Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 71

Vera - 01.08.2001, Blaðsíða 71
Indland á sér langa og merka sögu. Land gyðjanna Lakshmi, Saraswati og Durga, til að nefna þær helstu og Taj Mahal sem reist var til heiðurs konu. Sögu um mikilhæfa leiðtoga og glæsta menningu en einnig um blóðug stríð og um klofning og þjóðflutn- inga, sem kostuðu a.m.k. milljón manns lífið þegar Pakistan var stofnað árið 1949. Ekki hefur gróið um heilt síðan. Indverjar teljast nú um þúsund milljónir en um fjórðungur íbúanna á sér tæpast tilverurétt. Kúgun, of- beldi og fátækt er daglegt brauð margra. Elstu kvennasamtök Indlands eru All India Women's Congress (AIWC) sem voru stofnuð á þriðja áratug síð- ustu aldar. Baráttan fyrir sjálfstæði varð órjúfanlegur hluti af starfi samtakanna og skipulögð barátta ind- verskra kvenna byrjar sem slík. Þau kvennasamtök sem hér eru kynnt heita All India Democratic Women's Association (AIDWA), stofnuð sem landsamtök árið 1981 en hafa verið til í einstökum ríkjum indlands frá þriðja áratugnum. Samtökin skilgreina sig til vinstri og forsvarskona þeirra, Brinda Karat, er framarlega í Kommúnistaflokki indlands (sá flokkur hefur sett sér þau markmið að konur skipi 33% sæta á listum flokks- ins). Samtökin hafa viðamikla stefnuskrá, þar sem bar- áttan fyrir lýðræði, jafnrétti, og frelsun kvenna eru aðal markmiðin. Baráttan er háð á öllum stigum, frá því að krefjast þess að dalit konur fái að nota vatn úr þorps- brunnum til breyttrar samfélagsgerðar. Samtökin eru ein fjölmennustu kvennasamtökin á Indlandi, með um 5 milljónir félaga. Meirihluti þeirra eru fátækar konur í dreifbýli en einnig efnaðar menntakonur. Samtökin lýsa áhyggjum sínum af sífellt auknu ofbeldi og glæpum gegn konum en minna á að það sé fylgifiskur efnahags- legra aðstæðna kvenna og aldalangra hefða. Ofbeldið verður að skoðast í samhengi við samfélagsgerðina. AIDWA rekur hundruð ráðgjafastofa um landið allt fyrir konur sem eru fórnarlömb fjölskylduofbeldis og hikar ekki við að reka mál fyrir dómstólum ef þarf. Stað- bundnar herferðir gegn ofbeldi á eiginkonum, gegn heimanmundi og kynferðislegu ofbeldi á börnum eru algengar. Baráttan fyrir bættu lífi fyrir ólæsar konur tek- ur á sig skemmtilegar myndir og hún fer gjarnan fram á torgum, með leikritum, söngvum og Ijóðum. Að tengja kvennafræði við kvennahreyfingar Til að gera daglegt líf kvenna bærilegra styðja samtökin starf sem miðar að því að bæta hreinlæti, auka aðgengi að vatni og betri heilsugæslu. Einnig krefjast þau rétt- inda fyrir verkakonur m.a. að þær eigi rétt á landi. Að kenna konum að lesa er einnig mikilvægur þáttur í starfi samtakanna. Þau þjálfa konurtil starfa í sveita- 71 stjórnum og tóku virkan þátt í baráttunni fyrir því að konur ættu rétt á þriðjungi sæta í þeim. Nýlega komu samtökin á fót rannsóknarsetri The lndian School of Women's Studies and Development, í þeim tilgangi að tengja kvennafræðin við kvennahreyfingar. Samtökin berjast ötullega gegn réttleysi stéttleysingjanna, dalita. Glæpum á dalitum fer fjölgandi í flestum ríkjum Ind- lands en er oft mætt með refsileysi þeirra sem glæpinn fremja. Þau mál sem fara fyrir dómstóla taka oftast langan tíma og eru of kostnaðarsöm fyrir fórnarlambið. Þeim sem þora að bera vitni er oft harðlega refsað enda eiga stéttleysingjar allt sitt undir öðrum. Nýlega héldu samtökin þúsund kvenna ráðstefnu um málefni dalit kvenna. Um 16% allra kvenna á Indlandi fæðast inn í þetta grimmilega kerfi og eru flestar þar með dæmdar til að verða eigna- og réttlausar. Konur í öðrum stéttum viðhalda kerfinu ekki síður en karlarnir. Dalit konunum er meinað að bjarga sér t.d. með því að fá aðgang að vatni, landi og jafnvel salernum ætlað almenningi. f þessu sambandi er hefðin lögunum sterkari. Lögunum er ekki framfylgt og dalit konur sem komast til mennta lifa við fyrirlitningu og fordóma. AIDWA samtökin hafa einnig fjallað um konur sem vinna launaða vinnu heima. Samtökin hafa áhyggjur af þessari þróun og benda á að í mörgum tilfellum hafa verksmiðjur ein- faldlega lokað þegar strangari lög voru sett um aðbún- að verkafólks. Fólkið er sent heim á verktakalaunum, sem um leið undirbjóða vinnu annara. Verksmiðjurnar draga verulega úr kostnaði en hver er réttarstða þeirra sem heima vinna? Hvernig leikur hnattvæðingin fátæk- ar konur á Indlandi? AIDWA eru öflug samtök og starf- semi þeirra varpar ljósi á líf og aðstæður fátækra kvenna á lndlandi. Framansagðar upplýsingar má finna á www.aidwa.org Ný sokkabúð 6netinu Ótrúlega auðvold í notkun www.vikurprjon,is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.