheilsu kvenna á málþingi Kvenréttindafélags íslands um heilsu kvenna í janúar árið 1998. Þennan fyrirlestur er að finna í riti sem nefnist Heilsufar kvenna og vargefið út af heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytinu. í þeirri grein kemur fram að helmingi fleiri konur þjást afþunglyndi en karlar á Vesturlöndum. Vera ræddi við Halldóru um þessa staðreynd og einnig þá staðreynd að neysla íslendinga á geðdeyfðarlyfjum hefur aukist gífurlega undanfarin ár. / Igrein Halldóru Ólafsdóttur, sem nefnist Þunglyndi hjá konum, kemur fram að víðast á Vesturlöndum fá um það bil 10% karla en 20% kvenna veruleg þunglyndiseinkenni einhvern tíma á ævinni. Þar af fær helmingurinn alvarlegt þunglyndiskast. Halldóra segir að faraldsfræðirannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi bendi til þess að kynjahlutfall þunglyndis hér á landi sé svipað. Hún bendir þó á að þótt þunglyndi sé algengara hjá konum sé heildartíðni geðrask- ana nokkuð jöfn milli kynjanna. Aðspurð segir Halldóra að ekki sé vit- að með vissu hvað valdi en nefnir þó þrjár aðalkenningar til að skýra þennan kynjamun: Arfgengur / líffræðilegur munur. Það er smávægilegur líffræðilegur munur á uppbyggingu heilans milli kynjanna, t.d. eru fleiri tengingar milli heilahvela hjá konum en körlum. Einnig er hugsanlegt að mun- ur sé á taugaboðefnakerfum milli kynja. Enn er ekki vitað hvort þetta hefur einhverja þýðingu varðandi þunglyndi kvenna. 'Hormónabúskapur kvenna. Kvenhormónin hafa áhrif á heilann og talið er að sumar tegundir af fæðingarþunglyndi og fyrirtíðaspenna tengist sveiflum á kvenhormónum. Fyrir 11 ára aldur er enginn mun- ur á tíðni þunglyndis milli kynja en þegar við 15 ára aldur eru stúlkur orðnar mun líklegri til að verða þunglyndar en strákar. Kynjamunur- inn á tíðni þunglyndis helst síðan svipaður vel fram yfir tíðahvörf. Sumar erlendar athuganir hafa bent til að kynjamunurinn jafnist síð- („Nú er vitað að konur sem veikjast í fyrsta sinn af þung- A lyndi eru oftast á aldrinum 20-45 ára; á þeim aldri sem þær eru að fæða börnin og ala þau upp auk annarra starfa.” Úr grein Halldóru Ólafsdóttur geðlæknis í ritinu Heilsufar kvenna. an út í hárri elli. Rannsóknir Hallgríms Magnússonar geðlæknis, sem gerðar voru hér á landi, benda hins vegar til að svo sé ekki heldur að aldraðar konur séu enn mikið líklegri til að verða þunglyndar en karl- ar á sama aldri. * Mótun, þjóðfélagslegir þættir og uppeldi. Að kynjamunurinn teng- ist fyrst og fremst félagslegum þáttum, mótun og uppeldi. Nú nefnirþú mótun, þjóðfélagslega þætti og uppeldi sem eina af kenningunum um ástæður þunglyndis. Hafa þá verri atvinnu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.