Vera


Vera - 01.12.2001, Qupperneq 66

Vera - 01.12.2001, Qupperneq 66
Kvikmyndir ‘Ævíntýrí Cíízast f I 'antasían er oft séð sem kvenlegur miðill. Kon- ^ ur hafa verið framarlega í fantasískum bók- menntum og nýtt sér fantasíuna óspart til þess að brjóta upp hefðir og norm, stokka upp kynja- hlutverk og leika sér með það að skapa nýja heima og' ný viðmið. Þessara róttæku uppstokkana gætir hins- vegar ekki sem skyldi í fantasískum kvikmyndum, en þær einkennast oftar en ekki jafnvel af næstum nostal- gískum ítrekunum ó hefðbundnum kynjahlutverkum. Fantasíur eru um margt skyldar ævintýr- um og gerast yfirleitt í einskonar tíma- lausri fortíð, þarsem hinn magíski heim- ur hefur ekki vikið fyrir raunvfsindaleg- um veruleika. Þessi fortfð er mönnuð hetjum, fyrst og fremst, en einnig prinsessum og nornum, drekum og smáfólki ýmsu, svo ekki sé talað um dýr í álögum. Á níunda áratugnum kom fram sægur af fantasíum, en þær hafa ekki verið eins áberandi á þeim tíunda. Nú virðist hinsvegar ætla að renna upp nýtt skeið fantasískra kvikmynda með Harry Potter og Hringadróttinssögu. Fantasíur geta verið af ýmsu tagi. Til dæmis myndi ég kalla Star Wars-mynd- irnar (George Lucas, 1977, Irvin Kers- hner, 1980, Richard Marquand, 1983, Geroge Lucas, 1999) ævíntýramyndir eða fantasíu fremur en vísindamyndir, þrátt fyrir alla tæknidelluna sem mynd- unum fylgja og sem ævintýramynd fylgir hún hefðbundnu hetjugoðsagnamynstri. Hetjan Luke geimgengill er af óljósum uppruna en reynist síðan konungborinn; hann hlýtur hjálp frá yfirnáttúrulegum öflum, í líki furðuverunnar Yoda og tveggja vélmenna. Luke hlýtur prinsess- una að launum, en eftir stutt sifjaspellst samband kemur í Ijós að hún er systir hans og hann lætur hana eftir sínum trausta félaga Han Solo, en hann er einmitt birtingarmynd annarar hetju- ímyndar, sem er hetjan sem ævintýra- maður og flagari, en hann er að sjálf- sögðu taminn þegar hann fellur fyrir prinsessunni sem hann bjargar, nokkrum sinnum. Stjörnustnðsmyndirn- ar gerast í framtíðinni - eða úti í geimi í fjarlægu stjörnukerfi sem minnirá hug- myndir margra um mennska framtíð- en að flestu leyti minna þærá hefð- bundnar ævintýramyndir eins og Dragonheart (Rob Cohen, 1996), Labyr- intfi (|im Henson, 1986), Ladyhawke (Richard Donner, 1985), Legend (Ridley Scott, 1986), Princess Bride (Rob Reiner, 1987) og Willow (Ron Howard, 1988). Þessar myndir fjalla um hetjur sem leggja upp í hættuferðir til að drepa andstæðing, bjarga einhverju fórnar- lambi eða auðgast og í öllum föllum sanna sig sem hetjur. Labyrinth sker sig nokkuð úr þarsem hún fjallar um stúlku sem hverfur inn f heim ævintýrsins til að bjarga litla bróður sínum úr klóm galdramanns - en þar sjáum við hins- vegar hvernig það er móðureðlið sem gerir konur að hetjum! Princess Bride og Willow snúa upp á kynjaformúluna að því leyti að þær eru að hluta til paródíur á ævintýramyndir og eru ýktar upp, hetj- urnar eru tiltölulega klaufalegar og dömurnar sem þeir eiga að bjarga þurfa oftar en ekki að lappa upp á hjálpina, en allt endar svo á 'réttan' veg. Og ekki má gleyma því að prinsessan í stjörnu- stríðsmyndunum sýnir flotta takta á stundum. Önnurtegund ævintýramynda eru sverða- og særingamyndir svokallaðar, en það eru myndir sem gerast í einskon- ar barbarískri fortíð. Þetta eru myndir eins og Conan-myndirnar (|ohn Milius, 1982, Richard Fleischer, 1984), Dungeons and Dragons (Courntey Solomon, 2000) og Red Sonja (Richard Fleischer, 1985), en þær eru allar eftir- tektarverðar fyrir sterk kvenhlutverk, sér- staklega er Grace Jones eftirminnileg úr Conan the Destroyer og Red Sonja hefur beinlínis kvenkyns hetju í aðalhlutverki. Undir þessar myndir falla einnig nýlegar tölvuleikjamyndir eins og Mortal Conibat (Paul Anderson, 1995) og Street Fighter (Stephen de Souza, 1994), sem eru skipaðar hópi bardagaglaðra ung- menna af báðum kynjum. Núnú og svo má ekki gleyma 'barnamyndunum'; Borrowers (Peter Hewitt, 1997), The Coonies (Richard Donner, 1985) og The Neverending Story (Wolfgang Petersen, 1984). Borrowers er sú sem hefurá að skipa flottustu kvenhetjunni. Myndin segir frá búálfafjölskyldunni Klukku og mennsku fjölskyldunni Lenders sem deila gömlu húsi í ensku smáþorpi. Vondur lögfræðingur svindlar húsið út úr Lenderunum svo allir þurfa að flytja. En falin í vegg er erfðaskrá sem tryggir rétt Lenderanna og það kemur í hlut smáfólksins að redda málunum, eða réttara sagt, dóttur smáfólksins sem óvart verður strandaglópur í húsinu með litla bróður sínum (sem hún þarf svo líka stöðugt að bjarga, líkt og systir- in í Labyrinth). Enn eru ónefndar fjöl- margar fantasíur, svo sem tímaflakks- myndirnar Back to the Future (Robert Zemeckis, 1985, 1989, 1990), The Navigator (Vincent Ward, 1989), Time Bandits (Terry Gilliam, 1981) og franska myndin Les Visiteurs (lean-Marie Poiré, 1993) sem allar hafa ýmislegt annað en femínískan boðskap til brunns að bera. Það sem er kannski eftirtektarverðast við allar þessar fantasfur er að þrátt fyrir þessa áherslu á hefðbundin kynhlutverk í aðalhlutverkum, þá er oftar en ekki um að ræða ýmiskonar kynjaflökt og upp- stokkun á jöðrunum, í aukahlutverkum og umhverfi, sem vert er að huga að þegar svona myndir eru skoðaðar. Og svo má ekki gleyma illkvendunum, en þær eru oftar en ekki áhugaverðustu persónurnar svona femínískt séð. Að lokum verð ég að fá að nefna eina fantasíu sem gengur þvert á allt þetta, hefðbundnar fantasíur og hefðbundnar tilraunir til að brjóta þær upp en það er mynd Neils lordan The Conipany of Wolves (1985) sem byggir á útgáfum Angelu Carter á ævintýrinu um Rauð- hettu og úlfinn. Á sínum tíma þótti femínismi Carter í þessum ævintýraút- gáfum nokkuð vafasamur með sínum sterku erótísku undirtónum sem oft á tíðum jaðra við sadisma. Ómissandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.