Vera - 01.02.2004, Page 38

Vera - 01.02.2004, Page 38
Dagbjört Ásbjörnsdóttir NEYÐARMOTTAKA vegna nauðgana - hvað er að gerast þar? - rætt við Eyrúnu Jónsdóttur yfirhjúkrunarfræðing og Sigurlaugu Hauksdóttur félagsráðgjafa »í desember sl. urðu mikil uppþot í heilbrigðiskerfinu þegar rík- isstjórnin boðaði niðurskurð á Landspítalnum. Niðurskurðurinn bitnaði mjög á Neyðarmóttöku vegna nauðgana þar sem Guðrúnu Agnarsdóttur yfirlækni var sagt upp störfum. Einnig var fjórum fé- lagsráðgjöfum og einum sálfræðingi sagt upp en þær hafa skipt með sér að vera á bakvakt allan sólarhringinn. í stað þess á að ráða félagsráðgjafa í hálft starf í dagvinnu á slysadeildina til að sinna ýmsum málum sem upp koma á deildinni. 4» Neyðarmóttaka vegna nauðgana hefur verið starfrækt síð- an 1993 en að henni koma ýmsir fagaðilar, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, lögmenn, sálfræð- ingar og lögreglan. Á síðasta ári sóttu alls 119 einstakling- ar Neyðarmóttökuna á aldrinum 12-76 ára, allt konur utan einn karl og voru 39 undir 18 ára aldri. ( 14 málum voru fleiri en einn gerandi og um fjórar hópnauðganir var að ræða. (79% tilfella þekkti þolandinn meintan geranda. Tilkoma Neyðarmóttökunnar Árið 1989 skilaði nefnd um nauðgunarmál af sér skýrslu en í þeirri nefnd sat Guðrún Agnarsdóttir fyrir hönd Kvenna- listans. í áliti nefndarinnar var lagt til að komið yrði á fót þjónustu sem þjónaði þolendum í kynferðisafbrotamálum og að kæmu margir fagaðilar. Fyrirmynd að þjónustunni var að finna í Bandaríkjunum, Bretlandi og sérstaklega i Noregi en slíkri þjónustu hafði nýlega verið komið á lagg- irnar í Ósló. Eftir mikla undirbúningsvinnu var ákveðið að þjónustumiðstöðin yrði best staðsett innan slysadeildar því þar væri m.a sólarhringsaðgengi. Áður en Neyðar- móttakan tók formlega til starfa var myndað teymi fag- fólks sem var ætlað að standa fyrir þjónustunni. Eyrún seg- ir að grunnurinn að góðu starfi hafi verið lagður strax í byrjun með fræðslu fyrir starfsfólkið. Meðal þeirra sem þar kenndu voru konur frá Stígamótum og var þeirra innlegg ómetanlegt framlag til starfsins. „Farið var í gegnum óvissu okkar líka, unnið með for- dóma og hvað við gætum lært um það út á hvað kynferð- isofbeldi gengur. Þetta var mjög gott námskeið og við fengum nýja sýn sem við búum enn að." Sigurlaug Flauksdóttir segir að Neyðarmóttakan hafi verið í stöðugri þróun siðastliðin 11 ár og að fagfólk hafi verið að sækja sér reynslu og fagþekkingu á þessu erfiða sviði. Því sé erfitt að horfa upp á þær róttæku breytingar sem eiga sér stað núna. Hún óttast að þessar aðgerðir verði skref afturábak í þjónustu við þolendur í kynferðisaf- brotamálum. Skilningur á kynferðisofbeldi hefur aukist Hvað finnst ykkur að hafi breyst með tilkomu Neyðarmót- tökunnar? Frá stofnun hennar 1993 hafa 1060 manns sótt þjón- ustuna og hafa 97% verið konur frá 12 - 78 ára aldurs. Ein af breytingunum segja þær vera að fleiri eldri einstakling- ar nýta sér þjónustuna. Ástæðuna telja þær vera að um- ræðan hefur opnast og fólk orðið mun meðvitaðra um mikilvægi þjónustu af þessu tagi. Neyðarmóttakan hefur verið i mjög góðri samvinnu við lögregluna og fljótlega eftir stofnun hennar var ákveðið að fulltrúar Neyðarmót- tökunnar kæmu með fræðslu í Lögregluskólann á hverju ári. Sú fræðsla hefur borið mikinn árangur og eru lögreglu- menn orðnir mjög meðvitaðir um þá sérstöðu sem kyn- ferðisglæpir eru. „Ef kona kemur á lögreglustöðina og grunur leikur á að um kynferðisofbeldi hafi verið að ræða er henni strax vísað til okkar. Lögrelgan keyrir þær jafnvel til okkar og bíður eftir ákvörðun okkar um framhaldið," segir Sigurlaug. „Við sjáum einnig miklar breytingar á framgangi mála hvað varðar réttarkerfið, en í dag leggur um það bil helmingur þolenda fram kæru. Þó að konur séu meðvitaðar um að fáar kærur komast til dómstóla er þetta

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.