Vera - 01.02.2004, Síða 46

Vera - 01.02.2004, Síða 46
/ GLÆSIHÚS NORÐURSINS r Jón Óskar rithöfundur (1921-1998) samdi þessa sögu haustið 1985, löngu áður en svo- kallaðir „súlustaðir" urðu til í Reykjavík. Sag- an hefur aldrei birst en virðist hins vegar að nokkru leyti farin að rætast. Hún er hér lítil- lega stytt af dóttur höfundarins en orðalagi hvergi breytt og því síður söguþræðinum. Glæsihús norðursins (The Big Show-house of the North) Bergur Bergsson, starfsmaður í ferðaskrifstofunni Há- leiðum, kallaður manna á meðal Beggi Begga, fékk góða hugmynd einn dag í byrjun febrúar, þegar hann sat með nokkrum útlendingum í anddyrinu á Hótel lceland's Best og ræddi við þá um daginn og veginn og hvað gera skyldi sér til skemmtunar áður en þeir færu aft- ur af landi brott eftir að hafa verið hér á þreytandi ráð- stefnu um fiskeldi, - þannig að þeir gætu farið hver heim til síns lands með góðar minningar frá íslandi. Og þegar hann fór að hugleiða það um leið og hann ræddi við gest- ina, varð honum Ijóst að hér vantaði eitt mjög tilfinnan- lega, svo að för slíkra manna hingað á vegum ferðaskrif- stofunnar Háleiða mætti verða þeim verulega eftirminni- leg og þeir fengju þá tilfinningu að þeir hefðu verið hjá siðmenntaðri þjóð og í borg sem hefði upp á sama munað að bjóða og stórborgir Evrópu og Ameríku, ef mikilsháttar menn, eins og til dæmis Kíbúl frá Kalúla, fulltrúi olíuríkis, vildu koma hingað á ráðstefnu. Hér vantaði hóruhús. Hugmyndin góða sem Beggi Begga fékk (maður frjáls- ræðis og sérfræðingur í erlendum ferðamönnum af hærri stigum) var einfaldlega sú að stofna hóruhús í Reykjavík, eða réttara sagt gleðihús eða ennþá réttara sagt glæsihús, fyrsta glæsihús á íslandi, Glæsihús Reykjavíkur eða Glæsi- hús norðursins, einsog hann nefndi það þegar hann fór að afla hugmyndinni stuðnings meðal málsmetandi manna, því eins og allir vita er ekki nóg að fá góða hugmynd. Það þarf að vera hægt að framkvæma hana. Beggi Begga þekkti marga líklega borgara í Reykjavík, háa sem lága, hafði rekið diskótekið Sweet Nights fyrir tíu árum (sumir sem þangað komu voru farnir að láta til sín taka í þjóðfélaginu) og ennfremur hafði hann verið blaða- maður í viðlögum og hafði jafnvel kynnst frægum þoþp- stjörnum úti í hinum stóra heimi og skrifað um þær í heimalandi sínu. Það sem Begga Begga datt fyrst í hug til að afla fjár og stuðnings við góða hugmynd, sem hlaut í upphafi að vera nýstárleg fyrir landann, var að kanna viðbrögðin hjá for- ráðamönnum þess hótels þar sem hann sat til borðs með þeim útlendu gestum sem voru búnir að veita honum og öðrum góðar upplýsingar um fiskeldi og höfðu nú hug á nokkurri skemmtan. Og þegar Kibúl frá Kalúla, ráðuneytis- stjóri í sínu landi, sagði ofur eðlilega: Er hægt að fá stelpu á þessu hóteli? þá varð Beggi svolítið rauður í framan, því hann var áður búinn að svara spurningu um það hvort ekki væri hægt að fá almennilegan bjór, þ.e. sæmilega sterkan, og orðið að svara því neitandi, en það hafði nú að vísu ekki verið Kíbúl frá Kalúla sem hafði spurt að því, þar sem hann bragðaði ekki sterka drykki, en ekki var það svo sem betra að þurfa að svara einni spurningu neitandi frá þessum gesti og annarri frá hinum, - og það gerðist hér á þessu hóteli, og því datt honum í hug að þar væri rétti staðurinn til að afla góðri hugmynd fylgis. Svo vildi til að hann þekkti einn góðan mann, fulltrúa í Fjármagni hf, mann sem hafði skrifstofu fyrir sig. Hann var um það bil hálffimmtugur og hafði verið í körfuboltaliði með Begga, þegar þeir voru í skóla, en á rokktímabilinu, þegar þeir voru unglingar báðir, hafði hann fengið viður- nefnið Jói rokkari. Hann hét Jóhannes Jónsson, en viður- nefnið rokkari hafði hann fengið af því að hann hafði verið einn villtasti rokkarinn á sinni tíð og dáð Elvis Presley um- fram aðra menn. Hann var nú orðinn fremur virðulegur borgari, vel giftur og þriggja barna faðir, átti margar plöt- ur með Elvis, og Beggi Begga vissi engan líklegri en Jó- hannes Jónsson til að verða sér að liði. Hann Jói rokkari, sagði Beggi við sjálfan sig, ef ekki hann, þá hver? Hann hringdi í Jóa rokkara sama kvöldið og hann hafði verið til borðs með útlendingunum og þegar Jói kom í símann sagði hann: Heyrðu Jói, ég hef fengið alveg hvfnandi stórgóða hug- mynd sem ég þarf endilega að tala um við þig. Uhhm, nú? heyrðist f símanum, og síðan varð þögn. Beggi Begga heyrði á þessu að Jói rokkari mundi ekki 46/ 1. tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.