Vera


Vera - 01.12.2001, Síða 52

Vera - 01.12.2001, Síða 52
Fram að þessu hafa konur borið megin óbyrgð á að annast heimili og fjölskyldu - sem á hótíð- arstundum er kölluð hornsteinn samfélagsins. Þessu hlutverki hefur fylgt tilfinning samábyrgð ar og samkenndar sem hlýtur að skila sér í stjórnmálastarfi og ætti alls ekki að vanmeta. kvóta þar sem þær telja þá erfiða f fram- kvæmd og óvinsælt er að breyta gogg- unarröðinni. Kynjakvótar leiða til þess að fólk hljóti kosningu vegna kyns en ekki vegna hæfni. Óneitanlega getur komið upp sú staða vegna kvótareglna að kona hljóti kosn- ingu í stað karls sem talinn er hæfari. En hvernig er lagt mat á hæfileika kynj- anna, er það ekki mál sem þarfnast nán- ari skoðunar? Erum við ekki bara svona föst í karlmiðaða hugsunarhættinum að konur fá ekki tækifæri til að láta ljós sitt skína? „Það er ekki vanhæfni og þekk- ingarskortur kvenna sem kemur í veg fyrir að þær blómstri í baráttumálum sínum, heldur kerfi karla," er haft eftir Kicki Player Pellby sænskum bæjarfull- trúa í bókinni Gegnum glerþakið. Ekki finnast nógu margar hæfar konur. Eitt helsta vandamál stjórnmálaflokka hefur verið að finna nógu margar konur sem treysta sér í baráttuna og hafa nægan tíma, seiglu og úthald. Þess vegna þarf að byrja nógu snemma að ala upp verðandi stjórnmálakonur - byggja upp klakstöðvar og sterkt bak- land sem stendur þétt við bakið á þeim. Annars er bara tjaldað til einnar nætur eða eins kjörtímabils. Þorgerður Einars- dóttir félagsfræðingur sagði í Morgun- blaðsviðtali: „Það er einfaldlega lögð önnur mælistika á karla en konur. Þegar konur standast hæfnisprófið og hafa metnað þá er það ekki lengur það sem gildir heldur eitthvað allt annað. Þetta sýnir okkur aðra hlið á þessum óáþreif- anlegu, ósýnilegu þátttökureglum." Ekki er sómi að því að hljóta kjör vegna kyns í stað hæfni. Kynjakvóti getur verið óþægilegur fyrir konu sem nær kjöri vegna kynjakvóta og fellir karl sem hefur fengið fleiri atkvæði en hún. f kosningum er alltaf einn sigur- vegari og einn sem tapar. En verkin sýna merkin. Það hlýtur að skipta mestu máli. Rök sem hafa verið notuð af stuðningsfólki kynjakvóta Kynjakvótar eru nauðsynlegir til að gefa konum tækifæri sem þær fengju ekki með öðrum hætti. Af hverju fá þær ekki tækifæri á annan hátt? Liggur vandamálið eingöngu hjá körlunum? Oft hefur verið bent á að félagsmótunin sé svo mikil og mismunandi á milli kynjanna, allt frá barnæsku, að þrátt fyr- ir jafnrétti til náms, vinnu og valda þá bregðist kynin óhjákvæmilega öðruvísi við. Konur séu einfaldlega ekki þjálfaðar upp nógu snemma til að vilja eða geta tekið að sér valdastörf. Kynjakvótar munu draga leynda hæfi- leika kvenna fram í dagsljósið. Fram að þessu hafa konur borið megin ábyrgð á að annast heimili og fjöl- skyldu - sem á hátfðarstundum er köll- uð hornsteinn samfélagsins. Þessu hlutverki hefur fylgt tilfinning sam ábyrgðar og samkenndar sem hlýtur að skila sér í stjórnmálastarfi og ætti alls ekki að vanmeta. Sjónarmið kvenna eru nauðsynleg til að stjórnmálastarf flokksins verði alhliða. Hlutverk stjórnmálamanna og kvenna hlýtur að felast í því að vera fulltrúar íbú- anna í landinu og þau eiga að endur- spegla áherslur og sjónarmið alls samfé- lagsins. Því verður að gera áherslum kvenna jafn hátt undir höfði og karla. Gera mjúku og hörðu málin jafngild, þvf að á endanum snúast þau um það sama -að byggja upp manneskjulegt samfélag. Kynjakvótar leiða til þess að konur sitji ekki eins og einangraðir gíslar í nefndum og ráðum, heldur að ætíð verði fleiri konur til stuðnings. Áður hef ég minnst á skrautfjaðratil- hneiginguna. Ein kona íkarlanefnd get- ur lítið afrekað en konur kosnar inn sem hópur geta breytt einhverju. Það hlýtur líka að vera lykilatriði að virkja fleiri konur til starfa til þess að þær gefist ekki upp vegna einangrunar. Kynjakvótar munu vissulega valda úlfúð en það líður hjá. Ég held að þetta sé skýrt dæmi um hugarfarsbreyt- inguna sem þarf að fara af stað. Að við tökum konum í valdastöðum sem jafn sjálfsögðum hlut og körlum. Það tekur tíma þegar það fer að hrikta f stoðum karlveldisins. í bókinni Nú er kominn tími til er vitnað í Torben Krogh mið- stjórnarmann í (SF) Sósíalíska Þjóðar- flokknum í Danmörku. Hann segir: „...skipan í stöður eftir kynjakvótum er orðin gróin venja sem hvorki veldur þeirri úlfúð né hnútukasti sem við höfð- um svo mörg dæmi um á fyrstu árum kynjakvótans þegar karlar neyddust til að láta konum með færri atkvæði að baki eftir sætin." Aukin þótttaka kvenna í stjórnmólum Ef taka á upp kvótakerfi í flokkunum þá þurfa að vera nógu margar konur fyrir í þeim. Það þarf að gera starf flokkanna meira aðlaðandi og kvenvænna. í skýrslu forseta Alþingis um endurskoð- un á kjördæmaskipan eru nefnd nokkur grundvallaratriði aukinnar þátttöku kvenna f stjórnmálum: Menning og fé- lagsleg staða kvenna, hugmyndafræði stjórnmálasamtaka, hvort raunverulegur vilji sé til að auka hlut kvenna og fyrir- komulag á kosningum. Kynjakvótar voru þar einnig nefndir en ekki var vilji fyrir því að lögbinda setningu þeirra og vísað til innra starfs stjórnmálaflokkanna. í skýrslunni er einnig vísað í rann- sóknir og samtöl við fræðimenn þar sem sýnt er fram á jákvæða fylgni á milli hlutfallskosninga og stórra kjör- dæma og fjölda kvenna á þingi. Sem dæmi má taka að ef flokkar sjá fram á að fá fjóra menn kjörna af lista þá geng- ur ekki að eingöngu karlar skipi efstu sætin. í kjölfar skýrslunnar var sett á laggirnar þverpólitísk nefnd um aukinn hlut kvenna f stjórnmálum. Hún fór mik- inn fyrir kosningarnar 1999 með stórri funda- og auglýsingaherferð sem fór misjafnlega fyrir brjóstið á fólki þar sem þær sýndu forystumenn stjórnmála- flokkanna í öfugum kynhlutverkum, t.d. kona á karlaklósetti og karl með undir- föt og háhælaða skó. Þessi auglýsinga- herferð jaðraði við að gera kvennahreyf- inguna að athlægi þar sem hún snerist upp í andhverfu sína. Eitt slagorð var þó eftirminnilegt: Ef þú velur ekki fulltrúa þinn, þá velur einhver annar fulltrúa sinn til að vera fulltrúa þinn En eru „bestu" fulltrúar kvenna alltaf konur? Sem þingmenn/konur þurfa konur að taka þátt í og samþykkja erfið- ar ákvarðanir sem lúta að t.d. niður- skurði í heilbrigðisgeiranum þar sem eru fjöldi kvennastarfa og fá svo grfðar- lega og ósanngjarna gagnrýni frá kyn- 52

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.