Vera


Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 72

Vera - 01.12.2001, Blaðsíða 72
Ádeila á yfirborðskennd, auglýsingamennsku og grunnhyggju Hátt uppi við Norðurbrún, Hlín Agnarsdóttur, Salka, 2001 Núna í ár kemur út fyrsta skáldsaga Hlínar Agnarsdóttur, Hátt uppi við Norðurbrún. Hlín hefur á sfðustu árum skapað sér gott nafn við leikstjórn og leikritaskriftir. f nýlegu viðtali við bóka- blöðung Morgunblaðsins ber Hlín einmitt saman hvernig er að vera skáld- sagnahöfundur og hvernig er að vera leikritahöfundur. Hún bendir á það að skáldsagnahöfundi leyfist miklu meira en leikritahöfundi. Af hverju? Nú, vegna þess að skáldsagnahöfundur þarf ekki að hafa áhyggjur af því að fá næga fjár- veitingu til þess að byggja glæsilega sviðsmynd og kaupa alla þá aukaleikara sem þarf til að uppfylla sýn höfundar. í þessari fyrstu skáldsögu sinni nýtir Hlín sér þetta nýfengna sköpunarfrelsi sitt sem skáldsagnahöfundur til fullnustu. í bókinni kynnumst við aragrúa af aukapersónum, hverannarri furðulegri og hverannarri kostulegri. Við kynn- umst öryrkjanum og kristilega tónlistar- manninum Páli, loðuga lögfræðingnum Elínu, hommaparinu Lúðvík og Tony og bosníska naglasnyrtifræðingnum og fyrrverandi nektardansmeynni lanine, svo aðeins fáeinir séu nefndir. Sköpun- argleði Hlínar leynir sér ekki í lýsingum hennar á persónum sínum en betur hefði farið ef henni hefði tekist að hemja sig. Persónur skáldsögunnar eru ekki heilsteyptar og eru oft á tfðum frek- ar stereótýpískar. Þrátt fyrir kostulega spretti í persónusköpuninni, eru flestar persónur sögunnar heldur flatar. Hver þeirra virðist aðeins vera persónugerv- ingur einnar hliðar samfélagsins sem Hlín vill vekja athygli á og deila á. En persónusköpun bókarinnar er dregin upp úr flatneskjunni af aðalper- sónunni, Öddu ísabellu. Adda ísabella er skemmtilegasta kvenpersóna sem lengi hefur sést í íslenskum bókmennt- um. Hátt uppi við Norðurbrún er samfé- lagsádeila. Hlín dregur fram og ýkir fá- ránleika samfélags okkar. Eitt eftir- minnilegt stílbragð sem hún notar er að skýra ýmsar stofnanir upp á nýtt. Þess vegna fáum við að heyra um Einstæð- ingsflokkinn, Urrlistann og agnagrunn Smára í Gervigreiningu. í bókinni gerir Hlín þó sérstaklega grín að fjölmiðla- menningu nútímans. Stórt hlutverk í bókinni fær sjónvarpsstöðin Skjár beinn og systurfjölmiðill hans, tímarítið Sjálfs- mynd, sem fara offari í umfjöllun sinni um persónulega hagi íslendinga. Það sem Hlín deilir aðailega á í bókinní er yfirborðskenndin, auglýsingamennskan og grunnhyggjan sem hrjáir nútíma samfélag. Ein skýr persónugerving þessa vandamáls f bókinni er persónan Káloð. Káloð er stórglæsilegur maður á yfirborðinu; hann er hávaxinn, Ijóshærð- ur, með stinnan rass og glansandi tenn- ur. En þegar Ká|oð afklæðist, tekur hann af sér hárkolluna, stígur af upphækkuð- tækniskóli jslands___________ Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 577-1400, fax 577-1401, www.ti.is um skónum og tekur úr sér tanngarðinn og rassapúðana. Bókin er „drepfyndin" á köflum. Skopskyn Hlínar nær þó ekki alveg að njóta sín því að bókin er ofhlaðin. Það eru hreinlega of margar persónur, of margir söguþræðir. Þegar best lætur, veltist lesandinn um af hlátri, en há- punktar sögunnar drukkna í upplýsinga- og söguflæði bókarinnar. En kannski er það akkúrat þessi ofhlaðningur, þetta óstöðvandi flóð sífellt fáránlegri og ótrúlegri atburða og persóna, sem gerir bókina þá afbragðsskemmtun sem hún er. Hátt uppi við Norðurbrún ervel þess virði að lesa núna í skammdeginu. Sag- an er absúrd og kaflinn þegar ein sögu- persónan er gleypt af jörðinni (bókstaf- lega) hlýtur að teljast með eftirminni- legri köflum sem ég hef lesið. Ég hlakka til að lesa næstu bók Hlínar. HITAVEITA SUÐURNESJA Brekkustíg 36 - Sími 422 5200 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.