Vera - 01.06.2004, Síða 12
í DAG ER KYNBUNDINN LAUNAMUNUR 11 -18% SEM ER
KLÁRT MANNRÉTTINDABROT, LÖG ERU SEM SÉ BROTIN Á
KONUM ALLA DAGA. FRUMVARPINU ER STEFNT GEGN ÞVÍ
MEÐ AUKNUM VALDHEIMILDUM FYRIR JAFNRÉTTISSTOFU
koma á fót eftirlitsstofnun með viðskiptum og verslun, því
skyldi ekki vera hægt að koma á fót sambærilegri stofnun
sem ynni gegn mannréttindabrotum?"
Á þinginu í vetur lagði Atli einnig fram frumvörp um
breytingu á lögum um útlendinga og um atvinnuréttindi
útlendinga sem snerta réttindi erlendra kvenna og barna
þeirra. „Margar erlendar konur eru hér í gíslingu hjóna-
bands og reglna um dvalarleyfi því þeim er sagt að ef þær
vilji skilnað verði þær að fara úr landi. Þetta mál kom upp í
smiðju VG í fyrra og ég fékk góðar upplýsingar um vand-
ann, m.a. frá konum sem starfa í Alþjóðahúsi. I frumvarp-
inu er lagt til að reglum um veitingu búsetu- og atvinnu-
leyfa verði breytt svo að erlendar konur eigi auðveldara
með að losna úr hjónaböndum eða sambúð ef þær óska
þess."
Atli lagði einnig fram þingsályktunartillögu um að skip-
uð verði nefnd til að móta reglur um kynjahlutföll varð-
andi ráðningu forstöðumanna ríkisstofnana, ráðuneyta og
ríkishlutafélaga og við skipan í nefndir og ráð á vegum
sömu aðila. Einnig sambærilegar reglur fyrir sveitarfélög.
Nefndin á einnig að gefa álit um hvort setja eigi lög um
kynjahlutföll við val og röðun frambjóðenda stjórnmála-
flokka til Alþingis og sveitarstjórna. í þessu máli hafði
hann fyrir sér sambærilegar reglur sem settar voru í Noregi
og hafa virkað og hlutur kvenna aukist verulega.
Vinna gegn
klámvæðingu og kynferðislegu ofbeldi
Að lokum er Atli spurður hvað honum finnist mikilvægast
að gera til að bæta stöðu kvenna.
„Ég hef bent á aðgerðir til að vinna gegn kynbundnum
launamuni en það þarf líka að vinna gegn hinum almenna
tekjumuni þar sem konur hafa aðeins um 70% af tekjum
karla. Það stafar af því að störf kvenna eru almennt ekki
metin að verðleikum, t.d. umönnunar- og uppeldisstörf,
og konur eru fjölmennastar á lægstu töxtum. Það er því
mikilvægt að hækka verulega lægstu laun og afnema
skatta af þeim launum. í staðinn setur ríkisstjórnin lög um
að fella niður eigna- og hátekjuskatta sem gagnast há-
tekjukörlum best. Sú aðgerð minnkar tekjur ríkissjóðs um
sjö og hálfan milljarð króna á ári.
Af öðrum málum get ég nefnt kennslu í kynjafræðum í
skólum til að gera börnin meðvituð um málefni kynjanna
og til að styrkja stúlkurnar. Mér finnst líka mikilvægt að
vinna markvissar gegn klámvæðingunni í samfélaginu.
Lög í landinu banna dreifingu kláms en refsiákvæði þeirra
laga eru ekki nýtt. Lögreglu- og réttarkerfið vinnur ekki á
þessum nótum, áherslan liggur annars staðar, t.d. á eitur-
lyfjum. En mér er nær að halda að klámvæðingin hafi al-
veg jafn skemmandi áhrif og eiturlyfin og mál sem tengist
henni beint er kynferðislegt ofbeldi. Mér finnst að stórefla
þurfi stuðning við konur og börn sem verða fyrir kynferð-
islegu ofbeldi og veita þeim skipulagða áfallahjálp sem
stendur ekki bara í skamman tíma, en slíkt kostar auðvitað
peninga. Ég hef séð mörg dæmi þess að kynferðisbrot
gegn börnum og konum hefur ævilöng áhrif ef ekkert er
aðhafst. Á þessu verður að taka með verulegum stuðningi
í formi sálfræðihjálpar, annars verða þessar konur félags-
legir öryrkjar fyrir aldur fram. Ótrúlega margar konur sem
brjóta gegn hegningarlögunum og hafa t.d. lent í fíkniefn-
um hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun í æsku sem
hefur brotið niður sjálfsmynd þeirra. Þær virðast ekki hafa
fengið hjálp til að vinna sig út úr þeirri reynslu og það er
algengt að þær hefni sfn á sjálfum sér. Okkur finnst það
kannski heimskulegt en það eru í raun skiljanleg viðbrögð.
Ég trúi að hægt sé að hjálpa fólki út úr sjálfshatrinu og það
verðum við að gera."
Lokaorð Atla eru þessi: „Jafnréttisáætlanir þar sem orð-
um fylgja engar athafnir hafa litlu sem engu skilað, eins og
t.d. jafnréttisáætlun ríkisstjórnarinnar, sem var fyrst sett
1998 og var nú að koma endurnýjuð. Það er ekki einu sinni
farið eftir henni innan ríkiskerfisins og þar er stofnun eins
og Jafnréttisstofa í fjársvelti. Fögur fyrirheit skila engu
nema þeim fylgi virk stjórnvaldstæki, aðgerðir og fjár-
magn." X