Vera


Vera - 01.12.2001, Qupperneq 55

Vera - 01.12.2001, Qupperneq 55
kennsubækur skuli ekki fá að ganga undir eigin nafni. Þá tengist saga hennar einu mesta drama íslands- sögunnar. Tyrkjaránið er einu kynni okkar af raunverulegri stríðsárás. Árás á landið þar sem fólk var myrt og eignir brenndar. Það þýddi end- anleg skil við fósturjörðina fyrir obbann af fólkinu sem í því ienti. Skyggnst á bak við blæjuna - inn í veröld Islam Þetta verkefni var lagt á mínar herð- ar og svo verður þetta bara að köll- un en það hefur mestan partinn ver- ið ljúf skylda. Það hefur verið reisa inn í iiðinn tíma, inn í aðra menn- ingu og trúarbrögð. í þeirri reisu er skyggnst á bak við blæjuna og inn í veröld lslam. Kvennasamfélagið, heimilisharemið er alveg gríðarlega verndað og einangrað. Þetta eru hálfgerðar fangabúðir á vissan hátt. Ég leitaði fyrst og fremst að efni eft- ir þarlendar konur þegar ég var að reyna að átta mig á þessu lokaða samfélagi. Fyrsta „opinberunarbók- in" mín var Beyond the Veil, eða Handan blæjunnar eftir marokkósku fræðikonuna og rithöfundinn Fatimu Mernissi. En það eru einnig til frásagnir þræla af lífinu þarna al- mennt. Bæði þessi merkilegu ís- lensku bréf sem við eigum, en á sama tíma tíðkaðist líka að evrópsk- ir þrælar, menntamenn sem hneppt- ir voru í ánauð, skrifuðu endur- minningar sínar. Þá fyrst og fremst um heim karlanna, en þeir segja einnig sögur af konum. Ég nota auðvitað allar heimildir sem eru til um Guðríði sjálfa til hins ítrasta. Bréfið hennar til mannsins sem hún átti heima á íslandi er eina heimild- in frá henni sjálfri, og eina varð- veitta bréfið frá konu úr Tyrkjarán- inu, en hluti þess er því miður glat- aður. Síðan kemur nafnið hennar fyrir aftur og aftur á allskonar list- um. Og svo eru reikningarnir yfir hana, hátt lausnargjald, hártollur og eigið framlag. Henni bregður fyr- ir aftur og aftur og allt bendir til að Ég heillast af týndum konum. Það er svo margt falið, gleymt og týnt í sögu kvenna, það er eins og hvert annað skyldustarf að endurlífga hana. hún hafi haft einbeittan vilja til að komast heim, losna. Ég trúi að hún hafi verið seig, viljasterk og dugleg kona. Hún ræðst í að skrifa bréf, sem hefur verið mjög flókið og snú- ið mál fyrir ambátt í lokaðri kvenna- veröld. Hún nýtir sér þá möguleika sem hún hefur til þess að leggja fyr- ir og safna peningum en þær voru bara þrjár konurnar sem gátu gert það. Þetta eru heimildir um karakter og allt ber að sama brunni. Að Guð- ríður hafi verið framúrskarandi kona, hún hafi haft margt til brunns að bera og að það sé fullkomlega eðlilegt að maður eins og Hallgrím- ur Pétursson hafi valið hana fyrir eiginkonu. í þrælabúðunum í Alsír á 17. öld ægði saman fólki hvaðan- æva að úr veröldinni. Þess vegna get ég látið Guðríði hnýta teppi við hliðina á ungri stúlku frá Síam og kynnast hollenskri konu sem síðar kynnir hana fyrir Rembrandt. Ég hef fullgild rök fyrir þessu. Reisan gegn- um Evrópu 17. aldarinnar, á tímum 30 ára stríðsins, var ofboðslega spennandi. Hún hitti Kristján IV í Gluckstadt, fyrir því eru heimildir. Eftir allan minn lestur, í heimilda- skránni eru um 120 titlar, þá tel ég mig hafa það mikla vitneskju og kunnáttu um þetta samfélag að ég láti ekkert gerast sem ekki gæti hafa gerst. Það getur auðvitað orðið dá- lítið reyfarakennt á köflum. En þetta voru reyfaratímar. 400 Islendingum var rænt Heimildavinnan fólst ekki síst í því að kanna sögusviðið, verða vel að sér um vettvanginn og hugmynda- fræðina og komast eins nálægt lífi kvenna almennt og hægt er. Ránið er þekktur atburður þarna suðurfrá. Það var mikið siglingaafrek að kom- ast svona langt norður og ránsfeng- urinn var stór. Þetta voru hátt í 400 íslendingar. Fangarnir voru illa klæddur tötralýður en þeir voru rosalega margir. Það eru frásagnir af því að stórum skipum hafi verið rænt en svona umfangsmiklar land- Guðiiíðak SÍMONAKDÓ fllK Skáldsaca byggð á heimildum árásir voru fátíðar. Um sumar per- sónur hef ég þó nokkrar heimildir. Jón Jónsson Grindvfkingur skrifar til dæmis mjög merkileg bréf og Gutt- ormur Hallsson frá Djúpavogi er annar merkur bréfritari. Fleiri bréf eru mikilvæg en duga þó skammt. Ég er því svo óforskömmuð að ég bý til manneskjur. í flestum tilfellum hef ég ekkert nema nöfnin á fólkinu. Og svo verðgildið, hversu mikils metið það var, hvað það kostaði í peningum. Síðan skoða ég hvort það birtist á þessum nafnalistum, staðfestu þess í því að vilja koma heim. Austfirðinginn Brand Arn- grímsson, sem er stór persóna í bókinni, bý ég nær alveg til. Ég ákvað strax að láta Guðríði kynnast Austfriðingi til þess að draga þann hluta dramans inn í söguna, en um 110 manns var rænt frá Austfjörð- um. Ég fann nafn Brands m.a. á nokkrum nafnalistum, og hann var leystur út fyrir allháa upphæð og lagði fram drjúgan skilding sjálfur, þannig að ég tel að hann hafi verið dugandi maður. En þessi undirliggj- andi spenna þeirra á milli er algjör- lega minn skáldskapur. Svona ósvífin er ég," segir Steinunn ióhannesdóttir. En ósvífnin skilar sér. Eftir stendur magnað verk þar sem dreg- in er upp heillandi en raunsönn mynd af konu sem flestir kannast við sem Tyrkja-Guddu. Þetta er bók sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.