Vera - 01.12.2001, Síða 64
Heilsa
Arndís Guðmundsdóttir og Alda Ásgeirsdóttir
Hóflegt ólag, einkum ef það er
okkur að skapi, styrkir og bætir líf-
ið, en ef það er of mikið getur það
haft skaðleg óhrif ó líkama og sól.
Greining fólks og úrvinnsla ó um-
hverfi og ytri aðstæðum fer fram í
heilanum og því hefur verið haldið
fram að streituóstand séu frumstæð
viðbrögð lífverunnar við aðsteðj-
andi hættu. Vísindamenn hafa kom-
ist að því að streita veldur ókveðn-
um efnabreytingum í heilanum sem
geta haft óhrif ó heilsuna. Stress
losar adrenalín í líkamanum, horm-
ón sem virkar ó varnarkerfið og
gerir það að verkum að hjartað
slær örar, blóðþrýstingur hækkar,
vöðvaspenna eykst og augastein-
arnir dragast saman. Sú tilgóta að
sólrænir þættir auki líkur ó myndun
krabbameins hefur reynst lífseig.
Tilgótur í þessa veru hafa enn ekki
verið endanlega staðfestar eða
afsannaðar.
Streita og streituvaldar
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir
muninum á streitu og því sem veld-
ur streitu - streituvaldi. Hugræn
einkenni streitu geta verið tilfinn-
ingar eins og kvfði og angist eða
depurð og þunglyndi. Líkamleg við-
brögð við streitu geta m.a. verið
aukin spenna í vöðvum, aukin svita-
myndun, eirðarleysi, hraðari hjart-
Streita
Líf án álags er varla til
sláttur og grynnri öndun, svefntrufl-
anir, lystarleysi o.fl. Tfmalengd
streituálags skiptir máli, svo og
ýmsir þættir eins og persónuleiki,
skaplyndi, aðlögunarhæfni, félags-
legt stuðningsnet, fyrri reynsla og
að sjá fyrir endann á álaginu. Fólk
finnur fyrir streitu þegar það kemst f
uppnám. Það getur verið vegna
röskunar á einhverju í Iffinu og
tengt bæði gleði eða sorg. Maður
getur upplifað streitu við að fá
kauphækkun, eða vera rekin(n) úr
vinnu. Rannsóknir sýna að konur
með börn hafa meira magn af
streitu-hormónum í blóðinu en
konur sem ekki eiga börn. Þetta
þýðir ekki að konur án barna upplifi
ekki streitu - síður en svo. Ef við
ofgerum líkamanum með vinnu og
göngum á þrek hans án þess að
hvílast er streita óhjákvæmileg
afleiðing.
Jólakvíði
Á jólunum leggjum við okkur fram
um að gleðja okkar nánustu. jólin
eru hátíð Ijóssins og erum við oft
tilbúin til þess að leggja mikið á
okkur til að öðlast gleði og frið. Við
hlöðum í kringum okkur hlutum
sem minna á hátíðina, skreytum
með marglitum ljósaseríum og bæt-
um það sem betur má fara á heimil-
inu, skúrum, skrúbbum og bónum.
Vandinn er að þekkja takmörk sín.
Hinn margumræddi jólakvíði getur
verið sprottinn af mismunandi
ástæðum, t.d. slæmum minningum,
skilnaði, áfengisvandamáli, fráfalli
maka, missi barns og einstæðingar
kvíða því að vera einir yfir hátíðirn-
ar. Einnig getur „tímaleysi" nútíma-
mannsins og fjárhagsáhyggjur haft
sitt að segja. Ef væntingar og vonir
rætast ekki, eins og gert var ráð fyr-
ir, verðum við fyrir vonbrigðum og
þá getur verið stutt f þunglyndið.
Hvað er til róða?
Við höfum ekki alltaf haft stjórn á
aðstæðum okkar, en við getum ráð-
ið töluverðu um hvernig við bregð-
umst við þeim. Gleymum ekki að
fara kyrrláta veginn stöku sinnum.
Það er svo auðvelt að keyra hrað-
brautina og vera kominn á fleygiferð
áður en maður veit af. Hugsaðu já-
kvætt og gaumgæfðu hvað þú getur
gert í stöðunni:
- Taktu á þeim þáttum í lífi þínu
sem ýta undir streitu, til dæmis
með því að minnka áfengisneyslu,
borða hollan og næringarríkan
mat (minni fitu), draga úr koff-
einneyslu (t.d. með því að drekka
koffeinlaust te) og hreyfðu þig
meira
- farðu í gönguferðir, sund, stund-
aðu Ifkamsrækt o.fl. Gerðu það
sem þér finnst skemmtilegt! Ef þú
gerir þetta minnkar þú ekki ein-
ungis streituna, heldur mun þér
líða betur á allan hátt.
- Komdu þér þægilega fyrir, sitjandi
eða liggjandi. Slakaðu vel á og
andaðu djápt nokkrum sinnum, það
losar um streitu. Einnig getur ver-
ið gott að stunda hugleiðslu eða
hlusta á slökunartónlist.
- Ekki setja þér óraunhæf markmið
eða reyna að vera eins og þú „átt"
að vera. Vertu þú sjálf(ur) og
mundu að það er allt f lagi að
segja stundum „nei".
64
Myndir: Elín Helena