Vera


Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 28

Vera - 01.02.2001, Blaðsíða 28
 Þögla hættan Silíkon Diana Zukerman, Ph.D., framkvæmdastjóri National Center for Policy Research for Women and Families í Washington sendi eftirfarandi fréttatilkynningu í maí 2000. Tilkynningin barst m.a. landlæknisembættinu d íslandi. Hjó 80% kvenna höfðu brjóstapúðar sprungið eftir tíu ór ý könnun FDA (Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna) leiðir í Ijós hrollvekjandi nið- urstöðu um brjóstastækkanir með silíkonhlaupi. Tíu órum eftir aðgerð kemur í Ijós að silíkon brjóstapúð- ar hafa sprungið hjó 80% kvenna, ón þess að þær viti af því. CPR (The National Center for Policy Recearch for Women and Families), ásamt National Women's Health Network, hefur farið fram á það við FDA að það stöðvi nú þegar sölu á silíkoni til brjósta- ígræðslu. Stofnanirnar brugðust skjótt við þeirri frétt að í rannsókn sem gerð var af vísindamönnum FDA kom f Ijós að hjá rúmlega tveimur af hverjum þremur konum sem fengið höfðu silfkonígræðslu höfðu brjóstapúðarnir sprungið og silíkonið borist til ann- arra líkamshluta. Fréttin olli mikilli skelfingu meðal kvenna sem fengið höfðu silíkon í brjóst þar sem lýtalæknar höfðu fullvissað margar þeirra um að slíkar ígræðslur væru hættulausar og sjaldgæft að brjóstapúðarnir tækju að leka. Rannsóknin er afar mikilvæg vegna þess að í henni kemur í fyrsta sinn fram þessi „þögla hætta", þ.e. silíkonleki hjá konum sem ekki hafa fundið fyrir neinum einkennum og því ekki farið fram á að láta fjarlægja púðana. Við rannsóknina var notuð segul- mæling á konum sem höfðu verið með silíkon- ígræðslur í brjóstum í að minnsta kosti sex ár. Einn þriðji þeirra kvenna sem upphaflega var haft sam- band við hafði þegar látið fjarlægja brjóstapúða vegna leka, sársauka eða annarra óþæginda og voru þær ekki með í rannsókninni. „Það merkir að heildarfjöldinn er enn meiri en fram kemur í rannsókninni," segir dr. Patricia Lieberman hjá CPR. Niðurstöðurnar, sem kynntar voru á heimsþingi lífefnafræðinga, afhjúpa staðreynd- ir sem eru einstaklega uggvænlegar þeim er fengið hafa silíkonígræðslur. # Hjá 79% þeirra er fengið hafa fleiri en eina ígræðslu hefur að minnsta kosti ein þeirra sprungið innan 11 til 15 ára og hjá 48% hafði að minnsta kosti ein sprungið innan 6 tillO ára. # Hjá rúmlega einni af hverjum fimm konum hafði silíkonhlaupið borist út fyrir örvefinn umhverfis ígræðsluna og gæti þar af leiðandi borist til mikilvægra líffæra. Nær ómögulegt er oð fjarlægja silíkon sem er laust í líkamanum með skurðaðgerð og sé það reynt getur það endað með aðgerð sem líkja má við að fjarlægja þurfi brjóstið. # ígræðslur sem gerðor voru á 7. áratug síðustu aldar og í byrjum þess 8. virtust endast lengur, enda voru brjóstapúðarnirnir þá mun þykkari. Samt sem áður kom í Ijós að hjá tveimur þriðju þeirra kvenna er gengið höfðu með fleiri en eina slíka ígræðslu í 26 ár eða lengur, var að finna leka í að minnsta kosti einni þeirra. # Margar kvennanna höfðu enga hugmynd um að þær gengju með lekan silíkonbelg í brjóstunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.