Vera


Vera - 01.12.2001, Qupperneq 18

Vera - 01.12.2001, Qupperneq 18
þarf að skoða í sínum ranni. Ég held að vísu að það þurfi engan stórkostlegan uppskurð, þeir segja það að minnsta kosti flestir hinna verðandi feðra sem ég hitti í foreldrafræðslunni að þeir séu ánægðir með þá þjónustu sem þeir og kona þeirra hafi fengið í heil- brigðiskerfinu. Það eru allir meðvitaðir um það að konan og barnið eiga að hafa allan forgang, að karlinn sé fyrst og fremst með þeim til stuðnings og vegna þess að þetta er fjölskylduatburður. Og það er einmitt þetta sfðastnefnda sem heilbrigðiskerfið þarf að hugsa út í. í langflestum tilfellum líta bæði faðirinn og móðirin á hina væntanlegu fæðingu sem fjöl- skylduatburð frekar en sjúkdóm. Feður ekki lakari foreldrar en mæður í umfangsmikilli danski rannsókn á upplifun feðra af fæðingu og meðgöngu sagði helmingur feðranna að þeir kæmu frá ferlinu með þá upplifun að í samskipt- unum við heilbrigðiskerfið hafi aldrei verið talað beint við þá. Þessu er unnt að breyta. Þó ekki sé ann- að en að við og við sé horft á hinn verðandi föður, beint til hans spurningu eða eitthvað slíkt þá eru menn strax komnir inn fyrir á allt annan hátt. Ljós- mæður og starfsfólk heilbrigðiskerfisins eru nefnilega miklir hliðverðir undir þessum kringumstæðum, geta bæði opnað dyr og lokað. Og í guðanna bænum, ekki meðhöndla feðuma sem börn eða fífl! Ekki tala niður til þeirra. Það er alveg magnað að enn skuli maður horfa upp á myndbönd um fæðingar þar sem faðirinn er sýndur sem alger sauður, sfétandi, hrærandi í tökk- um og snúrum eða á einhvern annan hátt eins og vandræðaunglingur. Þetta mun eiga að vera fyndið en er það ekki. Ekki undir þessum kringumstæðum. Það væri svona álíka og að hvetja konur til verkfræðistarfa með því að sýna þær málandi sig og blaðrandi um merkjafatnað. Ég er alveg sannfærður um það eftir reynslu síðustu ára að karlar eru meira en tilbúnir til að takast á við umhyggju ungbarna. Langflestir hlakka til og líta á fæðinguna sem þann tímamótaatburð sem hún er. Þeir eru jafnframt óöruggir og óstyrkir. Það eru hinar verðandi mæður svo sem einnig, marg- ar hverjar. En einmitt vegna þess hversu lítinn stuðn- ing er í raun unnt að sækja í hefðir, fyrirmyndir, reynslu eða menningu íslensks nútíma- samfélags er svo mikilvægt að þeir Það eru nokkur atridi sem éq vil gjarnan deila med lesendum varðandi reynslu mína af þvf að vera faðir í barneignafríi. Það er; - Upplifun mín af því að vera heimavinnandi - Viðhorf samfé- lagsins til mín, eins og ég upplifi þau - Skoðun mín á þessum nýju lögum um fœðingarorlof. Fjölskylduaðstæður mínar eru þannig að konan mín er lögmaður og rekureigin lögfræðistofu og fasteignasölu. Sjálfur er ég framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnun- ar Þingeyinga þar sem vinna um 180 manns og veltan er rúmur hálfur milljarður. Sem framkvæmdastjóri er ég auðvitað algerlega ómissandi og ekki bara fyrir heilbrigðisþjón- ustu í Þingeyjarsýslum heldur er mér ekkert mannlegt óviðkomandi. Ég hef á hraðbergi frábærar hugmyndir í ólíklegustu málum sem þurfa nauðsynlega að komast í fram- kvæmd. Ég þarf líka að taka þátt í öllu fé- lagsstarfi, vera helst í öllum uppsetningum leikfélagsins, taka þátt í kórstarfi, vera veislustjóri í veislum og þorrablótum o.s.frv. o.s.frv. Ég er einn af þeim sem hef GSM símann í sambandi 24 tíma á sólarhring til að missa nú örugglega ekki af neinu og til að vera alltaf í sambandi I Við hjónin eigum tvo syni, 9 og 5 ára, og eignuðumst svo núna í júní dóttur. Áður höfðum við tekið þá örlagaríku ákvörðun að framtíð íslands yrði að verða af mínum afskiptum 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.