Vera


Vera - 01.12.2001, Page 17

Vera - 01.12.2001, Page 17
Fœdingarorlof feðra Meirihluti karlanna eru ad verda fedur í fýrstasinnen þó er allur gangur ó því. Allir eru spenntir, ánœgdir og hardákvednir í ad verða heimsins bestu feður (og eiginmenn). heyrði ég haft eftir indíánum að mað- ur ætti ekki að gagnrýna annan mann fyrr en maður hefði gengið daglangt í mokkasíunum hans. Auðvitað er ann- að að finna þungunina stöðugt í öll- um líkamanum heldur en að hugsa bara um hana. Auðvitað er það annað mál að vera líkamlega óléttur en að vera óléttur í kollinum. Þetta sýnir sig meðal annars skemmtilega varðandi ímyndir kynjanna um hið væntanlega barn. Ef talað er við foreldra þegar konan ergengin u.þ.b. þrjá mánuði á leið og þau beðin um að lýsa hug- myndum sínum um væntanlegt barn þá hafa bæði tilhneigingu til að tala um stærra barn, barn sem er meira farið að geta sjálft „orðin svona eins og manneskja" eins og það var orðað hjá einum. Þegar talað er við þau undir lok meðgöngunnar þá kemur f Ijós að svo til allar mæðurnar hafa mjög raunsanna mynd af barninu. Meirihluti feðranna talar hins vegar enn um stærra barn, einhvern sem er farinn að skrfða, ganga, tala. Eftir fæðinguna er svo enginn munur á kynjunum, bæði gera sér fulla grein fyrir því hversu lítið sjálfbjarga þessi einstaklingur er. Annar munur kemur í Ijós þegar borin er saman hegðun foreldranna gagnvart börnunum. Þeg- ar fylgst er með foreldrum sinna börnunum, vel að merkja þegar þau eru ein með börnin, þá kemur í Ijós að hegðun mæðra og feðra er sára- svipuð, að hér, eins og á svo mörgum öðrum sviðum tilverunnar, er miklu meiri munur innan kynja en milli kynja. Mæðurnar leika ekkert minna við börnin en feðurnir, feðurnir sýna þeim engu minni ástúð og líkamlega nánd heldur en mæðurnar. Hins veg- ar er mikill munur á frásögnum feðra og mæðra af því hvað þau gera með börnunum. Þar fáum við fram kynja- muninn. Til dæmis segja feður mun meira frá einhverju sem gertvar, ein- hverju áþreifanlegu. Mæðurnar tala meira um hvernig þau hafi haft það. Raunar er þetta eitt af því sem á stundum hefur valdið pirringi milli hjóna sem skipst hafa á um umhyggju lítils barns. Móðirin kemur heim og vill fá að heyra hvernig faðir og barn hafi haft það og fær frásagnir af fjöldá bleyjuskiptinga og hvað langan tíma tók að mata. Og faðirtnn kemur heim og fréttir að í dag hafi móður og barni liðið vel saman!! Var ekkert gert? Þetta er út af fyrir sig fróðlegt því það er upplýsandi um menningu okkar. Það sem mestu máli skiptir er hins vegar hvað raunverulega er gert og sú niðurstaða að þar sé í reynd ekki kyn- bundinn munur. Það er til að mynda ekkert sem bendir til að feðrum reyn- ist það erfiðara en mæðrum að tengj- ast hinu nýja barni. Bara mömmur á foreldramorgna Ég bendi hinum verðandi feðrum á að þeir séu um margt brautryðjendur. Það er ekki margt í menningu okkar sem styður við virkan föður. Ef við lít- um yfir þær styttur sem skreyta Reykjavíkurborg þá finnum við að minnsta kosti fjórar sem bera heiti eins og ung kona með barn, móðir með barn, móðurást og annað slíkt. En það er engin stytta í Reykjavík sem vísar til svipaðra tilfinninga hjá feðr- um. í allnokkur ár hefur verið bannað að auglýsa eftir öðru kyninu hinu frek- ar þegar vantar manneskju í vinnu. Hvenær telur Morgunblaðið sér heim- ilt að víkja frá þessum lagafyrirmæl- um? Jú, þegar auglýst er eftir ein- hverjum til að gæta eða annast barn. Þá er í lagi að taka fram að það eigi að vera kona. Ég var nýbúinn að fagna því með sjálfum mér að í aug- lýsingum safnaða á Reykjavíkursvæð- inu sér maður nú alls staðar auglýsta foreldramorgna í stað mömmu- morgna. Þá rakst ég á Grafarvogsblað- ið og grein um foreldramorgna. Þar er þessi setning: „Samtímis sem við bjóðum þá foreldra, eða réttara sagt mömmur - því fáir eða engir pabbar hafa komið á foreldramorgna - vel- komnar aftur í Gufunesbæinn..." Er þetta leiðin til að bjóða feður vel- komna? Að sjálfsögðu ekki. Raunar get ég varla ímyndað mér annað en höfundi textans hafi verið fullljóst að verið var að fæla frá með þessari áherslu á að þetta séu nú samt bara mömmurnar. Þannig að þeir feður sem hugsanlega hefðu verið að velta því fyrir sér að koma, fái það nú alveg á hreint að þeir séu hálfgerð viðrini. Það er ljóslega með þetta eins og svo margt annað að eitt er að hafa stuðn- ing þeirra sem tróna efst í goggunar- röðinni en allt annað hvernig milli- stjórnendurnir haga sér. Oft skipta þeir mun meira máli. En af því að við erum að skapa nýja menningu þá þarf að hyggja að mörgu. Heilbrigðiskerfið Það er alveg magnað að enn skuli maður horfa upp á myndbönd um fœðingar þar sem faðirinn er sýnd ur sem alger sauður, síétandi, hrœrandi í tökkum og snúrum eða á einhvern annan hátt eins og vandrœðaungtingur. ' A 17

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.