Vera - 01.02.2004, Page 40
/ NEYÐARMÓTTAKAN
NAUÐGUN ER DÆMI UM ALGERT VIRÐINGARLEYSI OG
HEFUR ALVARLEG ÁHRIF Á SJÁLFSMYND ÞOLANDANS.
HÚN ER INNRÁS í LÍKAMA ANNARRAR MANNESKJU OG
MISVIRÐING Á SJÁLFSÁKVÖRÐUNARRÉTTI HENNAR
lústsdóttir
aldri. Margar kvennanna fara í meiri langvarandi meðferð
til sálfræðinga, aðrar vilja það ekki og haida því gjarnan
áfram að koma í viðtöl til okkar. Það má því segja að við
séum öryggisventill í þeim tilvikum. Þær vita nú hvert
þær geta leitað til að tjá sig og fá aðstoð og vita að þeim
verður trúað og treyst," segir Sigurlaug.
Starf Guðrúnar Agnarsdóttur ómetanlegt
En hvað felur niðurskurðurinn í sér?
„I fyrsta lagi er búið að leggja niður stöðu yfirlæknis á
Neyðarmóttökunni, stöðu sem Guðrún Agnarsdóttir hef-
ur gegnt frá upphafi. Þó að um sé að ræða aðeins 20%
stöðugildi er það engu að síður mjög mikilvægt hlutverk.
Guðrún Agnarsdóttir hefur verið einskonar sameiningar-
tákn allra þeirra ólíku starfstétta sem koma að starfsemi
Neyðarmóttökunnar," segja þær. Sigurlaug bendir einnig
á að hlutverk Guðrúnar hafi verið mjög mikilvægt í er-
lendu samstarfi á þessu sviði og hafi verið horft á Neyðar-
móttökuna hér á landi sem eina þá albestu í heimi. Starfs-
fólk Neyðarmóttökunnar hafi notið góðs af hinu alþjóð-
lega samstarfi því þegar haldnir hafi verið alþjóðlegir
fundir hér á landi hafi starfsfólkinu verið boðið upp á
fræðslu fundargesta. Guðrún hefur líka staðið fyrir mán-
aðarlegum fundum með fulltrúum allra þeirra faghópa
sem koma að starfi Neyðarmóttökunnar til þess að bæta
störf þeirra bæði inn á við og út á við í samfélaginu.
Einskonar hugsjónastarf
Allt starfsfólk Neyðarmóttökunnar er í annarri vinnu líka
og er þetta því einnig einskonar hugsjónastarf sem fólk
hefur tekið þátt í. En það er ekki bara stöðugildi yfirlækn-
is sem hefur verið lagt niður heldur einnig félagsráðgjafa.
Nú á einungis að ráða í hálfa stöðu að degi til og sá starfs-
maður á einnig að sinna öðrum málum á slysadeildinni.
Miðað við fjölda verkefna sem þar bíða er mikil hætta á
að ekki verði hægt að sinna þolendum nauðgana eins vel
og gert hefur verið. Það er a.m.k. víst að ekki næst að
sinna þolendum og aðstandendum þeirra eins vel og
verið hefur þegar þeir koma að nóttu til eða um helgar
nema einhverjir aðrir, t.d. hjúkrunarfræðingar Neyðar-
móttökunnar, taki að sér þau störf sem ráðgjafarnir hafa
sinnt.
„( flestum tilvikum þarf líka að sinna aðstandendum
sem líður oft hræðilega og vera í samstarfi við lögfræð-
ing, því stundum þarf lögreglan strax að fara á vettvang.
Þetta höfum við gert á meðan þær hafa verið í skoðun hjá
lækni og hjúkrunarfæðingi og réttarlæknisfræðileg
skýrsla hefur verið skrifuð," segir Sigurlaug. „Einnig þarf
oft að aðstoða stúlkurnar andlega og á annan hátt eftir
að skoðun lýkur. Ef þær geta t.d. ekki farið heim til sín
þarf að hjálpa þeim að komast á Kvennaathvarfið eða
eitthvert annað. Verði það reyndin að einhverjir aðrir
verði að sinna þeim störfum sem við félagsráðgjafarnir
og sálfræðingurinn höfum sinnt hingað til kostar það
laun fyrir annan starfskraft. Hver verður þá sparnaðurinn
þegar upp verður staðið?"
Ekki eins góð andleg aðhlynning
Og Sigurlaug helur áfram: „Það má búast við því að þjón-
ustan skerðist og að aðstoðin við þolendur og aðstand-
endur á nóttum og um helgar dragist á langinn. Oftast
eru þolendur aðframkomnir af þreytu þegar þær koma á
Neyðarmóttökuna að nóttu eða að morgni og því ekki
æskilegt að lengja þann tíma að óþörfu sem þær verða
að dvelja þar. Hann er oftast 2-4 tímar en mun lengri ef
þær ákveða að kæra strax. Þetta er áhyggjuefni. Það er
líka spurning hvort eins margar konurtreysti sér í endur-
komu til ókunnugrar manneskju að degi til, því skömmin
og vanlíðanin getur verið svo mikil og sporin þar með
þung. Það er líka hætta á að endurkomum fækki og þær
dragist á langinn að hálfu þolenda. Ég er hrædd um að
þessar breytingar verði til þess að konur sem hafa orðið
fyrir nauðgun fái ekki eins góða andlega aðhlynningu og
þær hafa fengið og dregið geti úr kærum. Þolendur kyn-
ferðisofbeldis leita reyndar oft síðar á lífsleiðinni til heil-
brigðiskerfisins af öðrum ástæðum sem á einn eða annan
hátt er hægt að rekja til þessa atburðar."
„Rannsóknir sýna að þessar konur leiðast frekar út í
neyslu, auknar reykingar og drykkju. Þær leita frekar ít-
rekað til lækna vegna allskonar verkja og það kostar mik-
ið fyrir heilbrigðiskerfið. Þunglyndi er algengt, kynlífs-
vandamál, endurteknar komur til kvensjúkdómalækna,
sjálfsmorðstilraunir og sjálfsmorð," segir Eyrún.
Þær segja ástæðuna fyrir þessum niðurskurði fyrst og
fremst vera vanþekkingu á því starfi sem fer fram innan
veggja Neyðarmóttökunnar. Stjórnvöld vita lítið út á
hvað þjónustan gengur þar sem þolendur eru „ósýnileg-
ir" í samfélaginu. Þessi mál koma lítið fram í réttarkerfinu
en í upphafi var eitt af baráttumálunum að tryggja betri
réttarstöðu í nauðgunarmálum.
En hvað er hægt að gera á þessum erfiðu tímum?
„Eitt af því sem við verðum að gera er að höfða meira
til ábyrgðar karlmanna. Þeir hafa líka áhyggjur af þessum
málum en það heyrir til undantekninga að þeir vilji tjá sig
um þau. Með skertri þjónustu og minni umræðu um kyn-
bundið ofbeldi og afleiðingar þess er einnig verið að
minnka möguleika karlmanna á að taka þátt í umræð-
unni. Þeir þurfa líka að taka á sig þá ábyrgð að fræða
unga menn um þessi afbrot og afleiðingar þeirra fyrir
alla. Það þarf að ala á þeirri tilfinningu karlmanna að þeir
eigi að bera virðingu fyrir konum." X
40 / 1. tbl. / 2004 / vera