Vera - 01.06.2004, Síða 41

Vera - 01.06.2004, Síða 41
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar Fyrir austan hníf og gaffal » „Fyrir austan hníf og gaffal," hrópuðu vinkonur mínar þegar ég tjáði þeim að ég hyggðist flytja búferlum frá suðvesturhorninu til Austfjarða. „Þú kemur svo suður eftir ár, tíu kílóum þyngri, í joggingbuxum og flís- peysu," bætti ein þeirra við. Þetta var viðhorfið hjá þeim - menningar- laust samfélag, fullt af illa klæddum, feitum konum. Þær hefðu örugg- lega samglaðst mér innilega ef ég hefði verið á leið til Danaveldis eða Nýja Sjálands. En ég lét ekki deigan síga og dreif mig og mína fjölskyldu austur á Fáskrúðsfjörð. Fyrst til að búa þar í hálft ár en síðan fór það svo að við vorum öll svo glöð og ánægð með dvölina að nú erum við með fasta búsetu hér um ókomna framtíð. 4» Eftir tvö ár hef ég ekki þyngst um gramm og joggingbuxurnar eru fjarri góðu gamni. Reyndar hefur flíspeys- unum fjölgað í fataskápnum en það er heilbrigðara líferni í fjöllum Fá- skrúðsfjarðar að þakka. Eftir strangan vinnudag er nefnilega fátt betra og þægilegra en að bregða yfir sig flís- peysunni og fara í gönguskóna (sem söfnuðu ryki fyrir sunnan), loka á eftir sér útidyrahurðinni og halda upp í hlíð. Hér þarf ekki langan undirbún- ing fyrir fjallgöngu, ekki bílferð né taka til nesti. Að ganga upp fjallshlíð er eins og að fara til sálfræðings og í líkamsrækt um leið - bara miklu skemmtilegra og ódýrara. Umleiðog líkaminn reynir á sig, vöðvar styrkjast og lungu eflast, tæmist hugurinn. Það er eins og tekið sé í spotta í heil- anum og allt amstur og þreyta vindist úr. Þegar upp hlíðina er komið kasta ég mæðinni og horfi stolt yfir fallega bæinn minn. Heim kem ég svo end- urnærð á líkama og sál og hef næga orku til að sinna börnum og búi. Svo er það menningin -jú víst er ekki hér sá fjöldi listsýninga og -við- burða sem eru í boði í Reykjavíkinni. Ég held samt að ég sé búin að fara á fleiri myndlistarsýningar á þessum tveimur árum en síðustu þrjú ár á undan. Bæði eru hér á Austurlandi fín söfn og sýningar og síðan er ég dug- legri að sækja sýningar þegar ég á leið suður og eins er það með leik- og söngviðburði. Þannig að „fyrir austan hníf og gaffal" á svo sannarlega ekki við rök að styðjast. Það sem sló mig helst þegar ég flutti austur var hversu margar konur mér fannst vera í hlutastörfum og báru því meiri ábyrgð á hinum ólaun- uðu störfum heimilisins. Þetta var því miður staðfest um daginn þegar í Ijós kom að í Austurbyggð eru heildarat- vinnutekjur kvenna einungis 42% af heildaratvinnutekjum karla í sveitar- félaginu. Greinilega eru konurnar með lægri laun og minni atvinnu- þátttöku, þ.e. í launuðum störfum. Skýring þess er sennilega ekki einföld meira til að halda uppi tekjum heimil- isins en þeir hafa hærri laun þrátt fyr- ir svipaða menntun. Hér er nefnilega mjög hefðbundin skipting starfa í karla- og kvennastörf og hvorki karlar né konur hafa komist af krafti inn í störf hins kynsins. Kon- urnar eru á flæðilínunni í frystihúsinu, í ræstingum og í leikskólanum. Karl- arnir eru á togaranum, í löndunum og í vaktavinnu í bræðslunni. Ekki er endilega vinsælt að vekja máls á þvi að þetta þurfi ekki að vera svona. Þegar ég impra á þessu er ég af sum- um hér átlitin öfgafull og mér bent á að ég þurfi ekki endilega að vera alltaf með þessi femínistagleraugu uppi. En svoleiðis er ég og er stolt af því. Ég tel reyndar nauðsynlegt að KONURNAR ERU Á FLÆÐILÍNUNNI í FRYSTIHÚSINU, í RÆSTINGUM OG í LEIKSKÓLANUM. KARLARNIR ERU Á TOGARANUM, í LÖNDUNUM OG í VAKTAVINNU í BRÆÐSLUNNI. EKKI ER ENDILEGA VINSÆLT AÐ VEKJA MÁLS Á ÞVÍ AÐ ÞETTA ÞURFI EKKI AD VERA SVONA eða augljós. Ég tel líklegt að lítil menntun kvennanna segi til sin. Þeim sem ekki hafa menntun býðst hvorki spennandi né vel launuð vinna. Þær eru því frekar heima að hluta til. I staðinn þurfa karlarnir að vinna sem flestir séu með þessi ósýnilegu gleraugu og bendi á það sem betur má fara í jafnréttisátt. Dropinn holar nefnilega steininn. Bloggsíða Þórhildar: www.folk.is/thorhildurhelga X vera/3. tbl./2004/41

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.