Vera - 01.08.2001, Síða 33

Vera - 01.08.2001, Síða 33
Kvenfrelsismál í miðju stjórnmála og atvinnulífs Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir var aðalskipuleggj- andi rdðstefnunnar í Reykjavík og fulltrúi íslands í und- irbúningsnefnd róðstefnunnar í Vilnius. Hún segist alltaf hafa litið ó verkefnið sem heilsteypt fram- kvæmdaferli og tók þó ókvörðun í upphafi að óskað yrði eftir hugmyndum að jafnréttisverkefnum fró ein- staklingum, stofnunum og aðilum vinnumarkaðarins sem síðan yrðu ræddar og útfærðar í vinnuhópum ó róðstefnunni í Reykjavík. „Þessi ákvörðun spratt af ósk minni eftir frekari árangri af áratuga langri jafnréttisbaráttu. Ég vildi sjá hlutun- um hrint í framkvæmd og valdi því þessa leið. Ríkis- stjórn íslands stóð fyrir ráðstefnunni og fjöldi fyrirtækja kom til liðs við okkur og tók þátt í henni með því að senda inn hugmyndir og standa að fjármögnun ein- stakra verkefna. Ráðstefnan skilaði því bæði árangri í áþreifanlegum verkefnum og átti þátt í að færa kven- frelsisbaráttuna frá jaðri þjóðfélagsins inn í miðju at- vinnulífs og stjórnmála," segir Sigríður Dúna. Femínistar hafa um langt skeið barist fyrir samþætt- ingu jafnréttismála og svokölluð kynjasamþætting hefur verið nefnd forsenda kvennabaráttu nútímans. Sigríður Dúna segist fagna aukninni breidd í jafnréttismálum, dreifing verkefna á sviði jafnréttismála til fyrirtækja og opinberra aðila krefst samþættingar og samvinnu margra og vekur fleiri til umhugsunar um mikilvægi málaflokksins. Með því er í raun verið að færa þessi mál nær fólki í daglegu lífi og starfi. Þá hefur það einnig haft áhrif að þjóðaleiðtogar og þeir sem fara með for- ystustörf á ýmsum sviðum þjóðfélagsins hafa ljáð ráð- stefnunum lið og fjallað á þeim um þessi mál. Það skil- ar sér í auknum áhuga. „Kvennahreyfingar hafa unnið afar gott starf í gegn- um tíðina og það er í raun árangur af starfi þeirra að við getum farið þá leið sem mörkuð var með ráðstefn- unni. Eitt leiðir ævinlega af öðru. Nú eru þessi mál ekki lengur í afmörkuðum hreyfingum, þau hafa dreifst vftt og breytt um þjóðfélagið og framkvæmdaferlið sem við settum af stað í Reykjavík hefur meðal annars ýtt undir að það er unnið skipulega að þessum málum víða í þjóðfélaginu. Einn ræðumaður í Vilnius orðaði það svo að í Reykjavík hefðum við breytt orðum í gjörðir og það þótti mér vænt um," segir Sigríður Dúna. Einn ræðumaður í Vilnius orðaði það svo að í Reykjavík hefðum við breytt orðum í gjörðir Vísað í reynslu íslenskra kvenna Á báðum ráðstefnum vöktu tillögur íslenskra fram- kvæmdaaðila mikla athygli. ítrekað var vitnað í sterka stöðu kvenna á Norðurlöndunum og að barátta nor- rænna kvenfrelsishreyfinga fyrirauknu jafnrétti kynj- anna gæti nýst þátttakendum frá Austur-Evrópu. En konur frá Rússlandi og Eystrasaltsríkjunum, svo einhver dæmi séu tekin, búa mjög greinilega ekki að sömu reynslu og kynsystur þeirra á Norðurlöndunum eða í Bandaríkjunum þó þær séu mjög vel upplýstar um for- sendur jafnréttisbaráttu. Sigríður Dúna segir að sam- setning þátttökulanda hafi að nokkru leyti ráðist af því samstarfi sem þegar var fyrir hendi. Evrópuráðið hafi lagt áherslu á uppbyggingu í Eystrasaltslöndunum og öðrum löndum Austur-Evrópu og Norðurlöndin hafi einnig unnið mjög öflugt uppbyggingarstarf í Eystra- saltslöndunum um árabil. Tengslanet var því fyrir hendi á milli þessara landa og sjálfsagt að nota það. „Bandaríkjamenn höfðu frá byrjun mestan áhuga á að mynda tengsl við Rússland og hafa fylgt því eftir þar sem fjárfestar þaðan styrkja fyrirtæki og óháð félaga- samtök (NGO) með miklum fjármunum. í Vilnius var einnig áberandi hve margir fulltrúar komu frá óháðum félagasamtökum frá Rússlandi og Eystrasaltslöndunum og er það vel því með þessum samtökum er oft auð- veldara að starfa að jafnréttismálum en með stjórn- völdum í þessum löndum. Evrópusambandið og aðrar alþjóðastofnanir verja einnig miklum fjármunum í upp- byggingu í umræddum löndum og eru verkefni á sviði jafnréttismála þarekki undanskilin. Ráðstefnurnar þjóna því einnig þeim tilgangi að styrkja þau tengsl sem fyrir eru, koma á nýjum og nýta þá fjármuni og þekkingu sem eru fyrir hendi." Að lokum segir Sigríður Dúna að sér hafi þótt sér- staklega ánægjulegt hversu karlar voru fjölmennir á ráðstefnunni í Vilnius því samstarf kvenna og karla að jafnréttismálum sé lykilatriði. Eins hafi það fyllt hana bjartsýni hversu mikið af ungu fólki tók þátt í ráðstefn- unni og það af krafti. „Þeirra er að taka við og skapa heiminn eins og þau vilja hafa hann," segir hún „og þvf er þátttaka þeirra mjög mikilvæg." 33

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.