Vera - 01.06.2004, Side 36

Vera - 01.06.2004, Side 36
4» höggið þurfa þau að taka þátt í sam- félaginu. Smiðshöggið verður aldrei rekið með því að vera einangruð á spítala. Ungar manneskjur bera með sér vonir um að mennta sig, komast í vinnu, eignast maka, börn og heimili. Þessar vonir sem við berum flest með okkur hrynja hjá finnst ofsalega gaman að vinna með geðsjúkum og ég á orðið erfitt með að vinna með „venjulegu” fólki vegna þess að mér finnst hitt miklu meira gefandi. Ég fæ mikið út úr því að sjá fólk blómstra. Það er mikið um jákvæðan árangur í starfi mínu. En ég hef líka séð fólk sem hefur allan metnaðinn í að finna klikkuðu genin til þess að taka þau í burtu. Notum metnaðinn í að lifa í sátt og samlyndi.” Þegar Elín Ebba talar um fram- tíðina segir hún að sig dreymi um að geðsjúkir verði með tíð og tíma samstarfsmenn hennar í rannsókn- UTAN Á SKRIFSTOFUNNI MINNI HEF ÉG SKILTI SEM Á STENDUR „WHY BE NORMAL?" VEGNA ÞESS AÐ MÉR FINNST KERFIÐ HAFA GENGIÐ OF MIKIÐ ÚT Á AÐ FIXA FÓLK. TAKMARKIÐ Á EKKI AÐ VERA AÐ GERA FÓLK „EÐLILEGT", HELDUR HJÁLPA ÞVÍ AÐ NÁ SÁTT OG GERA ÞVÍ KLEIFT AÐ TAKA ÞÁTT ÞÓ AÐ ÞAÐ SÉ ÖÐRUVÍSI þeim sem veikjast ung. Því viljum við hafa fyrirmyndir í þeim sem hafa verið alvarlega veik en náð sér og látið drauma sína rætast. Margir fyrrverandi skjólstæðingar hafa hringt í mig og sagst vilja vera með á einhvern hátt í Hlutverkasetrinu. Fólk sem lifir góðu lífi í dag með sjúkdómi sínum.” Ekki taka klikkuðu genin burt Það þarf ekki að tala lengi við Elínu Ebbu til þess að komast að því að hún fær mikið út úr starfi sínu. Enda dregur hún ekki dul á það. „Ég er mjög hláturmild manneskja og mér finnst margir hlutir ofsalega fyndnir. Þegar ég var yngri var ég jafnvel gagnrýnd fyrir að ég skemmti mér of mikið í vinnunni,” segir hún og hlær. „Mér finnst þvert á móti að maður eigi að hafa það eins gaman og nokkur kostur er. En auðvitað hef ég orðið alvörugefnari með árunum vegna þess að ég hef lent í ýmsu, stundum er allt annað en fyndið að reyna að berjast fyrir hugsjónum sínum og lenda í valda- baráttu við þau sem hafa þá skoðun að málið snúist um annað. En mér ekki plumað sig vegna þess að það fann sér engan farveg eða hlutverk. Margir skjólstæðingar mínir hafa fyrirfarið sér en þau eru alltaf að minna mig á sig og ég er sannfærð um að ef það eru til englar þá vaka þáu yfir okkur núna. Það er ákveð- inn drifkraftur fyrir mig. Auðvitað er mjög sorglegt þegar hæfileikaríkt fólk fer allt of snemma sökum þess að það fann sér engan farveg. Vegna þess að okkur hinum tekst ekki að vinna nógu vel með fjölbreytileik- anum. Það á ekki að setja allan metnað og fjármagn í að finna ný lyf eða gölluð gen. Við sem samfélag þurf- um ekki síður fjármagn og hæfileik- aríkt fólk til að finna lausnir til að Jón og Gunna geti vaxið þrátt fyrir takmarkanir. En til að ná einstak- lingum með mikinn metnað þurf- um við að vera samkeppnishæf og geta borgaö þeim laun til þess að þau velji sér ekki annað starfsvið. Það þarf fólk sem þorir að fara ótroðnar slóðir, sem kemur með nýja nálgun, nýja hugsun svo við gefumst ekki upp og afskrifum fólk. Það er synd ef við ætlum að setja um. Þannig sé raunverulega hægt að koma til móts við þarfir þeirra. „Mér finnst það hræðileg sóun á hæfileikum að það sé klárt fólk út um allt í samfélaginu sem er öryrkj- ar vegna þess að það passar ekki inn í þetta hefðbundna form á atvinnu- markaði. Ég vil, í samstarfi við Tryggingastofnun, finna aðrar leiðir svo að fólk geti tekið þátt á eigin forsendum og unnið, þótt það séu ekki nema tveir eða þrír tímar á dag. Að við hættum að vera í þessum kössum með prósentumerkingum - 50% starfhæfur, 70% hæfur, öryrki eða ekki öryrki. Smíðum heldur einstaklingsmiðaðar lausnir. Við þurfum að byggja upp samfélag sem eflir fólk í stað þess að halda því niðri. Ég vil vera hluti af stærri hópi þar sem fólk leggur í púkk og vinn- ur raunverulega teymisvinnu á jafn- réttisgrundvelli.” Ertu bjartsýn á að þetta gangi? „Já, svo sannarlega. Eftir að Hug- arafl varð til sýndu þau geðsjúku að þau eru komin út úr eigin fordóm- um og það er lykillinn. Við erum hlið við hlið, saman í baráttunni. Ég er með heila herdeild með mér og þau hafa breytt mér mikið. Þau létu ntig sjá að kerfið sem við höfum byggt upp er ekki það skilvirkasta og við verðum að breyta því í takt við þeirra þarfir. Ég er að fylgja þeirri sannfæringu. Trú nrín er þó ekki sú að allir gangi út og verði Iausir sinna meina, alls ekki. En til þess að skapa réttlátara samfélag verðum við að vinna saman. Og ég hætti ekki að berjast fyrir því. Ég vinn til níræðs ef því er að skipta,” segir Elín Ebba með bros á vör og slær í borðið til áherslu. X m HITAVEITA SUÐURNESJA ! ' vistvæn orka A 36/3. tbl. / 2004/ vera

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.