Vera - 01.08.2001, Page 47

Vera - 01.08.2001, Page 47
um konum en þetta tengist líka því að þær mega ekki vera í fötunum lengur. Frægir rapparar eru fullklæddir og mega halda sínum aukakílóum en söngkonurnar mega það ekki. Það hlýtur að vera rosalega erfitt fyrir stelpur sem eru að reyna að koma sér á framfæri. Það er endalaust verið að velta útlitinu fyrir sér. Til dæmis hvort rassinn hafi stækkað frá því síðast eða ekki... Júlíus: Það má þó ekki gleyma því í þessari umræðu að þessar frægu söngkonur eru í raun stórt fyrirtæki. Þeim er sagt hvað þær eigi að gera og hvernig þær eigi að líta út til að höfða til ákveðins hóps. En hverjir stjórna þó þessum fyrirtækjum? Júlíus: Ég held að það séu karlar fyrst og fremst. Yfir- leitt feitir karlar... Þar sem tónlistarmyndbönd eru orðin grófari, t.d. er meira kynlíf i þeim og meiri nekt en óður, finnst ykkur að það eigi að herða eftirlit með þeim ó Islandi eins og t.d. er gert ó sjónvarpsstöðinni MTV? A að ritskoða myndbönd ó Islandi? Rósa: Nei. Hildur: Nei, alls ekki. Þáttastjórnendur eiga að geta dæmt um það hvar velsæmismörkin eru. Á daginn eru mjög ungir krakkar að horfa og það er vitað. Ása Mér finnst að það eigi að gilda sömu reglur yfir tónlistarmyndbönd og annað myndefni. Til dæmis væri hægt að banna tónlistarmyndbönd innan sextán ára og sýna þau þar með ekki fyrr en eftir átta á kvöldin. Júlíus: Ritskoðun myndbanda hér á landi myndi ekki ná tilgangi sínum. Það væri jú kannski hægt hjá íslensku stöðvunum en það eru svo margir með gervihnetti sem myndu ná þessum myndböndum í gegnum þá. Hildur |á, ritskoðun hefur reynst illa. Rósa: Þegar þetta snýst um að ekki sé æskilegt að börn sjái ákveðin myndbönd þá á bara að vera til manneskja sem sinnir starfi sínu sem foreldri. Mann- eskja sem leiðbeinir barninu og kennir því að fylgja sinni eigin réttlætiskennd. V Að vera eða vera ekki hagsýn? Kauptu ódýrasta bensínið

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.