Vera - 01.08.2001, Qupperneq 34

Vera - 01.08.2001, Qupperneq 34
Konur & lyÖrSBOÍ Reykjavík - Vilnius mansal vændi & - náskyld þjóðfélagsleg vandamál Á ráðstefnunni í Vilnius var lögð sérstök áhersla á umræður um alþjóðaverslun með konur og börn til kynlífsþræikunar og stýrði Margaretha Winberg jafnréttisráðherra Sví- þjóðar vinnuhópi um alþjóðasamvinnu gegn mansali. Haldinn var fundur jafnréttis- og fé- lagsmálaráðherra Norðurlanda og Eystra- saltssríkjanna þar sem ákveðið var að vinna að sameiginlegri upplýsingaherferð gegn mansali og vændi og hefur ríkisstjórn Islands ákveðið að styðja verkefnið. Líkt og á ráðstefnunni hér heima vakti ræða dr. Vaira Vike-Freiberga, forseta Lettlands, verðskuldaða athygli en hún hefur verið ötul við að ræða mansal á opinber- um og alþjóða vettvangi. í þessu samhengi varð Vike- Freiberga tíðrætt um breytta stöðu kvenna í Austur- og Miðaustur-Evrópu í kjölfar stjórnarfarsbreytinganna sem áttu sér stað eftir fall járntjaldsins. Sagði hún hið mikla efnahagslega ójafnvægi sem skapast hefur síðast- liðinn áratug milli landa Vestur- og Austur-Evrópu vera eina meginástæðu þess að konur og börn frá umrædd- um löndum verði fórnarlömb mansals. Bág lífskjör og ótrygg réttarstaða fyrrum verkakvenna ríkissósíalismans hefur haft gífurleg áhrif á hina alþjóðlegu kynlífsversl- un. Freiberga tók þannig undir með sérfræðingum á þessu sviði sem hafa haldið því fram að hnattvæðing viðskiptahátta og aukið frjálsræði í viðskiptum landa á milli hafi annars vegar aukið kynlífsverslunina og gert glæpamönnum auðveldara um vik og hins vegar tor- veldað eftirlit yfirvalda og alþjóðastofnana með henni. Alþjóða glæpahringir og vestrænir viðskiptajöfrar hafa fundið nýjan markað þar sem konur og börn ganga kaupum og sölum því næg er eftirspurnin á Vesturlönd- um. Áætlað er að um hálf milljón kvenna komi árlega til ríkja Evrópusambandsins fyrir tilstuðlan alþjóðlegra glæpahringja þar sem þær eru þvingaðar í vændi. Efna- hagslegur ávinngur af kynlífsverslun er álíka mikill og af eiturlyfjasölu. Megin munurinn á þessum „atvinnu- greinum" er hins vegar sá að kynlífsiðnaðurinn er mun áhættuminni fyrir brotamanninn þar sem fólk er sjaldn- ast sett bak við lás og slá fyrir verslun með fólk. Neytendur kynlífsþjónustu eru brotamenn Eins og áður sagði stýrði Margaretha Winberg jafnrétt- isráðherra Svíþjóðar vinnuhópi um vændi og mansal í Vilnius. Winberg minnti ráðstefnugesti á þá staðreynd að mansal og vændi væru náskyld þjóðfélagsleg vanda- mál, að vændi þrifist ekki án mansals og mansal ekki án vændis. í því samhengi vfsaði hún til sænsku laganna frá 1999 sem banna kaup á þjónustu vændiskvenna en með lagasetningunni tóku sænsk stjórnvöld frumkvæði með því að skilgreina neytendur kynlífsþjónustunnar sem brotamenn en ekki vændiskonurnar sjálfar enda eigi að líta á þær sem fórnarlömb verknaðarins. Andres Gripenlöv lögreglufulltrúi frá Stokkhólmi var gestur í vinnuhópi Winbergs og í málflutningi hans kom fram að verulega hefur dregið úr fjölda vændiskvenna á göt- um úti í Svíþjóð frá þvf að lögin tóku gildi, eða allt að 75%. Hins vegar bendi ekkert til þess að vændi hafi aukist neðanjarðar, eins og gangrýnendur laganna ótt- uðust svo mjög í byrjun. Ríflega 100 karlmenn hafa ver- ið dæmdir, margir til að greiða háar fjársektir fyrir að nýta sér kynlífsþjónustu vændiskvenna. Gripenlöv sagði ennfremur að eftir hvert skipti sem fjallað væri um brotamenn í fjölmiðlum mætti greina fækkun á götun- um og því væri greinilegt að karlmenn væru ekki tilbún- ir til að taka mikla áhættu fyrir stutta stund með vænd- iskonu. Sænski félagsfræðingurinn Sven-Axel Mansson, sem rannsakað hefur hverjir leiti til vændiskvenna og af hverju, tók undir með lögreglufulltrúanum. í athugun hans kom í Ijós að meirihluti þeirra karlmanna sem leita til vændiskvenna gera það fjarri heimalandi af þeirri einföldu ástæðu að þeir vilja ekki láta standa sig að verki. Alþjóða glæpahringir og vestrænir vioskiptajöfrar hafa fundið nýjan markað par sem konur og börn ganga kaupum oa sölum því næg er eftirspurn- in ó Vesturíöndum. Palermo viðaukinn Sænsku lögin ganga lengra en sjötta grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum en þar er fjallað um alþjóðaverslun með kynlífsvarning, eða mansal, og kveðið á um að aðilda- ríki sáttmálans skuli gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir verslun með konur og misnotkun þeirra í formi vændis. Grein sáttmálans fjallar að mestu um aðgerðir gegn þeim sem með einhverju móti stuðla að eða hagnast á misnotkun annarra í formi vændis, þ.e. um þriðja aðilann. í desember árið 2000 var undir- ritaður í Palermo á Ítalíu viðauki við sjöttu greinina þar sem verslun með kynlífsþjónustu er í fyrsta sinn skil- greind sem mansal, hvort sem samþykki fórnarlamba 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.