Vera - 01.08.2001, Qupperneq 72

Vera - 01.08.2001, Qupperneq 72
Tindersticks Can Our Love... Tindersticks er breskur sextett sem hefur frá árinu 1993 gefið út mjög áhugaverðar plötur. Frá og með fyrstu plötunni sinni hafa þeir sýnt og sannað að þarna fer sterkur hópur mjög færra tónlistarmanna. í upphafi datt manni e.t.v. tónlist Nick Cave and the Bad Seeds aðeins í hug þegar maður hlustaði á Tindersticks, þá helst út af raddbeitingu söngvar- ans Stuarts Staples. En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og Tindersticks er tvímælalaust mest eins og Tindersticks í dag sem er náttúrulega frábær þróun. Þeirra eigin stíll er svona „afslöppun- ar-úti-i'-garði-eiginlega-ekki-að-gera-neitt" -legur og oft á tíðum notast þeir við allskyns blásturs- og strengjahljóðfæri, hljómur þeirra er djúpur og heitur! Þegar mæla á með einhverri einni plötu af ferli þeirra kemur mér Curtains frá árinu 1997 upp í hugann, þar er um mjög sterkan disk að ræða á heildina litið. En nýi diskurinn: Can Our Love... er einnig afspyrnu góður diskur til að byrja á fyrir verðandi aðdáendur því hér fær maður á tilfinning- una að þeir séu mjög afslappaðir, nánast bara eins og heima hjá sér á góðu kvöldi, samankomnir til að fullnægja spilaþörfinni með einni léttri æfingu. Auðvitað er raunin sú að þetta er allt útpælt hjá þeim en í þeirra meðförum og spilamennsku felst svo mikiil friður og ró að öll tónlistin virðist bara vera að fæðast á staðnum. Lögin eru fremur fá, einungis átta, en á móti kemur að þau eru í lengri kantinum. Þau gæla við þig, vefja þig inn í teppi á kaldari dögum en blása svalandi golu yfir þig alla á heitum sólardögum. Air 10.000 HZ Legend Hvar á ég að byrja? Stundum uppgötvar maður eitthvað svo gott að mann langar að eiga það al- einni. Það er eins og maður tími hreinlega ekki að allir viti um það en samt langar mann svo að geta talað um það við aðra. Þannig líður mér með nýju plötuna hjá frönsku hljómsveitinni Air. Ég var næstum hætt við að skrifa um hana fyrir ykkur því hún kveikir einhvern veginn á svo mikilvægum til- finningum hjá mér. En svo fór ég að hugsa að það eiga auðvitað allir skilið að upplifa tónlist sem er svona sterk. Þetta er tvímælalaust plata sem þarf nokkrar hlustanir og er því þyngri en þeirra fyrsta plata Moom Safari sem varð feiknavinsæl fyrir nokkrum árum. Tónlistarmaðurinn Bech kemur fram í tveimur lögum og það setur mjög skemmti- legan svip á þau lög þar sem hann spilar á gítar og munnhörpu, auk þess að syngja. Það er fullt af allskyns ójarðneskum en undurfögrum hljóðum og laglínum, í bland við einhverja sakleysislega og hreina áferð í anda sjöunda og áttunda áratugar- ins, sem gerir þessa plötu svona einstaka. Trommusánd, kassagftarar og flautur, sem blandast tölvusurgi og hljóðgervlum, og manni finnst eins og maður hafi hitt verur frá öðrum hnetti sem hafi tekið allt það fallegasta frá mannkyninu síðustu 30 árin og búið til svo fallega tóna úr að allir sem á hlýði verði meðvitaðir um eilífðina! Air tekst það sem öðrum tekst ekki, að vera töffarar án þess að reyna, og vera svo fallegir að það er næstum sárt. Þeir hafa fangað eilífðina, með einlægni sinni og trú á tónlist sína.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.