Vera


Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 45

Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 45
HVAÐ LÆKKAR , ELLIN LAUNIN ÞIN JMIKIÐ? Ríki og vinnuveitandi greiða inn á þinn relkning Launamenn geta í dag lagt fyrir 4% af launum sín- um til viðbótar við skyldulífeyrissparnað sinn án þess að skattur sé lagður á þann sparnað. Þessar heimildir voru auknar úr 2% síðastliðið vor. Launagreiðanda er á móti skylt að leggja fram 10% af framlagi launamanns, allt að 0.04% af launum. Þetta framlag vinnuveitanda er svo frá- dráttarbært frá tryggingargjaldi atvinnurekanda, þannig að í raun má segja að ríkið leggi þá fjár- hæð til sem ákveðna viðbótarhvatningu fyrir fólk til að hefja viðbótarlífeyrissparnað. Auk þess hafa flest stéttar- og starfsgreinafélög á almennum vinnumarkaði samið fyrir félagsmenn sína um að launagreiðendur greiði mótframlag sem nemur 1% af launum launþega frá 1. maí 2000 en hlutfallið hækkar í 2% af launum frá 1. janúar árið 2002. Þetta framlag vinnuveitanda er þó mis- munandi eftir kjarasamningum og má nefna að bankamenn fá greitt viðbótarframlag frá vinnuveit- enda sem nemur 7% af launum. En ef við miðum við það prósentuhlutfall sem flestir sömdu um og ákvörðun um 4% viðbótariífeyrissparnað liggur fyr- ir er mótframlag vinnuveitanda 2.4% og myndar þá launamaður sem samsvarar 6.4% af launum sínum í séreignarsjóð mánaðarlega. Ef miðað er við 200 þúsund króna mánaðarlaun lítur dæmið svona út: Heildarlaun 4% í séreignasjóð fró launþega launagreiðandi leggur ó móti „framlag" rikisins Viðbótarsparnaðurinn samt. 200.000 8.000 4.000 800 12.800 Þó að þessi launþegi borgi sjálfur 8.000 krónur á mánuði í viðbótarsparnað má segja að upphæð- in sé nokkru lægri þar sem upphæðin er frádrátt- arbær frá skatti. Raunkostnaðurinn að teknu tilliti til skattfrestunarinnar er því 4.899 krónur. Ef þessi leið er farin leggja rfkið og launagreiðandinn 57.600 krónur á ári til sparnaðarins og þessi leið lækkar einnig staðgreiðslu skatta í heild um ríf- lega 37.000 krónur á ári. Skattaívilnanir Skattaleg meðferð þessa sparnaðar er einkar hagstæð. Ekki er greiddur eignaskattur af inn- eign í séreignarsjóði og ekki er greiddur fjár- magnstekjuskattur af vöxtum eins og í hefð- bundnum sparnaðarformum þar sem 10% fjár- magnstekjuskattur er innheimtur af vöxtum. Þá eru iðgjöldin vegna viðbótarlífeyrissparnaðar frádráttarbær frá skatti eins og áður er sagt. Skattafrestun þessa viðbótarlífeyrissparnaðar nær fram að þeim tíma sem greiðslur úr sjóð- um hefjast og eru þær þá háðar þvf skattaum- hverfi sem ríkir á hverjum tíma. í dag nemur tekjuskatturinn rúmum 38% en á móti þeim skattgreiðslum má leggja persónuafsláttinn. Sparnaðurinn erfist fallir þú frá Sá lágmarkslífeyrissparnaður sem launþegar eru skyldaðir til að greiða rennur í sameignar- sjóði. Þegar ellilífeyrisaldri er náð er ellilífeyrir- inn greiddur til dauðadags óháð því hve háum aldri er náð eða hvort innistæða sjóðsfélaga hrekkurtil. Deyi sjóðsfélagi frá ónýttum rétt- indum sínum ganga þau ekki til erfingja hans heldur annarra sjóðsfélaga. Viðbótarlífeyrissparnaður er hins vegar þín séreign. iðgjöldin eru ávöxtuð í sameiginlegum potti en iðgjöld hvers og eins færast á sérreikn- ing og ávöxtun sjóðsins er skipt niður eftir hlutfallslegri inneign hvers og eins. Verðir þú að hætta störfum vegna heilsubilunar áttu rétt á að fá inneignina greidda úr sjóðnum með jöfnum greiðslum og ef þú fellur frá gengur inneignin til erfingja þinna. Hefur þú ráð á þvf að sleppa viðbótarlífeyr- issparnaði? Ef þín niðurstaða er sú að þú getir ekki framfleytt þér og þínum á þeim ellilífeyri sem þú átt í vændum er best að hefja viðbótar- lífeyrissparnað sem fyrst. Gildir þá einu hvort þú ert að hefja störf á vinnumarkaði eða átt að baki fjölda ára. Ávöxtunarmöguleikar séreignar- sjóðanna eru margvíslegir en hægt er að fá ráð- gjöf hjá þeim um hvað hverjum hentar best. • m ixM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.