Vera - 01.08.2001, Page 57

Vera - 01.08.2001, Page 57
einelti Eru þetta allt félagsmenn VR? „Nei reyndar ekki, hingað hafa komið fé- lagsmenn annarra stéttarfélaga sem vita að VR hefur opnað þessa umræðu opinber- lega. Ég vísa þessu fólki ekki frá heldur tek niður einstök mál og leiðbeini. Sfðan vísa ég því fólki til sfns stéttarfélags með þær leiðbeiningar í farteskinu. Þá aðstoð hef ég a.m.k. veitt fjórum stéttarfélögum." Sigrún segir að allir verði að leggjast á eitt ef okkur á að verða ágengt f baráttunni við eineltið. „Einelti er ljótur blettur á vinnusamfélagi okkar og virðist hafa aukist á síðustu árum. Það þarf að sporna við þeirri þróun og árangursríkasta aðferðin er að upplýsa aðila vinnumarkaðarins, laun- þega og stjórnendur. Stjórnendur verða að gera sér grein fyrir ábyrgð sinni í málinu þar eð það varðar öryggi. Samtaka getum við upprætt vandann, því einelti á aldrei að líðast." ■nwríi.i Bára Magnúsdóttir Þad er vont að geta engum treyst VERA fékk einn meðlima og stofnfélaga Ein- eltissamtakanna til að tjó sig um reynslu sína af einelti. Konan sem rætt er við er myndar- leg ung kona sem á auðvelt með að tjá sig og kemur vel fyrir sig orði, en talar þó lágt og hæglætislega. „Ég hef skrifað grein um sögu mfna sem þolandi einelt- is f blöðin en þar talaði ég ekkert um að ég varð fyrir einelti sem fullorðin manneskja á vinnustað. Það hefur legið f þagnargildi þar til nú. Einelti í skóla Ég ólst upp hjá einstæðri móður og var mikið í pössun hjá ömmu. Ég umgekkst mikið meira fullorðið fólk en jafnaldra mína og kunni þarafleiðandi ekki krakkaleiki. Þegar ég var sjö ára gifti mamma sig og við fluttum og ég varð 'nýi krakkinn' í hverfinu. Þegar ég var átta ára kom nýr strákur í bekkinn og hann var greinilega tudda-týpan . Hann réði strax yfir hinum krökkunum og hóf að leggja aðra í einelti. Hann var nágranni minn og við gengum nánast sömu leið í og úr skólanum. Hann barði mig á nánast hverjum degi. Ég varð mjög snemma kynþroska, fékk brjóst níu ára, og þá var farið að klípa og berja í brjóstin á mér. Svo tóku stelpurnar við og þær voru hálfu verri. Þær áreittu mig líka kynferðislega, stríddu mér á því að ég væri með brjóst og að ég færi á túr enda hélt ég lengi vel að þetta væri eitthvað ógeðslegt, það væri eitthvað að mér. Þannig var það þangað til þær sjálfar urðu kyn- þroska. Einhverju sinni tóku þær mig inn í hópinn bara til að fleygja mér úr honum aftur. Þær útilokuðu mig og baknöguðu stöðugt. Fyrstu vinkonuna eignaðist ég ekki fyrr en ég var orðin tólf ára en hún reyndist mér illa, hún var hluti af baknagaraklíkunni. Ég þarf sem betur fer ekki að umgangast þessar stelpur í dag en þær brosa til mín á götu. Ég kynntist samt stelpum, sem líka voru lagðar í einelti, og þær eru vinkonur mínar enn f dag. Við eigum þessa reynslu sameiginlega og hún bindur okkur sterkum böndum. Véfengdi allt Líðan mín bitnaði mikið á samskiptum mfnum við mína nánustu og langt frameftir unglingsaldri gat ég ekki talað við móður mína. Hluti af því var að hún hafði ekki brugðist við þegar ég sagði henni frá að krakkarnir f skólanum væru vond við mig. En á þessum tfma vissi hún ekki hversu alvarlegt þetta var fyrir mig. í dag áfellist ég hana ekki, hún kunni ekki að taka á þessu frekar en aðrir á þeim tíma. Ég á mjög góða vini og sér- staklega hefur ein vinkona mín reynst mér vel og ég hef því getað tjáð mig um erfiðleika mína og unnið úr þeim án sérfræðihjálpar. Ég fór einu sinni til geðlæknis sem ekkert þóttist finna að mér og sagðist ekki skilja af- hverju ég væri þunglynd! Ég véfengdi allt. Get ég þetta? Er ég nógu greind til að gera þetta? Ég var alltaf viss um að ég myndi lenda f einhverju hræðilegu. Ég þorði ekki að gera neitt upp á Mér finnst slæm tilhugsun að byrja á nýjum vinnustað. 57

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.