Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 18

Vera - 01.06.2004, Blaðsíða 18
/ JAFNRÉTTI auðvitað enn talsvert langt frá því að vera ásættanleg. Um leið og efnahagsleg staða öryrkja batnar eykst mögu- leiki þeirra til að taka þátt í samfélaginu. Þó er það einnig staðreynd að atvinnuleysi meðal öryrkja er að aukast með aukinni einkavæðingu og harðari samkeppni á at- vinnumarkaði. Þetta er sá hópur sem verður hvað verst fyrir barðinu á slíkum breytingum á vinnuumhverfi." Steinunn nefnir ákveðna viðhorfsbreytingu sem henni finnst hafa orðið meðal öryrkja og annarra á síðastliðnum árum. Umræðan sé orðin opnari og jákvæðari. „Fólk er farið að þora að koma út úr skápnum sem ör- yrkjar ef svo má segja. Fyrir þau sem ekki hafa sýnilega fötlun er svo auðvelt að skilgreina sig sem eitthvað annað en öryrkja og sleppa því að sýna samstöðu og berjast sem heilstæður hópur. Fólk er orðið opnara, það hafa birst greinar í dagblöðum eftir fólk sem titlar sig öryrkja sem mér finnst vera mjög jákvætt. Þetta tel ég meðal annars vera afleiðingu af opinni baráttu Öryrkjabanda- lagsins. Hún hefur þjappað öryrkjum saman og gert þá meðvitaðri um hagsmuni sína. Um leið og við viðurkenn- um að við séum öryrkjar styrkir það okkur í baráttunni og eykur sjálfsvirðingu okkar, þetta er ekki og á ekki að vera ástand sem þarf að fela. Það er einnig markmið þessarar opnu umræðu að afmá letistimpilinn af öryrkjum sem virðist vera ótrúlega lífseigur. Það vita allir sem reynt hafa að það að vera með sjúkdóm eða fötlun er meira en full vinna." Jafnrétti erfyriralla Steinunn segir fulla þörf á því að ræða jafnrétti milli ör- yrkja og heilbrigðra, ekki siður en kynjajafnrétti. „Mér hef- urfundistáberandiá síðustuárum hvaðjafnréttisumræð- an snýst afskaplega mikið um jafnrétti kynjanna. Þegar einhver nefnir jafnrétti gerir fólk ráð fyrir því að verið sé að vísa til jafnréttis kynjanna. Fólk er orðið meðvitaðra um að huga að kynjajafnrétti. Stjórnmálamenn komast t.d. ekki upp með annað en að lofa að huga að þessum málaflokki. Það er eins og umræðan hafi einskorðast að einhverju leyti við þennan anga jafnréttismála. Mér finnst mál til komið að fara að víkka jafnréttishugtakið virkilega út og taka tillit til þess að kynjaumræðan, eins mikilvæg og hún er, á ekki einkarétt á þessu hugtaki. Jafnrétti er vítt hugtak og við eigum að nota það sem slíkt. 18/3. tbl. / 2004 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.