Vera - 01.06.2004, Qupperneq 32

Vera - 01.06.2004, Qupperneq 32
'l' irnar Siðmennt ásamt öðru. Ég hitti hana, frelsaðist og fór til Noregs í nám.” Elín Ebba segir að það hafi aldrei komið annað til greina en að velja geðsviðið eftir að hún kynntist Hope. Hún var komin í vinnu í Noregi og hafði kynnst eiginmanni sínum, Jóni Kjell Seljeseth tónlistar- manni, sem þá var að ljúka ar- kítektanámi. En aftur lá leiðin til Is- lands. „Mamma var sniðug, hún hafði fengið fyrir mig styrk hjá Borgarspítalanum og ég þurfti að koma heim til þess að vinna af mér styrkinn á dagdeild Borgarspítalans. Þetta var fyrsta dagdeildin hér á ís- landi og mjög merkileg deild í sögu- legu samhengi vegna þess að þar vorum við að kenna fólki að takast á við lífið án geðlyfja, sem væri óhugsandi í dag. Þegar ég hafði unnið á Borgarspítalanum í ár lenti ég í átökum við einn lækninn og eftir þá reynslu ætlaði ég aldrei að vinna meira á geðdeildum. Ég fór að vinna með unglingum í Vinnuskóla Kópavogs og komst að því að það voru margir betri verkstjórar en ég í vinnuskólanum, en ég kunni eitt- hvað annað, sem enginn annar kunni. Einn kollegi minn, Kristjana Fenger, sagði mér frá því að það væri heil álma á geðdeildinni við Ei- ríksgötu óinnréttuð. Og ef enginn iðjuþjálfí kæmi þar að, þá yrði hús- næðið bara notað undir eitthvað annað. Svo mér rann blóðið til dag. Nú einbeitir hún sér að því að nota þekkingu sína til þess að styðja við bakið á þjónustu fyrir geðsjúka úti í samfélaginu. Hlátursbúllur í stað bjórbúlla Elín Ebba segist vera á móti því heilbrigðiskerfi sem við höfum byggt upp vegna þess að henni finnst það endurspegla ákveðna einokun. „Læknaþjónustan er fyrst og fremst niðurgreidd en litið á flest annað sem skottulækningar. Fólk leitar engu að síður í óhefðbundnar lækningar og eins og staðan er í dag höfum við enga yfirsýn yfir í hve miklum mæli það er gert. Heilsa er svo einstaklingsbundin. Af hverju höfum við svo litla trú á mannfólkinu þegar um heilbrigðis- mál er að ræða? Af hverju ætti fólk ekki að geta valið og hafnað þar eins og með aðra þjónustu? Það hef ég aldrei skilið. Ég er líka svo hissa á því að lunganum af peningunum í heilbrigðisþjónustu sé eytt í við- gerðaþjónustuna, í stað þess að kenna fólki að taka ábyrgð á heilsu sinni eða lifa með takmörkunum. Ég tók þátt í málþingi fyrir norðan þar sem rætt var um sjúkdómsvæð- inguna. Yfirlæknir var fundarstjóri og ég byrjaði á því að taka hann ofan af pallinum sem hann var á. Þetta var táknræn aðgerð því sumir læknar þurfa að fara ofan af stallin- um og sætta sig við að vera hluti af stærri heild. Við erum að fást við í IÐJUÞJÁLFUNINNI LÉTUM VIÐ FÓLK HLÆJA INN Á SEGULBANDSSPÓLU OG SÖFNUÐUM SAMAN ALLS KYNS HLÁTRI. EF VIÐ VORUM LEIÐ SETTUM VIÐ SPÓL- UNA AF STAÐ OG ÞAÐ VAR EINS OG VIÐ MANNINN MÆLT, VIÐ FÓRUM ÖLL AÐ HLÆJA VEGNA ÞESS AÐ HLÁTURINN VAR SVO SMITANDI. ÞÁ SPUNNUST UM- RÆÐUR UM EITTHVAÐ FYNDIÐ OG OKKUR LEIÐ ÖLLUM MIKLU BETUR skyldunnar, ég tók að mér að byggja upp deildina og síðan ætlaði ég að fara aftur til Noregs. En ég er ennþá að vinna á geðdeildum á íslandi.” Elín Ebba byggði upp deildina við Eiríksgötu ásamt tveimur öðr- um iðjuþjálfum, síðan tók hún við Kleppsspítala, Barna- og unglinga- geðdeild og Borgarspítalanum. Allt eru þetta deildir iðjuþjálfunar sem tengjast geðsviðinu sem hún stýrir í svo mikið af krónískum sjúkdóm- um - það er ekki bara verið að lækna fólk.” Fyrir nokkrum árum barst hing- að hugmyndafræði sem átti upptök sín í Kanada. Þar voru menn á móti því að vera alltaf í „viðgerðaþjón- ustunni”, eins og Elín Ebba kallar það - að gera við það sem aflaga hafði farið í stað þess að fyrirbyggja sjúkdóma. „Lykilorðið var eigin ábyrgð,” segir hún. „Að upplýsa fólk, fræða það um hvað hefur áhrif á heilsuna og hvað það geti gert sjálft til þess að hafa áhrif á hana. Það er t.d. talið að um 20% af þeim vandamálum sem við erum að fást við varðandi heilsu séu af genetísk- um toga en um 50% séu sökum lífsstíls, þ.e. hvað við gerum, hvað við setjum ofan í okkur, hvernig umhverfi við lifum í og hvernig við komum fram hvert við annað. Ef þetta er rétt mun Kári geta reddað um 20%, en hitt verður að leysa á annan hátt.” I samræmi við þessar hugmyndir um ábyrgð fólks á heilsu sinni tók Elín Ebba þátt í Geðræktarátakinu sem m.a. hélt Geðorðunum tíu á lofti. Hún hélt fjölda fyrirlestra með Héðni Unnsteinssyni sem hafði náð tökum á geðsjúkdómi sínum. „Geð- ræktin var hugmynd Héðins en hann valdi mig í ákveðin verkefni með sér og í hugmyndavinnu. En ef þú spyrð um Geðorðin tíu þá byggja þau á rannsókn sem gerð var á fólki í viðskiptalífinu sem hafði náð langt og var jafnframt hamingjusamt. Eitt af lykilatriðunum í því að ná ár- angri með slíkum fyrirlestrum er að taka sjálfa sig ekki of hátíðlega. Við Héðinn lögðum sjálf okkur á borð einlæglega fyrir þau sem við vorum að tala við og það skipti máli. Héð- inn lýsti því til að mynda þegar hann var skrautlega geðveikur en hann lýsti því á kómískan máta. Og þegar ég talaði um þær væntingar sem við gerum hvert til annars gerði ég stólpagrín að samskiptum mín- um við manninn minn, kynlífinu og öllu klabbinu. Þetta var hálfgert uppistand, en við vorum að fræða á sama tíma. Ég held að þannig nálg- un sé betri en að nálgast fólk með alvarlegu yfirbragði. Við Héðinn gerum okkur líka fullkomlega grein fyrir því að við erum svo ófullkom- in sem mest getur verið. En við erum manneskjur sem erum að reyna að bæta okkur. Við erum að reyna að læra og við notum Geð- orðin tíu á okkur sjálf,” segir Elín Ebba og bætir við: „Ég viðurkenni fullkomlega að ég geri mistök. En eins og ég kenni nemunum mínum þá er það hluti af því að verða góður fagmaður að þora að gera mistök, svo lengi sem þau skaða enga.” 32/3. tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.