Vera


Vera - 01.02.2001, Side 42

Vera - 01.02.2001, Side 42
Ákvæði um launaleynd í ráðningar- samningnum Fjölskylduhagir: Gift, þriggja barna móöir og amma tveggja barna. Vinnutími: Átta stunda dagvinna, sveigjanlegur vinnutími, engin yfirvinna. Ertu ánægð með launin? Nei, ekkert sérstaklega. Meðan ég veit að karlar með sömu menntun (ára- fjöldi í æðri skólum) hafa hærri laun, sama hvort um er að ræða 10% eða 60%, þá er ég ekki ánægð. Hvað finnst þér að þú ættir að fá í laun? Miðað við það hvað kostar að reka börn og heimili þá finnst mér sanngjarnt að nefna 300.000 -350.000 krónur. Hvar sérðu þig fyrir þér í framtíðinni á vinnumark- aði? Ekki gott að segja. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Bóndi Starfsábyrgð og skyldur: Ég vinn í hópi sem leitar að geninu / genunum sem valda sjúkdómnum psori- asis. Rannsóknirnar eru margbreytilegar, allt frá því að margfalda DNA mannsins upp í tölvuvinnslu á niðurstöðum. Hvað finnst þér skemmtilegast við starfið? Ég kem úr psoriasis fjölskyldu og finnst mjög spennandi að geta fylgst svo vel með rannsóknum á þeim sjúkdómi, bæði hér heima og erlendis. Nafn: Arna A. Antonsdóttir Aldur: 45 ára Menntun: Meinatæknapróf frá Tækniskóla íslands, viðbótarnámskeið í H.í og ýmis endurmenntunarnám- skeið. Starf: Meinatæknir Vinnustaður: íslensk erfðagreining Starfsaldur: Útskrifaðist sem meinatæknir 1980. Vann áður á rannsóknastofu Landspítalans í blóð- meina- og meinefnafræði. Laun: Ákvæði um launaleynd í ráðningarsamningnum. Hvað finnst þér leiðinlegast? Ekkert leiðinlegt eins og er. Réttindi og fríðindi sem fylgja starfinu: Þeir hafa staðið sig nokkuð vel hjá fyrirtækinu í sambandi við réttindi og eru í sumu feti framar en önnur fyrirtæki á frjálsum markaði. Tek sem dæmi að konur ávinna sér orlofsdaga í barnsburðarleyfi. Nú er verið að leggja drög að einhverju afdrepi úti í sveit í takt við sumar- bústaði félagasamtaka. Þetta er ungt fyrirtæki, byrjun- in lofar góðu. Staðreyndir um launumisrétti kynj- anna úr launakönnun VR 2000 Þegar niðurstöður úr launakönnun VR órið 2000 bírtust nýlega vakti mikla athygli að húralitur fólks og hæð geti haft óhrif ó laun. Sú stað- reynd að enn hefur ekki tekist að jafna launa- mun kynjanna vakti minni athygli og vill Vera hér benda ó mikilvægar staðreyndir í því sam- bandi. Vonandi verður bilið minna í næstu launakönnun VR en til þess verða konur að vera ókveðnari í launakröfum sínum. Karlar eru með 26% hærri heildarlaun en konur. Heildarlaun þeirra eru 255.000 kr. ó meðan heildarlaun kvenna eru 203.000 kr. að meðaltali. Þar munar 52.000 krónum ó mónuði. Vinnutími kynjanna er svipaður en þó vinna karlar meiri yfirvinnu en konur. Að meðaltali vinna konur 42 klukkustundir ó viku en karlar 46,5 klukkustundir. Þegar tekið hefur verið tillit til starfstéttar, vinnutíma, starfsaldurs, aldurs og menntunar minnkar kynfaundinn launamunur meðal fólks í fullu starfi en er þó enn 18%, og hefur ekkert breyst ó því 19 mónaða tímabili sem liðið hefur fró síðustu könnun. Greining ó dagvinnulaunum gaf sömu niðurstöðu. Karlar hafa hærri heildarlaun en konur ó öllum menntastigum. Karlar hafa hærri heildar- laun en konur í öllum starfstéttum. Þennan mun er ekki unnt að skýra með neinu öðru en kyn- ferði. Karlar hafa 18% hærri laun fyrir það eitt að vera karlar. 42

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.