Vera


Vera - 01.12.2001, Qupperneq 20

Vera - 01.12.2001, Qupperneq 20
Fœdingarortof fedro Okkur karlana vantar reynstu, bakgrunn, fyrirmyndir., Óskar Jónasson, kvikmyndagerdarmaóur Við Eva María vorum upplögð tilraunadýr til að reyna {afnrétti í reynd. Við vorum alveg ó sama móli, fræði- lega séð. Við höfðum fylgst með því hvernig foreldrar okkar hafa það, mömmurnar þjóna pöhbunum o.s.frv. Svona ætluðum við ekki að hafa það. Verandi bæði lausróðnir verktakar gótum við hagað seglum eftir vindi/ með íbúð, bíl, uppþvottavél og allt sem þarf til að reka litla fjölskyldueiningu. V ið gátum skipt heimilisverkunum á milli okkar, það skipti ekki öllu máli þó að við værum á kafi í vinnu, við gátum allavegana haldið í horfinu... Og þetta gekk alveg stórþærilega, þangað til blessunin hún Matthildur bættist í hópinn. í dag er allt annað uppi á teningnum. Matthildur er orðin eins og hálfs árs og við erum líka orðin einu og hálfu ári eldri - og reyndari. Allt er orðið flóknara, að kaupa í matinn, að elda og þrífa - að fara út úr húsi (við búum á fjórðu hæð) - að komast í bíó eða leikhús - eða bara að sofa. Það er ekki lengur sjálfsagt mál að ná óáreittum nætursvefni. Nú eru heimilisverkin allt í einu orðin mjög fyrirferðarmikil. Okkar jafnrétti hefur snúist mjög mikið um jafnvægi á vinnuframlagi - ef að ég vaskaði upp í gær, þá átt þú að þvo þvott í dag. Nema ef að þú skúrar á morgun, þá skal ég þvo eina vél - en ég læt ekki í þurrkarann. Matthildur er yndislegt barn, hún er samvinnuþýð og góð - hún er engin geðleysa; hún kann alveg að gera kröfur - og það má segja að hún sé mjög jákvæð gagn- vart þessari jafnréttistilraun okkar - hún fær að sjá jafn- mikið af báðum foreldrum. Núna í vetur datt sjón- varpsverkefni uppfyrir hjá mér, þannig að það myn- daðist tómarúm. Evu var boðið að taka við starfi systur sinnar í Kastljósinu og við vorum sammála um að það væri sterkasti leikurinn í stöðunni. Þannig að núna er ég semsagt heimavinnandi hús- faðir. Og það er að gera mig brjálaðan. Ég á erfitt með að setja puttann á hvað það er nákvæmlega, en senni- lega er margt sem kemur til; það er alltaf verið að spur- ja mig hvað ég sé að „gera". Þegar ég svara að ég sé heimavinnandi og sjái um Matthildi gildir það ekki sem svar. Það þýðir að ég sé að fara undan í flæmingi og að undirbúa eitthvað stórvirki. Enda á ég það til að smygla Matthildi í pössun hjá ömmunum og læðast í einhverja „karlmannlega" vinnu (eins og að gera upp skúr bak við hús). Ég stend mig að því að horfa öfundaraugum á menn sem eru að setja stöðumælasektir á bíla eða steypa húsgrunna í rigningu. Ég finn líka að ég er ekki nógu vel tæknilega undirbúinn fyrir þetta verkefni. Ég gerist sekur um alls- konar klaufaskap, eins og að klæða Matthildi ekki eftir veðri, að gefa henni of einhæfan mat og að gleyma að láta hana á koppinn... En síðan er það bara tilfellið að við karlar eigum erfitt með að taka tilsögn (frá konum); einu sinni eða tvisvar á dag er allt í lagi - en daginn út og inn er allt, allt of mikið. Við köllum það nöldur. En þar erum við komin að kjarna málsins, við karl- arnir höfum hvorki reynsluna eða bakgrunninn né fyrirmyndirnar að því að vera heimavinnandi húsfeður. Eftir vissan tíma veldur það mikilli sálrænni kvöl að vera ekki að vinna. Að vera ekki að feta í fótspor feðr- anna; að draga björg í bú og láta hendur standa fram úr ermum. Það vantar ekki að við séum sammála um að reyna þetta - og þetta ætti að vera dans á rósum. Við höfum allt til alls, þannig séð. Ég fæ að vera heima í róleg- heitunum - á meðan konan vinnur fyrir mér. Auk þess sér fyrir endann á þessu, þ.e.a.s. Matthildur fer á leik- skóla í haust. Þessvegna verð ég að viðurkenna að ég er mjög svekktur - ég er mjög svekktur á þvf að þetta skuli ekki vera eins fallegt og yndislegt og ég hafði ímyndað mér og að ástæðan fyrir því skuli ekki vera utanaðkomandi heldur inni í mér sjálfum. Flutt á Akureyri 23. mars 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.