Vera - 01.06.2004, Síða 38

Vera - 01.06.2004, Síða 38
/ BA RITGERÐ MEÐ FEMÍNÍSKU SJÓNARHORNI Vingjarnlegar konur og metnaðarfullir karlar » Konur í sjónvarpi eru taldar vingjarnlegri en karlar og lík- legri til að leggja áherslu á fjölskyldu sína. Karlar í sjónvarpi eru taldir líklegri en konur til að ná langt í starfi og fá stöðu- hækkun. Myndarlegt fólk er talið líklegra til að öðlast frama í starfi. Þá er það talið skemmtilegra og sjálfsöruggara. Staðal- myndir kynjanna eru enn sterkar. Þetta eru m.a. niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem Borghildur Sverrisdóttir fram- kvæmdi sem lokaverkefni til BA prófs í sálfræði og fjölmiðla- fræði við Háskóla íslands. * Mikilvægt er að rannsaka fjölmiðla vegna þeirra áhrifa sem þeir hafa á samfélag okkar. Þeir hafa líka félagsmótunar- hlutverk þar sem þeir hjálpa fólki að tileinka sér ákveðna hegðun, skoðanir og viðhorf og að skilja stöðu sína í sam- félaginu og samfélagið sjálft. Þeir geta haft áhrif á hvernig fólk hugsar um sjálft sig og aðra og innleitt ákveðin gildi og viðhorf til samfélagsins. Fjölmiðlar geta því verið eins- konar brú milli einkalífs og samfélags og eru sífellt að verða stærri hluti af lífi fólks. Oft er talað um að fjölmiðlar eigi að endurspegla sam- félag sitt. Síðustu áratugi hafa orðið miklar breytingar á stöðu kvenna f hinum vestræna heimi, sérstaklega vegna aukinna umsvifa þeirra á vinnumarkaði og mikillar vitund- arvakningar um réttindi þeirra. í dag þykir ekkert tiltöku- mál að konur vinni úti jafnt og karlar, að karlar taki þátt í heimilisstörfum jafnt og konur og hugi að barnauppeldi. Það gera vonandi ekki margir athugasemdir við slík við- horf í dag. En hafa staðalmyndir kynjanna breyst í takt við viðtekin viðhorf? Ef svo væri ættu konur að vera taldar jafn FJÖLMARGAR RANNSÓKNIR HAFA SÝNT AÐ STAÐALMYND- IR KARLA OG KVENNA í SJÓNVARPSÞÁTTUM ERU ENN STERKAR. KARLAR BIRTAST OFTAR EN KONUR SEM SJÁLFSÖRYGGIR, SKYNSAMIR, VALDAMIKLIR OG SJÁLF- STÆÐIR OG KONUR BIRTAST OFTAR EN KARLAR SEM VEIK- LYNDAR, TILFINNINGANÆMAR OG ÓSJÁLFSTÆÐAR 38 / 3. tbl. / 2004 / vera líklegar og karlar til að ná árangri í starfi og karlar jafn lík- legir og konur til að huga að fjölskyldu sinni, ekki satt? Eða er mynd fjölmiðla af einstaklingum kannski ekki eins raunsæ og oft er talað um? Margar ástæður geta verið fyrir því. Ein er sú að einstak- lingar í fjölmiðlum þurfa að huga að eftirsóknarverðum þáttum í fari sínu og velta fyrir sér hvernig ímynd þeir vilja birta. ímynd virðist skipta miklu máli fyrir fólk í sjónvarpi. Því hefur jafnvel verið haldið fram að ímynd fólks í fjöl- miðlum sé mikilvægari fyrir fjölmiðlafyrirtæki en fólk með mikla hæfileika. ímyndin viðheldur vinsældum og þar með efnahagslegri farsæld, en hún er oftast ólík þeirri eiginlegu persónu sem stjarnan ber. Cary Grant (Archibald Leach) sagði eitt sinn um þá ímynd sem hann skapaði sér að allir vildu verða Cary Grant, jafnvel hann sjálfur! Stjörnur vilja bæði vera venjulegar og sveipaðar dulúð. Þær þurfa að vera sannfærandi og trúverðugar, eins og maðurinn í næsta húsi, en einnig framandi og eftirsóknarverðar. Þær verða að hafa eitthvað sem aðra dreymir um og líka eitt- hvað sem fólk getur samsamað sig við. ímynd fólks getur því haft mikil áhrif á viðhorf almennings til þess. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að staðalmyndir karla og kvenna í sjónvarpsþáttum eru enn sterkar. Karlar birt- ast oftar en konur sem sjálfsöryggir, skynsamir, valdamikl- ir og sjálfstæðir og konur birtast oftar en karlar sem veik- lyndar, tilfinninganæmar og ósjálfstæðar. ( rannsókn frá 1995 töldu 87% þátttakenda að konur vilji almennt eign- ast fjölskyldu en aðeins 67% töldu það mikilvægt fyrir karla. Þó er talið að dregið hafi úr slíkum staðalmyndum undanfarinn áratug.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.