Vera


Vera - 01.12.2001, Page 47

Vera - 01.12.2001, Page 47
Auður Styrkársdóttir forstöðukona Kvennasögusafns íslands á stundum undarlegu framferði hennar í þjáningum og raunum sem hún gat ekki eða vildi ekki deila með öðrum. Það hefði t.d. verið nærtækt að skýra ofsókn- arkennd Bjargar með því að vísa í dauðaótta. Sigríður Dúna fellur ekki í þá gryfju. Það eitt er merki um þroskaðan huga. Annað er síðan að nefna vissu Bjargar um að tiltekið fólk elti hana og fylgist með henni hugvilluröskun. Sumir hefðu nefnt þetta ofsóknarbrjálæði eða geðveiki. í lýsingu Sigríðar Dúnu er þessi þáttur í fari Bjargar ekki dreginn undan en tilfinning lesandans er sú að hann hafi verið Björgu jafn eðlilegur og brjóstakrabbameinið, hluti af hennar lífi og þeirri þjáningu sem það lagði á hana. Þó má finna að þvf að þegar franska lögreglan handtekur Björgu í árslok 1929 og lætur færa á geðveikra- hæli er samúð höfundar öll með Björgu. Þó var hún farin að veifa skambyssu og Ijóst að af henni stafar einhver hætta. Hér ber samúðin höfundinn ofurliði - en það er f fyrsta skiptið og alveg fyrir- gefanlegt. Samúðin verður í annað sinn of rík með Björgu þegar kemur að frá- sögnum af því að enginn hafi falast eftir starfskröftum hennar þegar hún hafði lokið doktorsprófi 1926. Hér heima og f þeim kreðsum í Kaupmannahöfn sem þekktu til íslendinga var ofsóknarkennd Bjargar vel þekkt. Varla hefur þótt árennilegt að ráða slíka manneskju í ábyrgðarstarf. Það þykir ekki einu sinni árennilegt í dag. Dæmið sem Sigríður Dúna tekur af Önnu Bjarnadóttur er miklu nærtækara dæmi um „ástarsam- band karlmanna á fræðasviðinu". Hún var hraust og heilbrigð vel menntuð kona en var látin víkja fyrir karlmanni við Menntaskólann f Reykjavfk sem hafði minni menntun en hún. En óþarfi var og ófyrirgefanlegt af Ágústi H. Bjarnasyni prófessor við Háskóla Is- lands að kalla doktorsritgerð Bjargar C. Þorláksson „þessa ritgerð" með ólund. Það sem fundið var að við frásögn höfundar eru smámunir. Meðferðina á þessum málum ber að virða og er ekki til þess fallin að varpa skugga á bókina að neinu leyti. Hún er miklu heldur af því taginu sem ýtir undir hugmyndaflug- ið og verður tilefni umræðna. Því hef ég dregið þetta fram hér af því að þetta eru þau einu skipti sem finna mætti aðra slóð en þá sem höfundur fetar. Allt ann- að í bókinni, og raunar þessi atriði líka, er trúverðugt, nærgöngult og nærgætið. Kaflaskiptin eru ör og fylgja nokkuð tímaröð sem er mikill kostur. Kaflaheitin eru mörg hver þess eðlis að kalla fram hinar heitari tilfinningar lesandans en vísa ætíð til þess sem gerðist. Frágang- ur bókarinnar er allur til fyrirmyndar og sóma höfundi, forlagi og prentsmiðju. Við höfund bókarinnar Björg er ekki annað hægt að segja en meira, meira. Á heimasíðu Veru, vera.is, má lesa ræðu sem Sigríður Dúna flutti við opnun sýningar um Björgu sem er íanddyri þjóðarbókhlöðunnar. Þátttaka í happdrætti Krabbameinsfélagsins er stuðninqur við mikilvægt forvarnastarf Veittu stuðmng - vertu meðí M Dl NM Vin 'nninjjar: í Citroén Xsara Picasso Verðmæti 2.070.000 kr. 1 Bifreið eða greiðsla upp í 11)00 Verðmœti 1.000.000 kr. ^ ^ iíaufrjiísa viiutiiujar að verðmati 17.670.000 kr 146 hJá ferðaskrifstofu eða versiun Verðmœti 100.000 kr 800 k, rjwdi úxg*fmn» mla*: nj ‘Dre.aið 24. desember

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.