Vera


Vera - 01.12.2001, Page 43

Vera - 01.12.2001, Page 43
Aðalheiður Þorsteinsdóttir Mér finnst þetta mjög skapandi starf og messur Kvennakirkjunnar hafa heillað mig. Eg spila ekki á orgel, heldur píanó og hef tekið virkan þátt í því að breyta messuforminu. 4KLASSÍSKAR - f.v. Jóhanna Þórhalls, Aðalheiður, Björk Jónsdóttir og Signý Sæmundsdóttir. „Flatey fór í eyði á sjöunda áratugn- um en móðurfjölskylda mín á enn húsið sem þau bjuggu í. Því hefur verið haldið við og þar er gaman að dvelja á sumrin. Samkomuhúsið var tiltölulega nýtt þegar fólkið flutti burt og þangað hef ég oft farið ein og sungið eða tekið með mér hljóð- færi. Ég fann strax hvað hljómburð- urinn er góður í húsinu og hugsa að það séu komin ein 20 ár sfðan ég hét því að halda einhvern tíma tónleika í þessum sal. Mér þótti því óskaplega vænt um hvað vinkonur mínar tóku vel í þessa hugmynd þótt það væri talsverð fyrirhöfn að framkvæma hana. Rafmagnspíanóið mitt var tek- ið með og rafmagn leitt í samkomu- húsið frá Ijósavél sem er við einn bæinn. Það var líka mjög ánægjulegt að söngkvartettinn Út í vorið var á ferð fyrir norðan og þeir ákváðu að slást í hópinn með okkur og auðvit- að voru fínu chiffon dressin tekin með. Við auglýstum uppákomuna og viti menn, klukkan fjögurá laugar- daginn voru 140 manns mætt í sam- komuhúsið, m.a. hópur utan úr Grímsey. Þetta varð hin besta skemmtun og mér sýndist gestir ákaflega ánægðir. Um kvöldið var svo slegið upp dansiballi svo þetta varð mikil gleði og gaman. Með þessu finnst mér við hafa sýnt að það er margt hægt að gera ef viljinn er fyrir hendi, meira að segja á eyðieyju. Nú á ég bara eftir að framkvæma draum- inn um að spila á harmonikuna mína á balli út í Flatey!" Af fleiri verkefnum nefnir Aðal- heiður að hún er að nótna- setja óperuna Bí, bí og blak- an eftir þríeykið frá Húsavík, þá Þor- geir, Sævar og Ármann, sem sett var upp hjá Hugleik og farið með á leik- listarhátíð í Litháen þar sem hún fékk góðar viðtökur. Aðalheiður spil- aði undir en studdist lítið við nótur og þarf nú að skrásetja svo aðrir geti endurtekið. „Þetta er skemmtilegt verk þar sem blandað er saman ýms- um músíkstílum - klassískum, yfir í tangó, yfir í popp - og getur verið gaman fyrir tónlistarnema að spreyta sig á þessu. Menntamálaráðuneytið styrkir verkefnið með það í huga." Hún er einnig að vinna að tölvusetn- ingu á nótnabók fyrir blandaða kóra. Sú bók inniheldur trúarleg lög af léttara taginu og verður gefin út af Skálholtsútgáfunni. „Ég hef reynt að hafa það að leiðarljósi að engin tón- list sé fyrir neðan mfna virðingu, þetta sé bara spurning um að flytja hana vel og kunna til verka við hina ýmsu stíla. Ég hef fjölbreyttan tón- listarsmekk og reyni að nálgast öll verkefni af virðingu. Ég er nýbyrjuð f verkefnavalsnefnd Schola cantorum og mun leggja áherslu á að velja tuttugustu aldar verk sem oft eru erf- ið en jafnframt skemmtileg til söngs enda er flókinn hljóðheimur afskap- lega spennandi. Mér finnst líka gott að syngja við messur og jarðarfarir. Það er svo mikið hjálpræði f söngn- um, hann hjálpar mér sjálfri and- lega." Þegar vorar fer að hægjast um hjá flestum en þá verður aldeilis törn hjá tónlistarkonunni. 4KLASS- ÍSKAR ætla í tónleikaferð til Norður- landa í apríl, Létttsveitin til Kaup- mannahafnar og Svíþjóðar í maí og fyrirhuguð er ferð Schola cantorum til Frakklands í júní. Svo stefna 4KLASSÍSKAR að því að fylgja meist- ara Sigurði Dementz, sem verður ní- ræður á næsta ári, til fæðingarbæjar hans í Týrol í lok júní. „Ég er ánægð með að hafa þorað að fara út á hinn frjálsa markað en til þess er mikil- vægt að hafa trú á sjálfri sér. Ég hef þurft að koma mér inn í bransann og læra að verðleggja mig jafn hátt og strákarnir. Þar reynir á kvennastyrk- inn, að þora að standa með sjálfri sér og því sem maður hefur fram að færa til listarinnar. Það er líka mikil- vægt að láta ekki gagnrýni setja sig úr skorðum og að taka sig ekki of há- tíðlega. Þegar við komum t.d. fram við jólahlaðborð eða á árshátíð og fólk er farið að borða desertinn en er ekki að byrja á forréttinum, getur það skipt sköpum varðandi hlustun í salnum. Þá verðum við að kunna að bregðast við og breyta jafnvel prógramminu, f stað þess að líta á skvaldur í salnum sem mógðun við okkur sem listamenn," segir Aðal- heiður og við óskum henni góðs gengis í jólahlaðborða -vertíðinni. o Ég syng bakraddir og spila á píanóið og þurfti að hella mér út í að spila sóló, svona eins og González gerir í Bueno Vista Social Club.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.