Vera - 01.06.2004, Qupperneq 42

Vera - 01.06.2004, Qupperneq 42
Konur geta veitt fyrirtækjum aðhald rætt við Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, forseta lögfræðideildarinnar á Bifröst »lngibjörg Þorsteinsdóttir er forseti lögfræðideildar Viðskiptaháskólans á Bif- röst en í vor útskrifaði skólinn í fyrsta skipti BS nema í viðskiptalögfræði eftir þriggja ára nám. Á ráðstefnunni Völd til kvenna - tengslanet, sem haldin var á Bifröst 2. - 3. júní slv ræddi Ingibjörg um valdaleysi kvenna í viðskiptalífinu og mikilvægi þess að konur beiti viðskiptalífið þrýstingi svo það ráði fleiri konur í stjórnir og stjórnendastörf. í því skyni lagði hún til að teknar yrðu upp kynjakenni- tölur, hliðstæðar fyrirtækjakennitölum sem er þekkt aðferð til að meta stöðu fyr- irtækja á markaði. VERA ræddi við Ingibjörgu um þessar hugmyndir og hina nýju viðskiptalögfræðideild á Bifröst. * ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR Ingibjörg er 40 ára og lauk lögfræði- prófi frá HÍ 1992. Hún vann í fjár- málaráðuneytinu í átta ár, fyrst á tekju- og lagaskrifstofu þar sem hún vann við ýmis skattamál en fór síðan sem fulltrúi ráðuneytisins til Brussel til starfa í sendinefnd Islands hjá Evrópusambandinu. Að því loknu fór hún í mastersnám í starfs- mannastjórnun við Strathclyde í Glasgow, eítir að hafa lært rekstrar- og viðskiptafræði með vinnu við Endurmenntunardeild HÍ. „Ég var sem sé búin að bæta viðskiptahlið- inni við lögfræðinámið því ég fann það strax þegar ég byrjaði í íjármála- ráðuneytinu að mig vantaði meiri þekkingu á viðskipta- og hagfræði til að skilja t.d. áhrif skattalöggjafar- innar bæði á rekstur ríkisins og ein- stakra íyrirtækja. Ég hafði líka áhuga á starfsmannamálum og valdi þetta nám frekar en viðbótarnám í lög- fræði. Eftir að heim kom var ég starfsmannastjóri hjá Frjálsa fjár- festingabankanum um skeið en gerði svo upp við mig hvar mig langaði að vinna og komst að því að andrúmsloftið í menntastofnun höfðaði mest tii mín. Þegar ég sótti um á Bifröst var kennsla í viðskipta- lögfræði að byrja og fyrsta veturinn kenndi ég bæði þar og í viðskipta- deildinni. Um vorið tók ég svo við deildarstjórastarfmu af Ólöfu Nor- dal.“ Ingibjörg segir að kynjahlutfall í kennaraliðinu á Bifröst hafi breyst mjög konum í hag eftir að lögfræði- deildin var stofnuð en þar er nú jafnt kynjahlutfall þó færri konur kenni í viðskiptadeildinni. Þegar hún er spurð hvort hún hafi meðvit- að ráðið konur frekar en karla segir hún að svo margar hæfar konur hafi einfaldlega sótt um og verið ráðnar. „Það hefur verið mjög gaman að HÚN BENTI MÉR ÞÁ Á HVAÐ FÓLK SÉ UPPTEKIÐ AF ÚTLITI KVENNA EN LEGGI MINNA UPP ÚR ÞVÍ HVAÐ ÞÆR HAFI AÐ SEGJA. VIÐ VERÐUM AÐ VENJA STELPUR STRAX Á AÐ META SIG EFTIR ÞVÍ HVAÐ ÞÆR ERU KLÁRAR EN HAFA ÚTLIT EKKI SEM EINA MÆLIKVARÐANN byggja deildina upp en með henni erum við að brjóta niður þá deildamúra og íhaldssemi sem hefur einkennt um of lögfræðinám hér á landi. Sérstaða náms í viðskiptalög- fræði felst í samþættingu viðskipta- og lögfræðigreina sent lúta að rekstri fyrirtækja. Við erum að útskrifa við- skiptalögfræðinga sem geta tekið að sér hefðbundin stjórnunarstörf en einnig ýmis konar ráðgjöf í rekstri, skattamálum o.fl. í sumar hefst meistaranám við deildina á tveimur brautum, í lögfræði og viðskiptalög- fræði. Meistaranám í lögfræði er sniðið að þörfum þeirra sem vilja öðlast starfsréttindi til lögmanns- starfa en nýlega var lögum breytt þannig að fleiri skólar en Háskóli ís- lands geta menntað fólk sem hefur heimild til að þreyta lögmannspróf- ið. 15 útskriftarnemar ætla að halda áfram námi og meirihluti þeirra vel- ur lögfræðina en ég hugsa að það eigi eftir að breytast. Við stefnum að því að útskrifa um 40 nemendur á ári með BS próf í viðskiptalögfræði og gerum ráð fyrir að minnsta kosti helmingur ljúki meistaranámi frá Bifröst. Viðskiptaháskólinn á Bifröst leggur mikið upp úr alþjóðatengsl- 42/3. tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.