Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 20

Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 20
/ VÆNDI Ui^offjqQ feaiapa Mynd: Þórdís Ágústsdóttir Gísli Hrafn Atlason segir frá rannsókn sinni á vændiskaupendum í Danmörku >>Fyrir um tveimur árum var ég að hlusta á útvarpsþátt hér í Danmörku um ástæð- ur þess að vændi eykst eða myndast í kringum svæði þar sem stríð á sér stað. í þættinum var verið að ræða þá gríðarlegu aukningu sem varð á vændi í fyrrverandi Júgóslavíu og komið hafði í Ijós að hermenn SÞ og NATO höfðu margir hverjir farið til vændiskvenna og þannig tekið þátt í að mynda eftirspurnina. Eftir nokkrar bollaleggingar sagði einn einfaldlega: „Drengir eru og verða drengir," (boys will be boys) og átti þá við að hermenn (karlar) þurfi kynlíf og helst mikið, þeir eru jú karl- ar og þar með var umræðunum lokið af hans hálfu. Með þessum orðum var hann ekki aðeins að skýra ástandið heldur var hann líka að réttlæta það og um leið þá staðreynd að þúsundir kvenna voru seldar í kynlífsþrældóm á meðan stríðið í fyrr- um Júgóslavíu stóð yfir. Sú skýring á vændi að það sé eins konar öryggisventill er ekki ný af nál- inni og má finna þessa skýringu í eldri kenningum um vændi (sjá t.a.m. Kingsley Davis 1937 og Burley og Symanski 1981). Þessar kenningar ganga í grófum dráttum út á að það sé grundvallarmunur á kynlífsþörf karla og kvenna og að karlar hafi mun meiri þörf fyrir kynlíf en konur. Sam- hliða því er talið að ef karlar fá ekki þá „útrás" sem þeir þarfnast kynlífslega séð þá fari allt í bál og brand og þeir verði meðal annars ofbeldisfullir. Þessar kenningar eru furðu lífseigar þrátt fyrir að engar rannsóknir styðji þær og má gjarnan heyra þær í al- mennu spjalli um vændi. I viðtölum mínum við vændiskúnna hafa þessar hugmyndir líka endurómað. Þegar ég hef spurt þá um ástæður fyrir því að þeir fari til vændiskvenna byrja þeir gjarnan á almennum skýringum um að karlar þurfi yfir höfuð mikið kynlíf og þannig hafi það alltaf verið. Marg- ir bæta goðsögunni um að vændi sé elsta atvinnugreinin við. Einn við- mælandi minn sagði t.a.m.: „Ég held að það séu margir sem hafa þörffyrir þetta. Þeir fá kannski ekki allt sem þeir vilja fá heima hjá sér og fara þess vegna á aðra staði til að fá það setn þeir þarfnast. “ Hann hélt svo áfram og sagði að ef karlar færu ekki til vændiskvenna til að fá þörfinni sinnt þá gæti samband þeirra við makann farið í hundana. Annar við- mælandi minn sagði: „Égget alls ekki ímyndað mér sarnfé- lag án vœndis því að í fyrsta lagi eru EG TEL AÐ ÞVÍ VIÐURKENNDARA SEM VÆNDI ER ÞEIM MUN MEIRA VERÐI ÞAÐ. EINNIG TEL ÉG AÐ VÆNDI VERÐI ALGENGARA ÞVÍ STERKARI EÐA VIÐ- TEKNARI SEM HUGMYNDIN UM HINA MIKLU KYNLÍFSÞÖRF KARLA ER þœr [vændiskonur] mjög góðar í að hjálpa fólki. Þá eiga margir kúnnar við einhvers konar erfiðleika að stríða, það þarf ekki endilega að vera kynferðislegt vandamál þó það gœti vel verið svo en þeirfá í það minnsta mikla hjálp. Margir eru einmana og mörgum líður bara verulega illa. Og sumar vœndiskonurnar hafa virki- lega mikla reynslu, það vœri jafnvel hægt að líkja þeitn við reynda sál- frœðinga. “ Margir viðmælenda minna hafa sagt eitthvað í þessa veru og segja einnig að ef ekkert væri vændið þá væri miklu meira um nauðganir og annað ofbeldi. „Ég fæ ekki allt" Ég hef tekið viðtöl við um 20 vændiskúnna sem eru allir fastagestir á vændishúsum, eða það sem Máns- son og Linders (1984) kalla vanekobere og það eru þeir sem hafa farið 10 sinnum eða oftar til 20 / 1. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.