Vera - 01.02.2004, Blaðsíða 39
liður í því að koma sökinni og ábyrgðinni yfir á þann sem
er skylt að bera hana, þ.e. gerandann. (79% tilfella er ger-
andinn einhver sem þolandinn þekkir, vinur eða kunningi.
Stundum hefur þolandinn kynnst viðkomandi sama kvöld
og þau verið að skemmta sér saman o.s.frv. Eyrún bendir á
að það sem einkenni nauðgunarmál sé að almenningur
telji að manneskjan hefði átt að sjá þetta fyrir, að hún hefði
átt að passa sig að koma sér ekki í þessar aðstæður o.s.frv.
Staðreyndin er hins vegar sú að stelpurnar sjá oft ekki fyrr
en eftir á að gerandinn var búinn að undirbúa þetta með
því að bjóða henni inn undir fölsku yfirskyni, taka hana af-
síðis o.s.frv. Slík vitneskja getur orskað enn meira áfall fyrir
þolandann. ( sumum tilfellum eru manneskjurnar ölvaðar
og dómgreindin því ekki eins og best verður á kosið. í um
þriðjungi mála er um áfengisdauða að ræða þar sem stelp-
urnar vakna jafnvel við það að verið er að nauðga þeim og
þær geta enga björg sér veitt. ( þessari umræðu er þó mik-
ilvægt að átta sig á því að það er sama í hvaða ástandi þol-
andinn er, sökin liggur ávallt hjá karlmanninum, en í næst-
> um öllum tilfellum er gerandinn karlmaður.
Alvarleg eftirköst
Sigurlaug segir að grófasta birtingarmynd ofbeldis sé
nauðgun. Samkvæmt hegningarlögum sé nauðgun
næstalvarlegasti glæpur sem beinist að einstaklingum en
morð sá alvarlegasti. Það sem gerir nauðgun að svo gróf-
um glæp er að hann er framinn af mannavöldum, viljandi
afbrot sem ristir miklu dýpra en önnur áföll. Nauðgun er
dæmi um algert virðingarleysi og hefur alvarleg áhrif á
sjálfsmynd þolandans. Hún er innrás í líkama annarrar
manneskju og misvirðing á sjálfsákvörðunarrétti hennar.
Slíkum glæpi má líkja við hnífsstungu í sálina, því ekki er
óalgengt að mikil vanlíðan, ótti og öryggisleysi fylgi í kjöl-
farið. Oft finnst konum þær vera óendanlega niðurlægðar
og upplifa sig sem skítugar og ógeðslegar. Sigurlaug telur
að hætta sé á að atburðurinn festist við þolandann ef
hann fær enga aðstoð og hjálp.
„Konur eiga að geta verið þær sjálfar, farið út að
skemmta sér og notið lífsins án þess að eiga á hættu að
vera nauðgað. Það er ekkert sem getur réttlætt nauðgun!
Það er mjög mikilvægt að konur fái að vita að þær gerðu
^ ekkert rangt."
Áhrif nauðgana geta verið mjög langvarandi en birt-
ingarform þeirra eru mismunandi. Fyrir nokkrum árum
gerði hópur sálfræðinema rannsókn á áfallaröskun þar
sem í Ijós kom að yfir 80% þolenda í nauðgunarmálum
þjást af áfallastreituröskun. Sigurlaug segirað hún geti lýst
sér á margvíslegan hátt, eins og í þunglyndi, almennum
kvíða og kynlífsvandamálum. Hin ýmsu einkenni geti haft
neikvæð áhrif á daglegt líf fólks, í samskiptum þess og
störfum. Það getur reynst þolendum erfitt að leita sér
hjálpar og eru þær oft í fylgd maka, foreldra eða nákomins
vinar þegar þær koma á Neyðarmóttökuna. Flestum finnst
gott að hafa tekið þetta skref því þær fá hlýjar móttökur
fagfólks og skilning á því sem hefur átt sér stað. Þá er líka
mikilvægt að orð þeirra eru ekki véfengd.
„Þolendur geta verið í allskyns ástandi þegar þær leita
aðstoðar á Neyðarmóttökunni. Sumar eru rólegar og yfir-
vegaðar, aðrar eru drukknar og brotna alveg niður, gráta
stöðugt, geta verið mjög ósamvinnufúsar, vilja fá að hvíla
sig o.s.frv. Það er mjög mikilvægt að gefa þeim nægan
tíma og upplýsa þær um þá þjónustu sem þeim stendur til
boða. Fólk meðtekur oftast ekki nema helminginn af því
sem því er sagt við fyrstu komu, það þarf að endurtaka
það og tala um það aftur og aftur," segir Eyrún.
\
Sigurlaug og Eyrún
í húsnæði Neyðar-
móttökunnar í
Fossvogi.
FRÁ STOFNUN NEYÐARMÓTTÖKUNNAR 1993 HAFA
1060 MANNS SÓTT ÞJÓNUSTUNA, ÞAR AF 97%
KONUR FRÁ 12 - 78 ÁRA ALDURS
„Langflestir þolendur koma í endurkomu til okkar 1-2
dögum eftir komuna á Neyðarmóttökuna. Þessi skref eru
oftast auðveldari en hin fyrstu því þær hafa hitt okkur áður
og vita að við þekkjum til leyndarmálsins. Þær koma af því
að þeim líður ennþá hræðilega, eru óttaslegnar og hrædd-
ar. Þær eru alltaf fegnar að hafa farið á Neyðarmóttökuna,
þótt það hafi verið erfitt, því ótti þeirra við að verða ófrísk-
ar eða hafa smitast af kynsjúkdómum er minni. Við veitum
þeim áfallahjálp og aðstoðum þær við að takast á við hin
margvíslegu einkenni áfallsins. Oft koma foreldrar, makar
eða kærastar með og þurfa þau oftast áfallahjálp líka og
upplýsingar hvernig þau geti stutt við dóttur sína eða
konu. Oft er nauðsynlegt að hafa samband við lögfræðing
vegna hugsanlegrar kæru, sálfræðing eða skóla. Stundum
þarf að aðstoða þær við að komast á Vog, í Kvennaathvarf-
ið eða á Stígamót. Nauðsynlegt er að tilkynna og vera í
samstarfi við barnaverndarnefndir séu börnin undir 18 ára
vera/l.tbl. /2004/39