Vera - 01.08.2001, Qupperneq 27

Vera - 01.08.2001, Qupperneq 27
er rvæsr)3í+a 4óþ rew és Þekki Það er ofsalega gaman að vera dópisti íAmsterdam. Maðurgetur verið dópisti ansi iengi niðurlæg- ingarlaust. Þar er maður lengur að komast niður á botninn, þennan samfélagslega botn. Þarna úti var það ekki samfélagsieg yfirlýsing að kaupa sér hass, því það gerðu það allir. En líf mitt var samt sem áður að fara niður á við. Ég þurfti alltaf á- fengi eða dóp á hverjum degi, ekkert endilega mikið, en alltaf eitthvað. Á lokaárinu hætti ég í skólanum og þegar minn árgangur var að útskrif- ast var ég að selja skartgripi úti á torgi. Var þá komin á götuna, flúði frá kærasta, sem ég hafði verið með í ofbeldissambúð í fjögur ár, en gisti nótt og nótt hjá kunningjunum, sem mér fannst vera „alvöru fólk". Tvær mjög góðar vinkonur mínar voru heróínistar og þrátt fyrir allar fyrri heitstrengingar prófaði ég að reykja það. Loksins fann ég dópið sem gaf mér eins góða vímu og morfínið þegar ég var þrettán ára. Ég varð sem betur fer ekki húkkt á heróíninu þó ég notaði það nokkrum sinnum. Svo tók ég þá ákvörðun að flytjast heim, enda búin að missa allt niður um mig í Amsterdam. Þegar heim var komið reyndist uppáhaldsneysluvinkonan vera komin í meðferð hjá SÁÁ á Staðarfelli. Ég talaði við hana í síma þar sem hún lýsti því fjáiglega hversu stórkostleg meðferðin væri. Sjálf hafði ég aldrei haft „tfma" til að fara f meðferð, en var nú í þeim sporum að vera ekki í skóla eða vinnu og vissi að ef ég héldi áfram í neyslu þá myndi ég leysast upp f ekki neitt. Þegar ég kom inn fann ég að þarna fékk ég annað tækifæri. Ég vissi að ef ég nýtti mér það myndi ég eignast annað lff. Reynsla sem strákarnir skilja ekki Það var eftir mína tíð sem SÁÁ byrj- aði með kvennameðferð. Ég hefði hiklaust valið mér að fara í hana ef hún hefði verið í boði. Ég hefði mik- ið frekar kosið að vera í kvenna- grúppu og með kvenráðgjafa. Ég er mjög opin og var að tala um kyn- ferðislega misnotkun, einhvern við- bjóð í ruglinu, og þá var strákur í grúppunni sem hló, fannst þetta ekki vera neitt mál. Þetta var við- kvæmt fyrir mér og ég fór að skæla. Þetta varð til að umræða opnað- ist í grúppunni um að þetta væri öðruvísi reynsla fyrir stelpurnar heldur en strákana. í fyllerfinu er mikil kynlífsbrenglun í gangi og maður misbýður sjálfum sér, vaknar við hliðina á ókunnugum manni og man ekkert. AA hefur verið mín uppeldisstöð AA prógrammið er svo magnað. Það er ekki nóg að mæta á fundi. En ef maður vinnur 12 sporin þá fær mað- ur lausn á vandamálinu. Þetta er svo mikil hreinsun. En maður þarf að hafa viljann til að vinna þetta framkvæmdaprógramm. Alkar þurfa að vinna þetta mjög skipulega, þeir eru svo mikil kaosdýr. Ég hef fengið nýtt líf, hef komist til konu. Hjá AA eru kvennafundir sem ég fer líka á. Þeir eru mjög góðir, það er öðruvísi stemning, mikil einlægni. Við erum samt alltaf að tala um prógrammið. Ég fer með erfið og persónuleg mál til trúnaðareinstaklings innan AA eða vina minna. Þó ég hafi ekki alið upp dóttur mína hefur sambandið milli okkar alltaf verið gott. í dag kemur hún til mín með öll þau mál sem 15 ára unglingi liggurá hjarta. Ég segi henni frá minni æsku og alkóhól- isma. Ég er alin upp við alkóhól- isma og ofbeldi. Það er gott að pabbi hennar tók hana því ég óska engu barni þess að aiast upp við þær aðstæður sem ég hefði boðið henni upp á. O
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.