Vera - 01.02.2004, Page 21

Vera - 01.02.2004, Page 21
vændiskvenna og fara nokkuð reglu- lega. Viðmælendur minir voru á milli 29 og 69 ára aldurs og um helmingur i þeirra var giftur eða í sambúð. Þó kúnnarnir séu nokkuð flölbreyttur hópur þá er margt líkt í þeim ástæð- um sem þeir gefa upp fyrir því að fara til vændiskvenna. Hinir yngri sem eru í sambúð segja gjarnan að þeir fái ekki „allt" hjá konunni sinni og einn sagði t.a.m.: „Ég var búinn að hugsa um þetta í mörg ár og fannst þetta spennandi. Eg var ekki fyllilega áncegður tneð kynlíf mitt af því að konan var ekki tilbúin að gera allt. Svo gafst tœki- færið þegar ég var að vinna í öðrutn bæ og þá prófaði ég.“ Annar sagði: „Mig langaði til þess að prófa hluti sem ég hafði aldrei prófað áður með konu. Ég gat aldrei gert þessa hluti með kottutmi minni og það er ástæð- an fyrir því að ég byrjaði að fara.“ Þessi hópur er líka með strangari útlitskröfur og það virðist mikilvæg- ara hjá þessum einstaklingum að prófa margar vændiskonur, prófa > eitthvað nýtt. Einn sagði til að mynda að hann hefði þörf fyrir að fá kynferð- islegum hugarórum sínum fullnægt og bætti svo við: „Stundum leita ég að ákveðnum týpum, þú veist. Mig lattgar kannski í eitta ttteð stór brjóst og þá fiitn ég hana.“ Annar sagðist aldrei fara til sömu vændiskonunnar nema hún væri stórkostleg eins og hann komst að orði og bætti svo við: »Stundum er ég að leita eftir uttgri stelpu sem á þá að vera ung, sexý og líta vel út ett stundum þarf það bara að vera í nœsta ttágrenni og þá prófa ég eitthvað anttað Af auglýsingum vændiskvenna og viðtölum við þær má sjá svipaða til- hneigingu. I einu viðtalinu sagði ein sem var (fylgdarþjónustu að markað- urinn hefði vaxið nokkuð síðustu árin og bætti svo við: „Fyrir okkur snýst þetta utn að fá nýtt blóð - kútmarnir l vilja alltaf prófa eitthvað nýtt og að hafa ttýjar stelpur er því mikilvægt í þessum bransa." (Moustgaard og Brun 2001: 29). Seinna í sama viðtali bætti hún því við að þetta væri ástæðan fyrir því að svo margar kon- ur af erlendum uppruna stunduðu vændi í Danmörku. Þeir eldri sem eru í sambúð eiga sér sambærilegar skýringar og þeir yngri sem eru í sambúð. Þeir segja nefnilega sumir að þeir fái ekki „nóg" hjá konunni sinni. Það er í sjálfu sér afstætt hvernig „nóg" skilgreinist hjá þessum einstaklingum og hið sama gildir um vændiskúnnana sem segj- ast ekki fá „allt". Með öðrum orðum þá eru skilgreiningarnar breytilegar á milli einstaklinga. Eldri sambúðarkarl- arnir eru þó ólíkir hinum yngri þar sem tilfinningaleg nærvera eða inni- leiki er mikilvægari þáttur heldur en hjá þeim yngri. Hið sama gildir um þá marga sem ekki eru í sambandi. Ýms- ir einstaklingar úr þessum tveimur hópum segjast vera einmana og hafi því meiri þörf fyrir nánd og segjast fara til vændiskvenna af þeim ástæð- um. Þá segja ýmsir þeirra sem ekki eru í sambúð að þeir fari einmitt af því að þeir eru ekki í sambúð og stundi ekki reglulegt kynlíf. Einn lýsti því til dæmis fyrir mér að hann hefði aldrei stundað kynlíf nema með vændiskonu þar sem hann gæti ekki náð sér í konu. Seinna í viðtalinu bætti hann við, þegar ég spurði hann hvort hann myndi hætta að fara til vændiskvenna ef hann væri í sam- búð: „Já, það held ég. Mér líður í sjálftt sér ekki vel ttteð þetta eitts og þetta er. Með það að stutida kynlíf á þennatt hátt. “ Annar lýsti því fyrir mér að hann hefði byrjað að fara til vændiskvenna þegar hann var um tvítugt vegna þess að hann átti ekki neina kærustu. Hann hætti að fara til vændiskvenna á meðan hann var í sambúð en byrj- aði á ný þegar henni lauk. Viðmæl- endur mínir hafa gefið upp fleiri ástæður og sumir segja að þeim líði illa á einhvern hátt eða fari til þess að losa um spennu og einn sagði að hann færi þar sem hann hefði þörf fyrir að fá gott tott annað slagið. Langflestir viðmælendur mínir eiga sér þó einhverja sögu um hvers vegna þeir heimsækja vændiskonur eða einhverja góða ástæðu sem studd er af karlmennskuhugmynd- inni um að karlar þurfi almennt mikið kynlíf. Sagan getur verið í formi þess að þeir eigi við erfiðleika að stríða, að þeir fái ekki „allt" eða „nóg" eða fái ekki neitt. Með slíkri sögu réttlæta þeir heimsóknir sínar og vændi um leið. Á sama hátt „normalisera" þeir sjálfa sig og um leið vændi. Með öðr- um orðum: „Boys will be boys." Viljum við búa í samfélagi þar sem kaup/sala líkama er sjálf- sagður hlutur? Út frá rannsókn minni og með sam- anburði við aðrar rannsóknir á svið- inu tel ég að því viðurkenndara sem vændi er þeim mun meira verði það. Einnig tel ég að vændi verði algeng- ara því sterkari eða viðteknari sem hugmyndin um hina miklu kynlífs- þörf karla er. Hér í Danmörku eru flestir sammála um að vændi hafi aukist talsvert síðustu tíu árin og nú má finna vændi út um allt land, ólíkt því sem áður var. Einnig hefur inn- flutningur á konum til að stunda vændi margfaldast á þessum tíu árum og nýjustu tölur segja að fjöldi erlendra kvenna sem stunda vændi í Danmörku hafi tífaldast á aðeins tíu árum (Kongstad 2002). Flestar þeirra koma frá A-Evrópu og Asíu. Ekki virð- ast nógu margar danskar konur vera tilbúnar til þess að stunda vændi og því hefur verið gripið til þess ráðs að flytja erlendar konur inn til að svara eftirspurninni. Á sama tíma og þetta er að gerast í Danmörku eru flestir sammála um að vændi hafi minnkað í Svíþjóð og um leið mansal til Svíþjóð- ar. Grundvallarspurningin hlýtur að snúast um hvort við viljum búa í sam- félagi þar sem vændi er talið sjálf- sagður hlutur. Viljum við búa í samfé- lagi þar sem við teljum sjálfsagt að fara með persónur eins og hluti og kaupa og selja eftir því sem okkur þóknast? ListiyfirheimildirGíslaeruá www.vera.is EKKI VIRÐAST NÓGU MARGAR DANSKAR KONUR VERA TILBÚNAR TIL ÞESS AD STUNDA VÆNDI OG ÞVÍ HEFUR VERIÐ GRIPIÐ TIL ÞESS RÁÐS AÐ FLYTJA ERLENDAR KONUR INN TIL AÐ SVARA EFTIRSPURNINNI vera / 1. tbl. / 2004 / 21

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.