Vera - 01.04.1999, Qupperneq 20

Vera - 01.04.1999, Qupperneq 20
Hanna Guðrún Stefánsdóttir er 20 ára og spilar með Haukum, Edda Hrönn Kristinsdóttir er 19 ára úr Gróttu-KR og Hafrún Kristjánsdóttir er 19 ára úr Val. Það fyrsta sem blaðakonunni dettur ( hug er hvort ekki sé erfitt að mynda liðsheild úr svona mörgum liðum. Svo er greinilega ekki. „Við erum búnar að æfa saman frá því 1996,“ segir Edda Hrönn, „allavega flestar, svo tínast alltaf nýjar og nýjar inn. Þetta eru líka svo fá lið í stúlknahandboltanum og við þekkjumst allar mjög vel.“ Þær segja að í landsliðinu séu stúlk- ur úr flestum liðum en að uppistaðan sé þó úr Val, KR og FH. Þær eru allar sammmála um að andinn í hópnum sé mjög góður. Landsliðið hitt- ist þó yfirleitt bara fyrir mót og æfir í stuttan tíma. „Við hittumst í páskafríum, jólafríum og svo nátt- úrulega á sumrin,“ segir Hafrún. Að þessu sinni höfðu stúlkurnar aðeins eina og hálfa viku til að undirbúa sig fyrir riðlakeppnina En þessi stutti lími var nýttur vel; farið var í æfingabúðir yfir eina helgi og svo æft tvisvar á dag fram að keppni. Vel þess virði að leggja eitthvað á sig Nú hittist svo á að úrslitakeppnin í íslandsmótinu í handbolta stóð yfir á sama tíma og riðlakeppni HM. Því var gert hlé á úrslitakeppninni meðan á riðlakeppninni stóð. Stelpurnar æfðu tvisvar á dag í þessa einu og hálfu viku, kepptu í riðla- keppninni og halda svo áfram í úrslitakeppninni. „Og svo er það Kína í haust,“ minnir Hanna Guð- rún á. Þær gera þó lítið úr álaginu: „Þetta er_ bara spurning um skipulagningu," segir Hafrún og þær eru allar sammála um að það sé vel þess virði að leggja eitthvað á sig. „Annars væri maður ekki að standa í þessu," segir Hafrún. „Maður fær ótrú- legt kikk út úr þessu. Þú færð útrás og svo geturðu eignast þína bestu vini í þessu.“ „Svo er þetta bara mjög skemmtilegt," skýtur Hanna Guðrún inn í. „Og ef maður kemst í eitthvað landslið þá getur maður ferðast rnikið," bætir Hafrún við. Það þarf varla að nefna það að stelpurnar stefna allar á að komast í A-landsliðið í fram- tíðinni. En fyrst er það Kína. Og þar er mark- ið sett hátt. „í Kína?“ segir Hafrún hugsi. „Það verður náttúrulega erfitt en við stefnum á topp- inn, ekkert minna.“ Þurfum að sanna okkur Stelpurnar eru nokkuð jákvæðar þegar þær eru spurðar hvort þær telji sig fá sömu aðstöðu og strákar við æfingarnar. „Það er allavega allt á uppleið," segir Edda Hrönn. Og þær segja að yf- irleitt sé reynt að gæta fyllsta jöfnuðar í félögun- um. Æfingatími er til dæmis sá sami en stund- um fá strákarnir meira af skóm og búningum. Hér er það fjárstuðningur við liðin sem skiptir máli og þar spilar athyglin sem karlaíþróttir fá stórt hlutverk. „Karlaíþróttir fá meiri athygli," segir Hafrún. „Þeir eru náttúrulega búnir að sanna sig,“ út- skýrir Edda Hrönn. „Kvennalandsliðið c: '=3 c c 3 JC 3 Æ co 'S 'O co c: T3 (0 c: c cg 0} 3: U5 hefur staðið sig illa og fær þá náttúrulega á- kveðinn stimpil á sig.“ „Og þá er ekkert skrítið að fyrirtækin vilji ekki láta pening í það,“ bætir Hafrún við. „Við þurfum bara að sanna okkur,“ segir Hanna Guðrún. Hafrún tekur undir það: „Já, það þýðir ekkert endalaust að væla yfir því að það vilji enginn hjálpa okkur, við verðum líka að leggja eitthvað á okkur sjálfar." Þær eru þó á því að kvennahandboltinn sé miklu skemmtilegri núna en áður - og verði alltaf betri og betri með hverju árinu. Stelpurnar eru sammála um að leikirnir séu fremur vel sóttir, bæði af körlum og konum, og að ákveðinn kjarni komi alltaf. Úrslitaleikirnir séu þó best sóttir. Þær segja engan vafa á því að það skipti miklu máli að fá áhorfendur og stuðning á leikjum. Þær telja einnig að umfjöll- unin um kvennahandbolta hafi breyst til batnað- ar og að þær fái athygli til jafns við strákana. Öll umfjöllun fjölmiðla skipti miklu máli til að aug- lýsa iþróttina. Atvinnumennska er draumurinn Aðspurðar segjast þær telja að stelpur hætti fyrr í íþróttum en strákar. Sumar detti út þegar þær verði ófrískar en þó séu þær farnar að koma inn aftur eftir barneignir. Þær telja líka mögulegt að Edda Hafrún Kristjánsdóttir, Val. Hrönn Kristinsdóttir, Gróttu-KR. stelpur hafi aðra forgangsröð en strákar. En miklu máli skiptir líka að karlmenn virðast hafa meiri möguleika á að komast utan í atvinnu- mennsku. „Kannski vegna þess að þeir eru miklu fleiri," segir Hanna Guðrún. Þegar þær eru spurðar hvort þær stefni sjálfar ekki í atvinnumennsku er svarið: „Jú, auðvitað." Þær telja þó að það sé erfitt fyrir stelpur frá ís- landi að komast að úti í heimi. „í Danmörku og Noregi er kvennahandboltinn til dæmis orðinn sterkari en hjá körlunum og þær fá miklu betri aðsókn á leiki,“ segir Edda Hrönn. „En hér á ís- landi er karlahandboltinn á miklu hærra stigi en kvennahandboltinn. Það er því auðveldara fyrir þá að koma sér að,“ segir Hafrún. Þær eru þó sannfærðar um að þetta sé að lagast - og ætla sér að gera sitt til að breyta þessu. 20

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.