Vera - 01.06.2004, Síða 10

Vera - 01.06.2004, Síða 10
/KARLVERAN Femínisti í 30 ár »Atli Gíslason vakti athygli í sjónvarpsumræðum fyrir síðustu alþingis- kosningar þegar hann lýsti því yfir að hann væri femínisti. Hann var í öðru sæti fyrir Vinstri græna í Reykjavík norður og sat á þingi í tvo mánuði í vetur þegar Kolbrún Halldórsdóttir fór í frí. Þar sýndi Atli í verki að yfirlýs- ing hans fyrir kosningarnar var ekki orðin tóm. Hann lagði fram þrjú frum- vörp og eina þingsályktunartillögu sem snerta hagsmuni kvenna, mál sem Atli hefur einnig látið til sín taka sem lögmaður í 25 ár7 enda segist hann á þeim ferli hafa fengið dýpri innsýn í það að staða kvenna er miklu verri en staða karla. Til að bæta þá stöðu vill hann fyrst og fremst stjórnvalds- aðgerðir. „Jafnréttisáætlanir eru oft bara orðin tóm. Ég vil að eitthvað raunhæft sé gert og það gætu stjórnvöld ef þau bara vildu," segir hann. * Elísabet Atli er fæddur 1947, varð stúdent 1968 og lauk lögfræði- Þorgeirsdóttir prófi 1974. Hann stundaði framhaldsnám í eignarétti í Osló 1974 - 1975 og í vinnurétti í Kaupmannahöfn 1981- 1982. Hann vann í fjögur ár hjá Ríkisskattstjóra en hefur nú rekið eigin stofu, Lögfræðistofu Atla Gíslasonar (LAG), í 25 ár. Þegar Atli er spurður hvað hafi gert hann að femínista er svarið einfalt: Konur. „Þegar við hófum sambúð 1970, ég og fyrrverandi kona mín Unnur Jónsdóttir leikskólakennari, var mikil gerjun í samfélaginu og við fórum í gegnum mikla umræðu um heimilishald, jafnrétti og að karlar og konur gætu gert allt það sama. Ég hafði fyrirmyndirnar frá mínu hefðbundna heimili, þar sem pabbi vann úti og gerði lítið heima en mamma var heimavinnandi, og þetta tók því verulega á. Víða urðu mikil átök milli hjóna af minni kynslóð út af jafn- réttismálum á heimilum og mörg hjónabönd enduðu með skilnaði. Við Unnur urðum fyrir verulegum áhrifum af því sem var að gerast i samfélaginu og tókum þátt í róttæku starfi. Hún var í Rauðsokkahreyfingunni og ég fylgdist með, þótt ég væri ekki formlegur félagi. Þegar við bjugg- um í Osló var ekki síðri kraftur í umræðunni og við vorum félagar í virkri rauðsokkahreyfingu sem hét Langbrækur. Á þessum árum þróaðist með mér innra jafnrétti, þ.e. gagn- ÞAD MÁ SEGJA AÐ ÖRLÖG MÓÐUR MINNAR HAFI GERT MIG AÐ EINDREGNUM FEMÍNISTA OG STUÐNINGSMANNI ÞESS AÐ REYNSLUHEIMUR KVENNA FÁI AÐ NJÓTA SÍN BETUR OG SKILA SÉR ÚT í ÞJÓÐFÉLAGIÐ vart heimili og einkalífi, og að sama skapi þjóðfélagsleg sýn. Niðurstaðan af einkalífsjafnréttinu er sú að ég er sjálf- bær, þ.e. ég get allt á heimilinu þó ég sé misgóður í hinum ýmsu störfum. Ég lærði margt þegar ég var tvisvar heima- vinnandi, fyrst í sjö mánuði og síðar í 13 mánuði. Reyndar varð ég líka fyrir fordómum og var spurður hvort eitthvað væri að mér, hvort ég væri orðinn þunglyndur eða sálsjúk- ur. Við Unnur eigum þrjá syni, Jón Bjarna, Gísla Hrafn og Friðrik, sem ólust allir upp við sæmilega jafna skiptingu heimilisverka og þeir eru allir sjálfbærir á heimili. Einn þeirra, Gísli Hrafn, hefur verið ráðskona karlahóps Femínistafélagsins." Örlög móður höfðu áhrif Þetta var ekki það eina sem gerði Atla að femínista. Hann segir að líf og örlög konunnar sem stóð honum næst og hafði mest áhrif á hann - móður hans, hafi kennt sér margt um muninn á því að vera karl eða kona í samfélaginu. „Ég var um margt ósáttur við örlög hennar og þegar ég gerði upp líf hennar fýrir sjálfum mér hvatti það mig til að leggja mitt af mörkum til að bæta stöðu kvenna. Móðir mín, Ingibjörg Jónsdóttir, var gagnmenntaður húsmæðra- skólakennari, hafði verið skólastjóri húsmæðraskólans á (safirði og haldið fjölda námskeiða. Svo giftist hún, eignað- ist sex börn og helgaði sig heimilisstörfum í yfir 20 ár. En þegar foreldrar mínir skildu árið 1963 fór mamma út á vinnumarkað sem var andsnúinn konum á þeim tíma. Fyrst vann hún sem matráðskona en var lengst af fisk- verkakona og hafði ekki mikið sjálfsálit. Ég var ósáttur við að hún skyldi ekki geta nýtt menntun sína og hæfileika

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.