Vera - 01.08.2001, Side 15

Vera - 01.08.2001, Side 15
Feng shui fataráðgjafinn Siiri Lomb er klæðskeri og fatahönnuður frá Þýskalandi. Hún hefur þróað eigið kerfi sem tekur mið af hugmyndum og lög- málum Feng shui. Siiri tekur að sér ráðgjöf, sem felst í því að heimsækja viðskiptavininn og meta innihald fataskápanna. Viðkomandi mátar fötin og fær ábending- ar um hvaða snið og litir henti eða hvað best sé að gefa alveg upp á bátinn. Betra er að eiga fá föt úr ekta efn- um heldur en mikið af lélegum fatnaði. Siiri leggur aherslu á að þetta sé persónuleg þjónusta og að hún heiti þagmælsku, enda er fatasmekkur og útlit oft við- kvæmt mál. Hún tekur einnig að sér að fara með við- skiptavinum í verslunarleiðangra ef þannig vill til að fatnað vanti. Siiri leggur áherslu á heildarútlitið, og þess vegna eru skartgripir og aðrir fylgihlutir einnig keyptir. Hún segir að mikilvægt sé að eiga myndir af sér í nýju fatasamsetningunum. Þá er þægilegt að klæða sig án þess að leggjast í miklar pælingar snemma morguns eða í miklum flýti. Öllu máli skiptir að fatnað- urinn hæfi tilefninu hverju sinni. Siiri verður með námskeið hjá Námsflokkunum í fata Feng shui - en einnig er hægt að panta tíma hjá henni f ráðgjöf í síma 588 0214. Námskeiðið fyrir byrj- endur fjallar um fataskápinn og hvernig á að losa sig við það sem þar er að óþörfu en fyrir lengra komnar verður farið dýpra í litaval og fleira.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.