Vera - 01.12.2001, Page 30
Kristín Á. Guðmundsdóttir
Það hafði verið mikil barótta gegn okkur sem
kom fram í því að sjúkraliðum var fækkað á
stóru sjúkrahúsunum hér í Reykjavík til að
auka stöðugildi fyrir hjúkrunarfræðinga. Þetta
hafði auðvitað í för með sér mikla erfiðleika
og styr milli stéttanna og þar sem yfirmenn
okkar koma úr röðum hjúkrunarfræðinga ríkti
bara ekki nægjanlegt traust á milli okkar.
sér af uppbyggingu stéttarinnar. „Ég tók þetta
svo alvarlega að ég varð aðaltrúnaðarmaður
sjúkraliða á Landspítalanum mjög fljótlega eft-
ir að ég hóf þar störf," segir hún og hlær.
Næsta skref var svo að ég varð varaformaður
Sjúkraliðafélagsins 1986 og formaður 1988. Fé-
lagið var þá bara fagfélag, þ.e. hafði ekki samn-
ingsrétt, en með lagabreytingu 1989 öðluðust
stéttir rétt til að stofna stéttarfélög og fá samn-
ingsrétt. Áður voru það sambönd eins og BSRB
og Starfsmannafélag ríkisstofnana, eða starfs-
mannafélög hinna ýmsu sveitarfélaga, sem sáu
um gerð kjarasamninga. Við vorum fjórða stétt
opinberra aðila sem gekkst fyrir því að stofna
stéttarfélag, 1991, á eftir meinatæknum,
röntgentæknum og leikskólakennurum."
Fyrsti kjarasamningur Sjúkraliðafélagsins
var gerður árið 1992 eftir að sjúkraliðar
höfðu verið án kjarasamninga í 15 mán-
uði. Þá brást sjúkraliða langlundargeðið og
fóru í tveggja sólarhringa setuverkfall sem
leiddi til þess að kjarasamningar náðust. Aftur
var samningalota 1994 sem þurfti átta vikna
hart verkfall til að ljúka. „Á þessum árum voru
sjúkraliðar smátt og smátt að ganga í félagið úr
starfsmannafélögum sveitarfélaganna. Það var
t.d. mjög sterkt 1994 þegar allir sjúkraliðarnir í
Neskaupstað gengu úr starfsmannafélaginu í
Sjúkraliðafélagið eftir að verkfallsaðgerðirnar
voru hafnar og komu þannig þeint inn í verk-
fallið. Með þessum samningum héldum við í
við aðrar stéttir en svo gerðist það 1997 að
aðrar stéttir sömdu um nýtt launakerfi og þá
byrjuðum við að dragast aftur úr. Ástæðan fyrir
því að við treystum okkur ekki til að semja um
nýtt launakerfi var sú að við höfðum ekki nægj-
anlega trú á yfirmönnum okkar inni á stofnun-
unum. Það hafði verið mikil barátta gegn okkur
sem kom fram í því að sjúkraliðum var fækkað
á stóru sjúkrahúsunum hér í Reykjavík til að
auka stöðugildi fyrir hjúkrunarfræðinga. Þetta
hafði auðvitað í för með sér mikla erfiðleika og
styr milli stéttanna og þar sem yfirmenn okkar
koma úr röðum hjúkrunarfræðinga rfkti bara
ekki nægjanlegt traust á milli okkar. Nýja
launakerfið hefur hins vegar reynst hjúkrunar-
fræðingum vel. Þær þurftu reyndar að fara í
verkfallsaðgerðir til að ná þeim árangri en
fengu með því samning um framgangskerfi sem
hefur fleytt þeim verulega upp í launum. Sam-
bærilegt skrið hefur átt sér stað í öðrum sétt-
um sem við höfum borið okkur saman við, t.d.
hjá lögreglumönnum sem afsöluðu sér verk-
fallsréttinum en fengu í staðinn tengingu við
launahækkanir annarra stétta og það hefur
komið mjög vel út fyrir þá. Við höfum því dreg-
ist verulega aftur úr þessum stéttum undanfar-
ið og því urðum við að ná leiðréttingu í þess-
um samningum."
Tókst ykkur það í þessari lotu?