Vera - 01.06.2004, Síða 11
betur en með því að gera þetta upp við mig skildi ég það
mótlæti sem konur búa við í karlstýrðu þjóðfélagi sem
metur konur ekki að verðleikum. Það má segja að örlög
móður minnar hafi gert mig að eindregnum femínista og
stuðningsmanni þess að reynsluheimur kvenna fái að
njóta sín betur og skila sér út í þjóðfélagið. Það er ekki síð-
ur í þágu karla að reynsluheimur kvenna fái að njóta sín til
jafns við reynsluheim karla. Að bæði kynin njóti sín í sam-
félaginu má líkja við gott hjónaband þar sem jafnvægi rík-
ir," segir Atli.
Konur mættu oftar sækja mál fyrir dómstólum
Mannréttindi hafa verið Atla hugleikin og þau tengjast að
sjálfsögðu réttindum kvenna. Hann hefur unnið mikið fyr-
ir verkalýðshreyfinguna og tekur ekki að sér mál fyrir at-
vinnurekendur því hann vill ekki vera báðu megin við
borðið. Hann gerðist lögmaður Dagsbrúnar 1981 og vann
fyrir fleiri félög, eins og Iðju og Félag starfsfólks í veitinga-
húsum, og er nú lögmaður Eflingar. Friðarmál hafa einnig
verið honum hugleikin og hann er baráttumaður fyrir
náttúruvernd.
„Málin fyrir verkalýðshreyfinguna hafa flest verið vegna
launamála en síðustu árin hef ég getað tekið að mér
svokölluð „pro bono" mál, þ.e. mál sem ég fæ ekki greitt
fyrir nema þau vinnist. Þar hef ég unnið nokkur mál fyrir
konur og get nefnt mál sem varð fordæmismál. Það var
skaðabótamál fyrir konu sem slasaðist í bílslysi og krafðist
þess að fá sömu bætur fyrir heimilisstörfin og hún fékk
sem sjúkraþjálfari hálfan daginn. Tryggingafélagið ætlaði
að miða bæturnar fyrir heimilisstörfin við lægsta taxta en
okkur tókst að fá því framgengt að viðmiðunin yrði við
laun hennar sem sjúkraþjálfara.
Ég hef tekið að mérfjögur mál fyrir kærunefnd jafnrétt-
ismála; það fyrsta varðaði mál verkakonu í Hampiðjunni
sem vannst að hluta til. Svo var það mál Hjördísar Hákon-
ardóttur vegna ráðningar hæstaréttardómara, sem hefur
verið mikið í fjölmiðlum unanfarið. Tvö mál eru enn í
gangi, annars vegar mál konu sem fékk ekki starf á Svæðis-
útvarpi Suðurlands og hins vegar mál fréttakvenna á Stöð
tvö. Ég get líka bent á mál konunnar sem kærði hóp-
nauðgun og er unnið af skrifstofu minni. Það verður tekið
fyrir í haust."
Atli segir reynslu sína af því að vinna fyrir konur vera að
erfiðara sé að fá þær í slaginn, þær séu ekki eins „árásar-
gjarnar" og karlar og tregari að sækja rétt sinn. „Konum
þykir erfitt að fara í mál og fylgja þeim eftir og ég hef misst
nokkur tækifæri til að sækja mál á þessum grundvelli
vegna þess að konurnar vildu ekki fara í mál. Konur mættu
sækja rétt sinn meira fyrir dómstólum en þær gera."
Þarf aðgerðir - ekki bara orð
Atli segir að þriðja bylgja femínismans með stofnun
Femínistafélagsins í fyrra hafi haft áhrif á sig. Hann er
skráður í félagið og hefur velt fyrir sér hvað hann, með sína
þekkingu sem lögmaður, geti gert til að leggja málinu lið.
Fyrir kosningarnar í fyrra tók hann þátt í málefnasmiðjum
á vegum Vinstri grænna sem hafa sett sér vandaða stefnu-
skrá í kvenfrelsismálum, en Atli segir áherslur flokksins í
þeim málaflokki vera eina ástæðu þess að hann gekk til
liðs við VG.
„Ég er praktískur maður og hugsa mikið um hvað hægt
sé að gera, annað en að tala, til að bæta stöðuna. Ég skrif-
aði nokkrar greinar fyrir kosningarnar þar sem ég viðraði
hugmyndir að úrræðum. Ég tel að mismunun verði ekki af-
numin nema með stjórnvaldsaðgerðum og samdi frum-
vörp þess efnis og lagði fram þegar ég settist á þing í vet-
ur. Við samningu frumvarpanna naut ég aðstoðar margra
kvenna sem hafa látið þessi mál til sín taka. Fyrsta frum-
varpið varðar breytingu á jafnréttislögunum þar sem Jafn-
réttisstofu eru fengin sömu völd og Samkeppnisstofnun
og fær með því virkt stjórnvaldstæki í hendur til að rann-
saka og koma með úrræði varðandi kynbundinn launa-
mun fyrir sambærileg störf. í jafnréttislögum eru ákvæði
sem segja að kynin skuli fá sömu laun fyrir sambærileg og
jafn verðmæt störf. I dag er kynbundinn launamunur 11 -
18% sem er klárt mannréttindabrot, lög eru sem sé brotin
á konum alla daga. Frumvarpinu er stefnt gegn því með
auknum valdheimildum fyrir Jafnréttisstofu. Ef hægt er að ^