Vera


Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 33

Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 33
Silíkon „Margar eru veikar en hafa ekki fengið staðfest hjá lækni hvað amar að, aðrar hafa fengið þá greiningu að veikindin geti tengst lekandi sílikoni sem á læknamáli er nefnt að sílikon tárist." var með henni í fjóra daga. Mér leist mjög vel á hana og hún hefur nú tekið mál okkar að sér." Sigrún er hér að tala um konur sem hafa verið greindar með sjúkdóma sem taldir eru geta stafað af silíkoni í brjóstum og segir að þær geti átt von á fleiri milljónum í skaðabætur. En til þess þarf læknir sem er viðurkenndur af bandarískum dómstóium að stað- festa sjúkdómsgreininguna og jafnvel að hafa gert einhverjar rannsóknir, annað er ómarktækt að áliti dómstóla sem fjalla um Dow Corning málið. Hin Norðurlöndin hafa þegar skipað lækna hjá sér til að sinna þessum málum og landlæknir hefur lofað kon- unum að það verði líka gert hér á landi. Veikt ónæmiskerfi og bilað stoðkerfi „Margar eru veikar en hafa ekki fengið staðfest hjá lækni hvað amar að, aðrar hafa fengið þá greiningu að veikindin geti tengst lekandi silíkoni sem á lækna- máli er nefnt að silíkon tárist. Sjúkdómseinkennin eiga m.a. rætur í veiku ónæmiskerfi og biluðu stoð- kerfi. Konur hafa greinst með Sjögren sjúkdóminn, sem lýsir sér m.a. í þurrki í augum og munni, og scel- eroderma, en það er sjúkdómur sem leggst á líffærin, auk fjölda annarra sjúkdóma sem geta tengst lekandi silíkoni. Fyrir utan mig hafa tvær verið dæmdar ör- yrkjar af þessum sökum og við þrjár erum kjarninn í Von, hittumst reglulega og reynum að þoka málum á- fram þrátt fyrir sáran peningaskort. Við höfum einu sinni fengið fjárstyrk frá heilbrigðisráðuneytinu og erum nú með umsókn um styrk hjá Reykjavíkurborg, Krabbameinsfélagi íslands og Paul Newman sjóðnum en höfum ekki fengið svör. Við lifum í voninni um að fá styrk svo við getum haldið áfram að vinna, því við finnum mikla þörf hjá fólki. Það hefur nokkrum sinn- um komið fyrir að ég hef ekki getað borgað netáskrift- ina og þá er henni lokað. Einu sinni hafði tengingin legið niðri í mánuð og þá biðu mín 1500 bréf þegar opnað var aftur. Ég vil þó taka fram að Síminn hefur fellt niður skuld og Gunnar Dungal í Pennanum styrkti okkur með pappír og bleki í prentarann. Það var mikilvægur stuðningur. Hins vegar er tölvan orðin svo gömul að harði diskurinn nær ekki að geyma allar þær upplýsingar sem okkur berast. Það er auðvitað draumurinn að eignast stærri og hraðvirkari tölvu." Sigrún segir málið vera svo viðkæmt fyrir margar konur að þær komi ekki á fundi og þó hún hafi talað margsinnis við konur myndi hún ekki þekkja þær á götu. „Við fáum mikið af fyrirspurnum í tölvupósti en getum stundum ekki svarað, því við vitum ekki hvað- an bréfin koma. Ég vil þvf brýna fyrir konum að láta netföngin fylgja. Hins vegar fáum við alls kyns spurn- ingar sem aðeins lýtalæknar geta svarað. Þeir þurfa að fara að vinna heimavinnuna sína og veita almenni- legar uppiýsingar. Landlæknisembættið þarf líka að taka sig á og sinna þessum málum betur. Við höfum oft fundað með landlækni og hann veit vel hver staða mála er. Við sendum kvennanefnd Evrópuþingsins í Brussel bréf, eftir beiðni læknis sem þar starfar, þar sem við lýstum stöðu mála hér á landi. Málið hefur mikið verið rætt á þeim vettvangi og í mars verða væntanlega settar reglur um aldurstakmark o.fl. Kannski taka íslendingar við sér þegar reglurnar koma að utan," segir Sigrún að lokum. O „Þegar fótunum er kippt undan fólki af þessum sökum er mikið aukaó- lag að fó það ó tilfinn- inguna að vera smónar- blettur ó þjóðfélaginu en þannig er framkoma margra í garð öryrkja bara orðin í dag, því miður."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.