Vera - 01.04.1999, Síða 28
Dagbók femínista
eftir Úlfhildi Dagsdóttur
Kynjafræði / kvennafræði
„Kynin?,” segir konan, „ég
hélt að kynjafræði væri
eitthvað um vúdú og alien
og skrýmsli og svona. En
auðvitað er þetta kynin,
ég sé það núna.” (svífandi
Ijósapera hér). Hún er
ekki sú fyrsta, en orðið
kynjafræði vekur bæði
undrun og furðu og svo
iðulega gleði. Kynjafræði
er eitt af þessum orðum
sem gera íslenskuna að
svo skemmtilegu máli, en
kyn vísar bæði til kynj-
anna og einhvers undar-
legs, kynlegs. Eftir því
sem umræða um kynin
jókst hefur þessum tveim-
ur merkingum æ oftar
slegið saman, annarsveg-
ar í almennu tungutaki,
þar sem orðin sem vísuðu
til hins kynlega fengu á
sig merkingarauka kyns-
ins (kynjað, kynlegur,
kynja- hitt og þetta) og
hinsvegar í fræðilegri um-
ræðu þar sem markvisst
er verið að velta fyrir sér
merkingu orðsins kyns;
hvað er kyn, hvernig
ákvarðað og til hvers vísar
það?
Hefðbundin skipting í félagslegt kyn og líf-
fræðilegt kyn hefur verið gagnrýnd harka-
lega og leyst upp, þar sem ekki þykir leng-
ur einsýnt að hægt sé að aðskilja félags-
legt hlutverk frá líffræðilega ákvörðuðu
kyni, né að það sé endilega til neitt yfirhöf-
uð sem heitir líffræðilegt kyn. Aukin um-
ræða um stöðu homma og lesbía, tvíkyn-
hneigðra, tvíkynjaðra og kynskiptinga hef-
ur haft róttæk áhrif á skilning okkar á kyni
og kynhlutverki og er nú svo komið að orð
eins og kyn virkar afmarkandi og takmark-
andi og orð eins og kynjaverur og kynstur
koma frekar upp í hugann sem samfélags-
legur veruleiki kynja og kynhlutverka.
Að þessu leyti séð er orðið kynjafræði
háalvarlegt fræðiheiti sem vísar til mikilla
umróta innan fræðanna og sýnir hvað við
íssslendingár erum rosalega hip. Hinsveg-
ar ber orðið í sér ákveðinn húmor, jafnvel
sjálfsíróníu, en femínistar hafa löngum
verið gagnrýndir (ómaklega) fyrir skort á
öllu slíku. Mér finnst það því virkilega
ánægjulegt að upplifa furðu og gleði við-
mælenda minna þegar ég segist kenna f
kynjafræðum og fylgjast með á andlitum
þeirra þegar tengingarnar milli kyns og
kynleika smella saman.
Það er vissulega nokkuð stór pólitísk á-
kvörðun að breyta vel kunnu hugtaki eins
og kvennafræði í tiltölulega ókunnugt hug-
tak eins og kynjafræði. Að einhverju leyti
má sjá þessa tilfærslu sem ákveðna til-
raun til framandgerfingar og til þess að ná
utanum þær breytingar á femínismanum
„kynjafræðunum” sem orðið hafa á und-
anförnum áratugum. Þessar breytingar
fela í sér almennari umræðu um kynin, þar
sem áherslan er færð frá konunni yfir á
bæði (öll) kynin. Sumir femínistar hafa vilj-
að fara varlega í slíkar tilfærslur og hafa á-
hyggjur af því að nú sé aftur verið að halla
f\ukin umrœða um siöðu
fiomma og lesbía, tvíkyn-
fineigðra, tvíkynjaðra og kyn-
skiptinga fiefur fiaft róttœk
dfirif á skilning okkar á kyni
og kynfilutverki og er nú svo
komið að orð eins og kyn virk-
ar afmarkandi og takmark-
andi...
undir kalla og konurnar eigi enn á hættu
að verða útundan. Þessar áhyggjur fylgja
eftir aukinni tísku meðal karlfræðimanna
að taka sér kvenlega stöðu til þess að
undirstrika hvernig fræði þeirra eru í and-
stöðu við hefðina. Frægastur þessara er
líklega franski heimspekingurinn Jacques
Derrida, sem sótti landið heim um árið og
flutti þennan fína óskiljanlega fyrirlestur.
Sá hefur verið ásakaður fyrir að taka sér
kveniega stöðu án þess að hafa unnið fyr-
ir henni, ef svo má segja, og án þess að
taka mikið tillit til raunverulegra kvenna né
fjalla beint um stöðu þeirra. Aðrir fræði-
menn eru sálgreinandinn Jacques (allir
Frakkar heita Jacques (nema Fúkó))
Lacan, sem einnig hefur lagt áherslu á hið
kvenlega í úrvinnslu sinni á Freud, og að
lokum má nefna þriðja Frakkann, Michel
Foucault, sem þrátt fyrir að fjalla ekki um
konur né taka sér opinskátt kvenlega
stöðu, lét til sín taka i málefni sem konum
hefur löngum verið hugleikið, en það er
sþurningin um pólitískt hlutverk líkama og
kynleika. Sá hinn sami (og reyndar allir
þrír) hefur verið miðlægur í því að benda á
hvernig hugmyndir okkar um kyn og kyn-
ferði eru félagslega skilyrtar og eiga þeir
því sinn skerf í kynjafræðunum.
Hvað sem öllum Frökkum og köllum líð-
ur þá er Ijóst að viðhorf okkar til kynsins
eru að taka óafturkræfum breytingum, og
þar sem það er einmitt kvennafræðin sem
hefur markvisst stuðlað að þeim breyting-
um þá er það ekki svo kynlegt að hún skuli
vilja breyta um ham og gerast kynja fræði.
/
28