Vera


Vera - 01.12.2001, Qupperneq 16

Vera - 01.12.2001, Qupperneq 16
Mynd: Ingibjörg Hanna Verdandi fedur Ingólfur V. Gfslason félgasfrœdingur Við erum ad skapa nýja menningu. Á Nordurlönd- unum eru allir fedur vidstaddir fœdingar barna sinna. í œ ríkari mœli á þetta sama vid um önnur vestrœn lönd. Vid þekkjum ekki önnur söguleg sam- félög þar sem þátttaka fedra (eda karla) vid þennan atburð er svona almenn og sjálfsögd. Pó svo verd- andi fedur hafi vfda tekid þátt med einhverjum tákn- rœnum hcetti og alltaf hafi verid til Ijósfedur þá hefur sjálf fœdingin almennt séd verid kvennaheimur. Þad er nú gjörbreytt, fyrst og fremst fyrir tilstilli kvenna. Ég hef um nokkurra ára skeið tekið þátt í foreldrafræðslu hjá MFS-einingu Landspítalans og á Sólvangi í Hafnar- firði. Ýmist hefur þetta verið með þeim hætti að ég flyt fyrirlestur fyrir hina verðandi feður og svo spjöllum við saman eða þá að ég hef flutt báð- um foreldrunum fyrirlesturinn og síð- an höfum við feðurnir horfið afsíðis og mæðurnar gera eitthvað annað á meðan við spjöllum. Engu' skiptir hvor leiðin er valin, hvort feðurnir koma með konum sínum eða að þeir fá aukatíma og mæta einir, alltaf koma þeir, Þetta er trúlega það sem er mest gefandi af því sem ég starfa við. Meiri- hluti karlanna eru að verða feður í fyrsta sinn en þó er allur gangur á því. Allir eru spenntir, ánægðir og harð- ákveðnir í að verða heimsins bestu feður (og eiginmenn). Það er ákaflega misjafnt hvað við spjöllum um. Eftir breytingarnar á lögunum um fæðing- arorlof er mikið rætt um það. Allir ætla að sjálfsögðu að taka orlof og margir harma að lögin skuli ekki að fullu komin til framkvæmda. En ég held að það sé óhætt að segja að við höfum spannað allt frá tengslamynd- un til fjárhagslegra erfiðleika, farið frá tækninni við að baða yfir í kynferðis- lega misnotkun á börnum. Oft furða ég mig á því hvað þeir eru opnir, hvað þeir eru reiðubúnir til að tala um þó ég sé þeim ókunnugur og flesta f hópnum þekki þeir varla nema í sjón og e.t.v. nafnið. Kannski ætti það samt ekki að koma á óvart. Meðgangan er mjög sérstakur tími, oft tfmi endur- mats og sjálfskoðunar. Tilfinningar eru meira og minna utan á fólki og minnstu atriði geta öðlast útblásið mikilvægi. Margir karlar basla við það að þeir eiga fáa eða enga trúnaðarvini aðra en konuna sína. Eftir að sambúð- in hefst þá tala þeir um tilfinningar við konuna sína eða sleppa því alveg. Meðgangan ruglar það dálítið. Þeir vita ekki alveg hvort óhætt sé að tala um þetta tiltekna atriði. Kemur það konunni kannski úr jafnvægi? Er þetta heimskulegt? Er ég kannski að spá í eitthvað sem engum öðrum dettur í hug? Öruggast að þegja. En nú er ég á fundi þar sem eru bara karlar, þessi félagsfræðingur virðist þokkalega vin- samlegur, það ætlar enginn að fara að skammast, ég læt bara vaða! Munur á frásögnum kynj- anna - hvað var gert? Auðvitað er upplifun okkar karlanna af meðgöngu og fæðingu önnur en upp- lifun kvennanna. Það segir sig nokkurn veginn sjálft. Einhvern tfma 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.