Vera


Vera - 01.12.2001, Side 15

Vera - 01.12.2001, Side 15
launum karla Myndir: Gréta ar að fæðingu kemur, þar sem langflestir þeirra eru viðstaddir en oft látið eins og þeir séu ekki til staðar. En gestir málþingsins lýstu yfir áhyggjum af ýmsu öðru sem viðkemur börnum og fjölskyldunni á fslandi. Kallað var eftir opinberri heildarstefnu í málefn- um barna og lýst yfir áhyggjum af því hve lítinn tíma börn fá. í því efni var nefnt að þjóðarvakning þyrfti að eiga sér stað þar sem íslendingar færu að meta börn meira en nú er gert. Þó að lögin um fæðingaror- lof séu skref í rétta átt er veruleiki sumra þannig að sex til níu mánaða gömul börn eru sett í gæslu í níu tíma á dag. Einnig var rætt um þann veruleika sem tíðir skiln- aðir leiða af sér en þar fá mæður nánast undantekningarlaust forræði yfir börnun- um. í því efni þurfi íslenskir karlmenn að gæta réttar síns betur, einnig séu lög um sameiginlegt forræði meingölluð og komi oft illa út fyrir feður. Málefni samkyn- hneigðra foreldra voru líka rædd og bent á að taka þurfi tillit til barna sem fæðast inn í slík sambönd þar sem getur verið um að ræða meira en eina mömmu og einn pabba. í heildina má því segja að það að gefa feðrum sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs sé mikið framfaraskref og mikilvægt að þeir fái smátt og smátt rétt til þriggja mánaða orlofs. Það breytir þó ekki því að ýmislegt þarf að laga í þjóðfélaginu til þess að börnum líði betur. Því til sönnun- ar má nefna könnun meðal tíu ára gamalla barna, sem Þórhildur Líndal umboðsmað- ur barna sagði frá. Þar kom fram að helsta áhyggjuefni barnanna hafi verið annríki foreldra þeirra og fjármál heimilisins. Á heimasíðu \afnréttisstofu, jafnrelti.is, má lesa fyrirlestra af málþingunum fjórum. I V £ Li.: ..1 Midad vid þau laun sem lögd hafa verid til grundvallar út- reiknings á greidslum í fœóing- arorlofi fyrstu níu mánuói þessa árs, hafa konur aóeins 60% af Yfir 90% feðra nýttu sér réttinn til eins mánaðar fœðingaror- lofs en einungis 12% notuóu hluta af sameiginlega réttinum til þriggja mánaöa orlofs.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.