Vera


Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 12

Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 12
Viðtal: Rggnhildur Helgadótt ■fu,. Anna Guðlaugsdóttir, Hrafnhildur Georgsdótt- ir og Helga Baldvinsdóttir eiga það sameig- inlegt að vera nýgengnar í Bríeturnar. Þær ókvóðu eftir að hafa lesið Píkutorfuna að ekki þýddi lengur að sitja heima og lesa heldur safna liði og berjast. Blaðamann Veru vakti forvitni ó að vita hvaða augum þessar tvítugu framhaldsskóla- stúkur líta lífið. Við mæltum okkur mót ó skirfstofu Bríeta og spjölluðum um mikilvæg samfélagsmól eins og Píkutorfuna, kynfræðslu og stór brjóst svo eitthvað sé nefnt. Lestur bókarinnar hafði greinilega mikil áhrif á ykkur. Hvað er það við bókina sem hafði þessi áhrif? Helga: Bókin er frábær enda elst maður upp við margt af því sem nefnt er í henni. Mér fannst ég alveg eins geta átt sumar frásagnirnar. Eitt af mörgum atvikum rifjaðist upp fyrir mér en það gerðist þegar ég var sex ára. Strákur í bekknum mínum hljóp á eftir mér og sparkar svo í rassinn á mér. Þegar ég kvartaði við kennarann sagði hanrn „Iss, hann er bara skotinn í þér." Það virtist gefa honum leyfi til að beita mig líkamlegu ofbeldi. Þegar ég las Píkutorfuna áttaði ég mig betur á hvað hefur verið að angra mig. Hrafnhildur: Bókin er mjög holl lesning. Maður vaknar til meðvitundar um ýmislegt sem er í gangi í kringum mann. Anna: Ég sá kannski ekki sjálfa mig í þessum sögum en oft þegar ég var að lesa bókina hugsaði ég: „Já, það er þetta sem pirrar mig, þessu vil ég útrýma. Ég fór að velta ýmsu fyrir mér sem ég hafði látið pirra mig en vissi ekki af hverju. Druslumál er t.d. eitt af þvf sem er mér hugleikið. Hver gefur öðrum leyfi eða vald til að úthúða stelpum og kalla þær druslur fyrir að sofa hjá nokkrum strákum? Það kemur fólki ekkert við. Það er líka svo margt fáránlegt í því hvernig komið er fram við stelpur í grunnskólum. Mér finnst erfitt að festa fingur á eitthvað eitt heldur eru öll þessi litlu atvik sem sagt er frá í bókinni mjög lýsandi fyr- ir framferði gagnvart stelpum. Haldið þið að margir jafnaldrar ykkar hafi lesið Píku- torfuna? Hrafnhildur: Ég vinn á bókasafni og bókin er alltaf í láni en ég hef tekið eftir því að það eru ekki jafnaldrar okkar sem taka hana heldur konur í kringum þrítugt - reyndar hafa karlar líka fengið hana að láni. Anna: Mér finnst Píkutorfan vera hálfgerð Biblía fyrir kon- ur. Ég reif jólapappírinn utan af bókinn með áfergju og gat ekki hætt að lesa fyrr en ég var búin með hana. Helga: Ég hélt að ég ætti eftir að geta talað við allar stelpur um þessa bók. Eftir að ég hafði lesið hana sagði ég öllum vinkonum mínum frá henni og margar þeirra lásu hana líka. En ég hef líka heyrt frá mörgum stelpum sem hafa ekki fengið sig út í að lesa bókina því þeim finnst forsfðan svo ógeðsleg og fráhrindandi. Anna: Það er eitthvað að, ég meina, hvernig hafa þær sig út í að fara í bað? Þær hljóta að vera með ógeð á sfnum eigin líkama. Ég hef reyndar einnig heyrt stráka tala um hvað þeim finnist forsíðan viðbjóðsleg. Hafa strákar aldrei séð venjulegar konur? Ég held að fólk sé í einhverri afneitun. Helga: Við erum vön að sjá myndir af brúnum, grönnum og hárlausum konum. Myndin á forsfðunni sýnir ekki þessa dæmigerðu mynd en ég sé hins vegar ekkert at- hugavert við forsíðuna. Þetta er mynd af fremur venjulegri stelpu sem er hvít og með hár á líkamanum. Anna, Hrafnhildur og Helga 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.