Vera - 01.04.1999, Page 37

Vera - 01.04.1999, Page 37
stöðinni Punktinum, byggir að hluta á göml- um íslenskum hefðum, að hluta á framandi hefðum og að hluta á sköpunargleði einstak- lingsins. Það er allt í senn sjálfstyrkjandi, hagnýtt og skapandi. * í gegnum myndlistina næst að tjá bæði það sem augað sér og tilfinningarnar nema. Tölvurnar brjóta múra einangrunar, van- þekkingar og óöryggis. * Skapandi skrif opna skáldinu leið, eru sjálf- styrkjandi og skemmtileg, en líka leið til hag- nýtrar tjáningar., Spunadansinn losar jafnt um vöðvahnúta sem feimnishnúta. Hann er skapandi og styrkir. Býr líkama og sál undir átök lífsins. Draumavinna gefur konunum innsýn í al- heimstáknmál, jafnt sem sitt eigið afar per- sónulega innra skilaboðakerfi tilfinninga, lík- ama og hugar. Leikræn sjálfstyrking vinnur með einstak- linginn og hópinn I senn og opnar dyr áður rammlokaðra herbergja. Námsþátturinn heimspeki, saga og trú opnar leiðir inn I eigin hugarheim og að eigin rótum, en einnig til þeirra sem byggja aðra staði, aðra tima, aðra menningu. í umræðunum um heilsu kvenna skapast skilningur fyrir mikilvægi sjálfsvirðingar, auk virðingar fyrir öðrum og fyrir umhverfinu. * I gegnum námsþáttinn Peningarnir og lífið hefur mörg konan í fyrsta sinn fengið góða yfirsýn yfir fjárhagsleg réttindi sín og skyldur í kerfinu, auk þess sem krónur sparast. Lífsvefurinn, sjálfstyrkingarnámskeið fyrir konur, býður upp á leiðir til að svara spurn- ingunni: Hver er ég? sem er nátengd spurn- ingum á borð við Hvaðan kem ég? Hvert stefni ég? og Hvað vil ég? í Menntasmiðju kvenna lærist lífsleikni og hún smitar út frá sér á áhrifaríkan hátt, því þessar konur eiga maka, börn, systur, bræð- ur, mæður, feður, vini. Og þar sem þetta nám snýst um lífið sjálft og er mótað að og af þeirra skapi, þá er auðvelt að miðla því. Ár- angur er hægt að mæla með ýmsu móti, þótt sumt sé ómælanlegt. Af tuttugu nemendum á haustönn 1998 eru nú fimm í framhalds- námi í öðrum skólum, átta hafa síðustu vikur stundað kvöldnám í ensku í Menntasmiðj- unni, tvær eru erlendis að huga að fram- haldsnámi. Engin er nú á atvinnuleysisskrá, margar búnar að finna störf sem þær eru afar ánægðar með, aðrar eru að leita fyrir sér í tímabundinni vinnu. Eftir fimm ára starfsemi hefur Mennta- smiðja kvenna náð að sá fræjum sem nú bera ávöxt. Ekki einungis í þeim 200 konum sem hafa útskrifast úr skólanum, heldur eru nýir Menntasmiðjusprotar nú að spretta fram, bæði víða um land og utanlands. Kon- ur á Norðurlandi vestra hafa þegar hafið til- raunastarfsemi á svipuðum grunni og byggja á sömu hugmyndafræði; á Akranesi er búið að vinna mikið undirbúningsstarf; og konur á Húsavík, Egilsstöðum, ísafirði og víðar eru fullaráhuga. Konur í Litháen, Eistlandi, Lett- landi og Rússlandi fréttu af Menntasmiðju kvenna á Akureyri sem dæmi um skóla sem gefur konum færi á að stunda skapandi nám að þeirra skapi og nú vilja þær samvinnu. Fengist hefur norrænn styrkur til að halda námskeið, svokallaða þjálfun þjálfaranna, fyrir konur frá þessum löndum og græn- lenskum, færeyskum og samískum konum hefur verið boðið að taka þátt í því verkefni. Þar munu þær fá í sínar hendur mennta- smiðjuleir til að móta að sínum þörfum og sínu skapi. í haust eru svo fyrirhuguð fram- haldsnámskeið í sumum þessara landa, þ.á.m. íslandi. Að virkja eigið atgervi nemenda Menntasmiðja kvenna er alþýðuskóli. Þar eru ekki gerðar kröfur til formlegs heima- náms og þar eru ekki tekin próf. Konur með nokkurra mánaða barnaskólanám að baki sitja þar við hlið kvenna með háskólapróf. Á árinu 1995-96 stundaði ég háskólanám I heildrænum fræðum I Bandaríkjunum. Það kom mér skemmtilega á óvart að í öllum meginatriðum var námsinnihaldið það sama og í Menntasmiðju kvenna, einungis mun ít- arlegra og þar voru gerðar miklar kröfur til heimanáms og verkefna. Þar sátu konur og karlar hlið við hlið og námið var sniðið að þörfum beggja kynja. í framhaldi af því stundaði ég nám í trúarheimspeki kvenna við sama skóla og þar mótuðum við nám- ið til hins ítrasta að okkar skapi. Það er hægt. Það er mikilvægt - ekki síst fyrir okkur konur sem höfum svo lítið mótað mennta- kerfið að okkar skapi en höfum hreint ótrúlega aðlögunarhæfni - að hafa í huga eftirfarandi hvatningarorð úr Gullnu töfl- unum, niðurstöðum Þankatanksins: „Nám felst ekki eingöngu í að afla sér þeirrar hæfni sem krafist er I þjóðfélagi í örri þróun. Að búa okkur undir aðlögun og gera okkur hæf til að takast á við breyt- ingar. Það felst fyrst og fremst I að taka þátt I breytingunum, þroska eigið atgervi og búa sig undir að hafa áhrif á breyting- arnar og ráða hvaða stefnu þróunin tekur. Öll kennsla og allt nám þarf að vera þess eðlis að það efli frumkvæði einstaklings- ins, sjálfstyrk og trú á eigið gildi. Grund- vallarkrafa er að námið virki eigið atgervi nemendanna og styrki félagslegt tengsla- net þeirra. Á þeirri kröfu verður skipulag samfélagsins að byggja, starfsemi fyrir- tækjanna og menntastofnanirnar og að- ferðafræði þeirra.” (Gullnar töflur í grasi, 1995, bls. 15). Helmingur þeirrar ábyrgðar hvílir I kjölt- um okkar kvenna. Leitarðu svara? Vantar þig upplýsingar um þjónustu, rekstur eða stjórnkerfi Reykjavíkurborgar? Ef svo er, vinsamlega hringdu í upplýsingaþjónustu Ráðhússins í síma 563 2005 eða flettu uppá heimasíðu Reykjavíkurborgar *á Internetinu: http://www.reykjavik.is Reykj avflairborg UpplýsingafuRtríá *Á heimasiðunni má einnig finna netföng borgarstarfsmanna. 37

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.