Vera


Vera - 01.12.2001, Qupperneq 6

Vera - 01.12.2001, Qupperneq 6
Spurning mánaðarins: « ■* < tx Hvað finnst þér um fæðingarorlof feðra? Á það að vera lögbundið eða frjálst val? 6 Trausti Kristinsson Bara fínt, mér finnst þó sniðugra að hafa þetta frjálst val. Karl Arnar Bjarnason Mér finnst það mjög fínt en þefta á að vera frjálst val því sumir eru hlynntir þessu en aðrir kannski ekki. Benedikt Jón Þórðarson Hef voðalega litla skoðun á því en þetta á að vera frjálst til að þetta henti öllum. Gauti Marteinsson Mér finnst það eiga fullan réft á sér og fæðingarorlofið á að vera lög- bundið til þess að reyna að koma því sem fyrst á. Marteinn Viggósson Eg veit það ekki. Hvað eiga menn að vera að þvælast heima þegar þeir geta gert miklu meira gagn úfi á vinnumarkaðinum? Konurnar eiga bara að sjá um þetta. Haraldur Ásgeir Hjaltason Mér finnst það alveg frábært og bara stórkostlegt enda er ég einmitt í fæð- ingarorlofi núna. Þetta á að vera lög- bundið, allavega að hluta til, því að ég held að þetta sé mjög hollt fyrir alla. Friðrik Lindbergsson Mér finnst að það ætti að vera í gildi, allavega á alls ekki að hætta við það en fæðingarorlofið á að vera frjálst svo maður geti samt valið hvort mað- ur vill vinna eða ekki. Ketill Magnússon Mjög jákvætt, bæði vegna þess að þá fá feður tækifæri til að vera með börnunum sínum og svo jafnar þetta stöðu karla og kvenna í þjóðfélaginu. Eg er ekki viss um að það gagnist að skylda menn til þess að fara í fæðing- arorlof en það ætti að gera þetta miklu auðveldara fyrir þá með ýmsu öðru en að lögbinda bara leyfið. Abba babb strákar verða ekki forsetar! I ykíllinn að volgongni é vinnumarkaði ------- Lykillinn að velgengni á vinnumarkaði hagnýtar upplýsingar fyrir konur um leikreglur vinnumarkaðarins Þegar kona tekur við starfi æðsta stjórnanda fyrirtækis sperra margir brýrnar enn þann dag í dag. Hefðin er rík og lífsseig. Fyrirmyndir eru því mikilvægur fsbrjótur. Á forsetaárum Vigdísar voru nokkur börn á leikskóla spurð hvað þau vildu verða og lítill drengur sagðist vilja verða forseti. „Abba babb," sagði ein stelpan, „strákar verða ekki forsetar." Þrátt fyriraukna menntun kvenna og fjölbreyttara námsval á síðustu áratugum er náms- og starfsval enn mjög kynbundið og kynbundinn launamunur mikill. Konur eru fáar í stjórnunar- og ábyrgðarstörfum á öll- um sviðum atvinnulífsins. Ljóst er að töluvert þarf að breytast í þjóðfélaginu til að jafnræði verði með kynj- unum á vinnumarkaði. Konur þurfa sjálfar að gera sér grein fyrir óskum sínum og væntingum á vinnumarkaði og hvernig þær eiga að bera sig að við að ná þessum markmiðum. Eftirspurn eftir hæfum stjórnendum og sérmenntuðu starfsfólki eykst stöðugt og því ættu kon- ur að nýta sér þau tækifæri sem bjóðast. lafnréttisátak Háskóla íslands og lafnréttisstofa, ásamt Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur f samvinnu við Hf. Eimskipafélag íslands og Þekkingarsmiðju IMG og ráðstefnuna Konur og lýðræði við árþúsundamót, hafa gefið út bækling til handa ungum konum sem eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðinum. Nýtist hann einnig þeim sem hugsa sér til hreyfings á vinnu- markaði eða sækjast eftir meiri ábyrgð í starfi. Mark- miðið með útgáfu bæklingsins, sem hlotið hefur nafn- ið Lykillinn að velgengni á vinnumarkaði, er að gefa fólki annars vegar ýmsar hagnýtar upplýsingar um leikreglur vinnumarkaðarins, s.s. hvernig eigi að bera sig að við að sækja um starf, gerð umsóknarbréfa og ferilskráa, undirbúningur undir atvinnuviðtal o.fl., og hins vegar ráðgjöf um hvaða þættir það eru sem helst stuðla að velgengni í starfi. Bæklingurinn hefur auk þess að geyma tölulegar upplýsingar um kynbundinn vinnumarkað og launamun kynjanna. Bæklingnum verður dreift til kvennemenda á lokaári í Háskóla ís- lands og félagsmenn Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur geta nálgast hann á skrifstofu félagsins í Húsi versl- unarinnar. Hann er einnig hægt að kaupa í Bóksölu stúdenta á 500 kr. A.B.S.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.