Vera - 01.02.2004, Qupperneq 37

Vera - 01.02.2004, Qupperneq 37
Tónlistartími barnanna og Vísnabókin Þeir Islendingar sem komnir eru á miðjan aldur muna glöggt Tónlistartíma barnanna í útvarpinu á árunum um og uppúr 1960 þar sem Jórunn Viðar og Þurfður Pálsdóttir söngkona fluttu þjóðlög og þulur, meðal annars alla Vísnabókina í út- setningum Jórunnar. Þessar hljóðritanir varðveittust í safni út- varpsins og hafa komið út á tvöföldum geisladiski, Fljúga hvítu fiðrildin (Smekkleysa 2001). Þar er til dæmis að finna lag Jórunnar við þuluna Það á að gefa börnum brauð, þar sem hún hitti svo nákvæmlega á hinn þjóðlega tón að flestir halda að þetta lag Jórunnar sé þjóðlag. Nýjasti diskurinn með verkum Jórunnar Viðar er Man- söngur (Smekkleysa 2003) þar sem Sinfóníuhljómsveit (s- lands leikur ballettana Eld og Ólaf Liljurós, en sjálf þótti Jór- unn efnilegur dansari á sínum tíma og segir að verk sín séu full af dansi. Jórunn Viðar hefur áður hlotið viðurkenningar fyrir störf sín að tónlistarmálum. Má þar nefna Riddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu árið 1988 og heiðurslaun Alþingis sem hún hefur notið frá árinu 1989. Árið 1999 var hún útnefnd Borgar- listamaður Reykjavíkur. Um svipað leyti kvaddi hún hátíðar- samkomu í tilefni áttræðisafmælis síns með hinum fleygu orð- um: „Ég er sko ekki hætt". Það stendur heima. Jórunn Viðar er enn að semja, orðin áttatíu og fimm ára. ié I s k o ð a / ð u borgardagatalið á www.reykjavik.is reykjavik.is vefur Reykjavikurborgar Það má teljast furðulegt hve fá afþessum ffamúrskarandi einsöngslögum Jórunnar Viðar heyrast að jafnaði. Ég þori að fullyrða að íslenska einsöngslagið á 20. öld rísi vart hærra en í þessum perlum hennar [...] Þetta eru snilldar- lega samsett lög, ómótstæðilega grípandi og ættu að vera þekkt um allan heim. Reyndar er sama hvar gripið er nið- ur, öll lögin vekja aðdáun og gleði yfir frjórri sköpunar- gáfu tónskáldsins Valdemar Pálsson - umsögn um Únglínginn í skógin- um, geislaplötu 11. des. 1998 (MBL).

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.